Lestin brunar 30. nóvember 2006 13:15 Hver á að lesa næst? Að mörgu er að hyggja þegar efnt er til upplestra. Til dæmis er ágætt að hafa skrýtlur á takteinunum til að létta andrúmsloftið. Mynd þessi var tekin nýlega af íbyggnum höfundum milli lestranna í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. MYND/Róbert Á þessum árstíma er til siðs að rithöfundar kveðji sér hljóðs á ýmsum vettvangi og kynni verk sín enda er nú árleg vertíð hjá bókafólki. Vitað er af höfundum sem þeysast nú um fjallvegi landsins með skottin stútfull af jólabókum og bíða lesendur á landsbyggðinni án efa spenntir eftir nýjungunum. Nýlega fréttist af líflegum upplestri í Edinborgarhúsinu á Ísafirði þar sem úrval höfunda messaði bókmenntaboðskapnum yfir Vestfirðinga sem gerðu að honum góðan róm. Nú stendur svo til að kynna Austfirðingum brot af jólaútgáfunni en hin árlega „rithöfundalest“ brunar um landsfjórðunginn á næstu dögum. Lest þessi er skipulögð af Menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði, Kaupvangi á Vopnafirði og Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri. Þátttakendur að þessu sinni eru Einar Kárason sem lesa mun úr ferðasögunni Úti að aka, Eiríkur Guðmundsson sem kynnir skáldsögu sína Undir himninum, Halldór Guðmundsson kynnir ævisöguna Skáldalíf, Ingunn Snædal sem les úr verðlaunaljóðabókinni Guðlausir menn – hugleiðingar um jökulvatn og ást og Þórunn Valdimarsdóttir sem kynnir ævisögu sína um Matthías Jochumsson. Höfundarnir hefja lesturinn á Skriðuklaustri í kvöld kl. 20. Síðan liggur leiðin til Vopnafjarðar á morgun, föstudag, en endastöðin verður á Seyðisfirði á laugardagskvöld. Þess má geta að á laugardaginn verður aðventusýning Skaftfells opnuð en þar sýnir myndlistarmaðurinn Haraldur Jónsson verk sem bera yfirskriftina „Framköllun“. Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Á þessum árstíma er til siðs að rithöfundar kveðji sér hljóðs á ýmsum vettvangi og kynni verk sín enda er nú árleg vertíð hjá bókafólki. Vitað er af höfundum sem þeysast nú um fjallvegi landsins með skottin stútfull af jólabókum og bíða lesendur á landsbyggðinni án efa spenntir eftir nýjungunum. Nýlega fréttist af líflegum upplestri í Edinborgarhúsinu á Ísafirði þar sem úrval höfunda messaði bókmenntaboðskapnum yfir Vestfirðinga sem gerðu að honum góðan róm. Nú stendur svo til að kynna Austfirðingum brot af jólaútgáfunni en hin árlega „rithöfundalest“ brunar um landsfjórðunginn á næstu dögum. Lest þessi er skipulögð af Menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði, Kaupvangi á Vopnafirði og Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri. Þátttakendur að þessu sinni eru Einar Kárason sem lesa mun úr ferðasögunni Úti að aka, Eiríkur Guðmundsson sem kynnir skáldsögu sína Undir himninum, Halldór Guðmundsson kynnir ævisöguna Skáldalíf, Ingunn Snædal sem les úr verðlaunaljóðabókinni Guðlausir menn – hugleiðingar um jökulvatn og ást og Þórunn Valdimarsdóttir sem kynnir ævisögu sína um Matthías Jochumsson. Höfundarnir hefja lesturinn á Skriðuklaustri í kvöld kl. 20. Síðan liggur leiðin til Vopnafjarðar á morgun, föstudag, en endastöðin verður á Seyðisfirði á laugardagskvöld. Þess má geta að á laugardaginn verður aðventusýning Skaftfells opnuð en þar sýnir myndlistarmaðurinn Haraldur Jónsson verk sem bera yfirskriftina „Framköllun“.
Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira