Víða sýningarlok 29. desember 2006 16:30 Ómar Stefánsson í vinnustofu sinni Í dag og á morgun er víða komið að sýningarlokum í mörgum sýningarsala landsins. Það er því enn tækifæri til að sjá ýmislegt af því sem kom upp á fyrstu vikum vetrarins og nú þegar dauður tími er í lífi margra er fínt að líta til þess sem er að gerast í myndlistinni. Sýningu Rúnu lýkurStór lokadagur er á morgun í Hafnarborg í Hafnarfirðinum: þann 1. desember opnaði Rúna, Sigrún Guðjónsdóttir, sýningu í Sverrissal og Apóteki. Á sýningunni eru steinleirsmyndir og verk unnin á pappír með akrýl, olíukrít, pastellitum og bleki. Rúna hefur unnið mikið með japanskan pappír, sem er efnismikill og gljúpur, og því allt annað efni að vinna á en steinleirinn sem hún hefur haldið tryggð við. Rúna var kjörin fyrsti bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2005. Spessi tekur niðurÍ aðalsal Hafnarborgar er að ljúka Locations: Ljósmyndarinn Spessi kannar umhverfið. Verkin á sýningunni eru úr bókinni Locations sem kom útfyrir jólin. Sýningin í Hafnarborg ber sömu yfirskrift. Þarna er fyrst og fremst um að ræða myndir af stöðum sem bera ummerki mannfólksins, staði þar sem fólk hefur komið sér fyrir, hvort sem er í bæ, sveit eða uppi á fjöllum. Viðfangsefni Spessa koma úr öllum áttum en þó er óhætt að segja að hann hafi þroskað með sér sjónarhorn eða nálgun sem gerir myndir hans öðru vísi en verk flestra annarra. Spessi nálgast myndefni sitt af varúð og leitast umfram allt við að halda hlutleysi gagnvart því, forðast að stýra upplifun áhorfandans eða blekkja hann. Myndir Spessa eru fyrst og fremst afskaplega blátt áfram og hreinskilnislegar, lausar við alla upphafningu eða ýkjur. Þær eru eins fjarri stíl æsifréttaljósmyndanna og hægt er að komast. Fyrir vikið fær áhorfandinn sjálfur að takast á við myndefnið, líkt og á eintali, hvort sem um er að ræða mynd af manneskju, manngerðu umhverfi eða náttúru. Í kaffistofunniÍ kaffistofu Hafnarborgar sýnir Guðný Magnúsdóttir SNJÓ - rennd og glerjuð steinleirsform, Jean Antonine Posocco sýnir myndlýsingar sínar um Grýlu og jólasveina hennar sem hann kallar: „Vertö þægör eða ég rassskelle þeg“; Yngvi Guðmundsson sýnir „Vinkonur Snæfríðar“ Fótfrá og fim fljóð. Opið er í Hafnarborg kl. 11–17 i dag og á morgun. Kvosin og FeninÍ Borgarbókasafni í Grófinni hefur staðið uppi sýning á verkum Önnu Hallin, teikningum og myndbandi, í Artótekinu. Lýkur henni nú um mánaðarmótin og er hún opin á opnunartímum safnsins. Sigurdís Harpa Arnarsdóttir hefur verið með sýningu í Gallerí Úlfi á Baldursgötu frá 9. desember sem lýkur nú á laugardag. Skammt þar frá á Skólavörðustígnum er sýning Ómars Stefánssonar í Ófeigi Listhúsi. Ómar sýnir þar málverk. Í Faxafeni á Cafe Mílanó lýkur sýningu Ingvars Þorvaldssonar. Hann sýnir þar tíu olíuverk. Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Í dag og á morgun er víða komið að sýningarlokum í mörgum sýningarsala landsins. Það er því enn tækifæri til að sjá ýmislegt af því sem kom upp á fyrstu vikum vetrarins og nú þegar dauður tími er í lífi margra er fínt að líta til þess sem er að gerast í myndlistinni. Sýningu Rúnu lýkurStór lokadagur er á morgun í Hafnarborg í Hafnarfirðinum: þann 1. desember opnaði Rúna, Sigrún Guðjónsdóttir, sýningu í Sverrissal og Apóteki. Á sýningunni eru steinleirsmyndir og verk unnin á pappír með akrýl, olíukrít, pastellitum og bleki. Rúna hefur unnið mikið með japanskan pappír, sem er efnismikill og gljúpur, og því allt annað efni að vinna á en steinleirinn sem hún hefur haldið tryggð við. Rúna var kjörin fyrsti bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2005. Spessi tekur niðurÍ aðalsal Hafnarborgar er að ljúka Locations: Ljósmyndarinn Spessi kannar umhverfið. Verkin á sýningunni eru úr bókinni Locations sem kom útfyrir jólin. Sýningin í Hafnarborg ber sömu yfirskrift. Þarna er fyrst og fremst um að ræða myndir af stöðum sem bera ummerki mannfólksins, staði þar sem fólk hefur komið sér fyrir, hvort sem er í bæ, sveit eða uppi á fjöllum. Viðfangsefni Spessa koma úr öllum áttum en þó er óhætt að segja að hann hafi þroskað með sér sjónarhorn eða nálgun sem gerir myndir hans öðru vísi en verk flestra annarra. Spessi nálgast myndefni sitt af varúð og leitast umfram allt við að halda hlutleysi gagnvart því, forðast að stýra upplifun áhorfandans eða blekkja hann. Myndir Spessa eru fyrst og fremst afskaplega blátt áfram og hreinskilnislegar, lausar við alla upphafningu eða ýkjur. Þær eru eins fjarri stíl æsifréttaljósmyndanna og hægt er að komast. Fyrir vikið fær áhorfandinn sjálfur að takast á við myndefnið, líkt og á eintali, hvort sem um er að ræða mynd af manneskju, manngerðu umhverfi eða náttúru. Í kaffistofunniÍ kaffistofu Hafnarborgar sýnir Guðný Magnúsdóttir SNJÓ - rennd og glerjuð steinleirsform, Jean Antonine Posocco sýnir myndlýsingar sínar um Grýlu og jólasveina hennar sem hann kallar: „Vertö þægör eða ég rassskelle þeg“; Yngvi Guðmundsson sýnir „Vinkonur Snæfríðar“ Fótfrá og fim fljóð. Opið er í Hafnarborg kl. 11–17 i dag og á morgun. Kvosin og FeninÍ Borgarbókasafni í Grófinni hefur staðið uppi sýning á verkum Önnu Hallin, teikningum og myndbandi, í Artótekinu. Lýkur henni nú um mánaðarmótin og er hún opin á opnunartímum safnsins. Sigurdís Harpa Arnarsdóttir hefur verið með sýningu í Gallerí Úlfi á Baldursgötu frá 9. desember sem lýkur nú á laugardag. Skammt þar frá á Skólavörðustígnum er sýning Ómars Stefánssonar í Ófeigi Listhúsi. Ómar sýnir þar málverk. Í Faxafeni á Cafe Mílanó lýkur sýningu Ingvars Þorvaldssonar. Hann sýnir þar tíu olíuverk.
Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira