Stella Blómkvist í sjónvarp 30. nóvember 2006 17:30 Tilkynnt var í gær, miðvikudag, að samningar hafi tekist milli Réttindastofu Eddu útgáfu hf. og UFA Fernsehproduktion GmbH í Berlín um sölu á réttinum til gerðar sjónvarpsmyndar og sjónvarpsþátta byggðra á sögunni Morðið í hæstarétti eftir Stellu Blómkvist. UFA Fernsehproduktion fær einnig forkaupsrétt að öðrum útkomnum glæpasögum Stellu Blómkvist með það að markmiði að þróa sjónvarpsmyndir og sjónvarpsþáttaraðir upp úr bókunum. Undirbúningur að framleiðslunni er þegar hafinn og gert er ráð fyrir hluti hennar fari fram hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem erlent kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslufyrirtæki tryggir sér rétt á íslenskum skáldsögum í þessu skyni, þó fyritæki hafi sýnt skáldsagnaröð Arnalds Indriðasonar um Erlend og kó áhuga. UFA Fernsehproduktion GmbH er hluti af framleiðslufyrirtækinu UFA Holding GmbH sem aftur er hluti af fjölmiðlaveldinu Bertelsmann. Það er eitt elsta og virtasta kvikmyndaframleiðslufyrirtæki í Evrópu og var í fararbroddi á sínu sviði þegar á fyrstu áratugum kvikmyndalistarinnar, einkum á þriðja áratugnum framleiddi myndir á borð við Bláa engilinn eftir Josef von Sternberg og Metropolis eftir Fritz Lang. UFA Fernsehproduktion sérhæfir sig í framleiðslu leikinna sjónvarpsmynda og er með helstu framleiðsluaðilum í þeim geira í Evrópu auk þess að framleiða leiknar sjónvarpsþáttaraðir og kvikmyndir. Þasð er verulegur hvalreki fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað ef hugmyndir þeirra UFA -manna verða að veruleika og skemmtilegt fyrir kerlinguna Stellu, hver sem hún er að ná þessari fótfestu í hörðum bransa sjónvarpsgerða í Evrópu. Verður erfitt fyrir höfundinn að leynast mikið lengur en dulnefni hennar er best varðveitta leyndarmál í íslenskri útgáfu fyrr og síðar, fyrir utan höfund Njálu. Kæmi til framleiðslu þáttaraðar sem nýtti íslenskar aðstæður en með þýskum leikurum væri það happ íslenskum þjónustufyrirtækjum, styrkti enn ímynd lands og þjóðar á þýskumælandi markaði og hefði víðtæk áhrif. Útgáfurétturinn á öllum bókum Stellu Blómkvist hefur verið seldur til Þýskalands, til þýska útgáfurisans Bertelsmann. Nú þegar eru allar fyrstu bækur Stellu komnar út á þýsku: Morðið í stjórnarráðinu (1997), Morðið í sjónvarpinu (2000), Morðið í hæstarétti (2001) og Morðið í alþingishúsinu (2002). Væntanlegar eru Morðið í Drekkingarhyl (2005) og nýjasta bókin Morðið í Rockville (2006) sem var að koma út og þýska forlagið keypti fyrirfram. Morðið í Drekkingarhyl - bókarkápa - höf. Stella Blómkvist . Menning Mest lesið Búa á Balí þar sem ástin kviknaði fyrst Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Tilkynnt var í gær, miðvikudag, að samningar hafi tekist milli Réttindastofu Eddu útgáfu hf. og UFA Fernsehproduktion GmbH í Berlín um sölu á réttinum til gerðar sjónvarpsmyndar og sjónvarpsþátta byggðra á sögunni Morðið í hæstarétti eftir Stellu Blómkvist. UFA Fernsehproduktion fær einnig forkaupsrétt að öðrum útkomnum glæpasögum Stellu Blómkvist með það að markmiði að þróa sjónvarpsmyndir og sjónvarpsþáttaraðir upp úr bókunum. Undirbúningur að framleiðslunni er þegar hafinn og gert er ráð fyrir hluti hennar fari fram hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem erlent kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslufyrirtæki tryggir sér rétt á íslenskum skáldsögum í þessu skyni, þó fyritæki hafi sýnt skáldsagnaröð Arnalds Indriðasonar um Erlend og kó áhuga. UFA Fernsehproduktion GmbH er hluti af framleiðslufyrirtækinu UFA Holding GmbH sem aftur er hluti af fjölmiðlaveldinu Bertelsmann. Það er eitt elsta og virtasta kvikmyndaframleiðslufyrirtæki í Evrópu og var í fararbroddi á sínu sviði þegar á fyrstu áratugum kvikmyndalistarinnar, einkum á þriðja áratugnum framleiddi myndir á borð við Bláa engilinn eftir Josef von Sternberg og Metropolis eftir Fritz Lang. UFA Fernsehproduktion sérhæfir sig í framleiðslu leikinna sjónvarpsmynda og er með helstu framleiðsluaðilum í þeim geira í Evrópu auk þess að framleiða leiknar sjónvarpsþáttaraðir og kvikmyndir. Þasð er verulegur hvalreki fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað ef hugmyndir þeirra UFA -manna verða að veruleika og skemmtilegt fyrir kerlinguna Stellu, hver sem hún er að ná þessari fótfestu í hörðum bransa sjónvarpsgerða í Evrópu. Verður erfitt fyrir höfundinn að leynast mikið lengur en dulnefni hennar er best varðveitta leyndarmál í íslenskri útgáfu fyrr og síðar, fyrir utan höfund Njálu. Kæmi til framleiðslu þáttaraðar sem nýtti íslenskar aðstæður en með þýskum leikurum væri það happ íslenskum þjónustufyrirtækjum, styrkti enn ímynd lands og þjóðar á þýskumælandi markaði og hefði víðtæk áhrif. Útgáfurétturinn á öllum bókum Stellu Blómkvist hefur verið seldur til Þýskalands, til þýska útgáfurisans Bertelsmann. Nú þegar eru allar fyrstu bækur Stellu komnar út á þýsku: Morðið í stjórnarráðinu (1997), Morðið í sjónvarpinu (2000), Morðið í hæstarétti (2001) og Morðið í alþingishúsinu (2002). Væntanlegar eru Morðið í Drekkingarhyl (2005) og nýjasta bókin Morðið í Rockville (2006) sem var að koma út og þýska forlagið keypti fyrirfram. Morðið í Drekkingarhyl - bókarkápa - höf. Stella Blómkvist .
Menning Mest lesið Búa á Balí þar sem ástin kviknaði fyrst Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira