Háhýsi í Laugarnesi 20. nóvember 2006 06:30 Norðan megin við Kleppsveginn er hugmyndin að byggja 124 þúsund fermetra háhýsabyggð. „Frá þessum húsum er frábært útsýni í norður til Esjunnar, til vesturs í átt að miðbæ Reykjavíkur, sem og í austur í átt að Mosfellsbæ,“ segja GP-arkitektar. MYND/Anton Til stendur að reisa fjórar sautján hæða íbúðablokkir við Laugarnesið í Reykjavík. Þar við hliðina og austur með Kleppsveginum er áætlað að byggja sex skrifstofuhús sem verða allt að fjórtán hæðir. Frumtillögur GP-arkitekta um þetta hafa verið til skoðunar í borgarkerfinu frá í haust. Samkvæmt þeim á að rífa vöruskemmurnar sem fyrir eru á svæðinu og byggja 84 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði og 40 þúsund fermetra af íbúðarhúsnæði „í háum gæðaflokki". Neðstu hæðir atvinnuhúsanna verða tengdar og á þar að vera ýmis þjónusta á borð við verslanir og veitingastaði. Brú yrði yfir Kleppsveginn fyrir fótgangandi. „Ef það gengur eftir að það komi göngubrú til að tengja Laugarneshverfið við þetta svæði þá bætir það mjög mikið alla þjónustu í hverfinu," segir Sigrún Hlín Sigurðardóttir, formaður húsfélagsins á Kleppsvegi 2-6 og Laugarnesvegar 116-118. Sigrún segir að háhýsabyggðin hafi enn ekki verið rædd á vettvangi húsfélagsins. Sjálf sér hún ýmsa kosti. „Ég held að flestir séu sammála um að það verði gott að losna við allt þetta verksmiðjufargan og fá frekar blandaða íbúða- og þjónustubyggð. Við mundum til dæmis losna við Hringrás sem hefur verið alger þyrnir í okkar augum frá því kviknaði þar í og við þurftum öll að flytja burtu í sólarhring," segir Sigrún. Að sögn GP-arkitekta verður leitast við að skerða útsýni núverandi íbúa sem minnst. Og Sigrún telur að ekki muni mikið útsýni tapast: „Þeir sem eru vestanmegin í mínum stigagangi og á númer 4 og númer 2 missa í rauninni ekkert af þessu fallega vesturútsýni af því að Laugarnestanginn verður alltaf friðaður. Húsin blokkera Esjuna þegar litið er til austurs en eins og þetta er sett upp þá sér maður á milli þessara turna." Sigrún hefur þó áhyggjur af umferðarmálunum og áhrifum háhýsanna á vindafar. Magnús Jónsson veðurstofustjóri hafi bent á að hærri hús tækju niður sterkan vind í alls kyns hvirflum. „Það eru ofboðslegir vind-strengir sem koma með Esjunni. Við húsið hjá okkur er stundum ekki stætt í stífri norðanátt." Lóðirnar og fasteignirnar á þeim eru í eigu Faxaflóahafna og félags í eigu Bygg hf. Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Til stendur að reisa fjórar sautján hæða íbúðablokkir við Laugarnesið í Reykjavík. Þar við hliðina og austur með Kleppsveginum er áætlað að byggja sex skrifstofuhús sem verða allt að fjórtán hæðir. Frumtillögur GP-arkitekta um þetta hafa verið til skoðunar í borgarkerfinu frá í haust. Samkvæmt þeim á að rífa vöruskemmurnar sem fyrir eru á svæðinu og byggja 84 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði og 40 þúsund fermetra af íbúðarhúsnæði „í háum gæðaflokki". Neðstu hæðir atvinnuhúsanna verða tengdar og á þar að vera ýmis þjónusta á borð við verslanir og veitingastaði. Brú yrði yfir Kleppsveginn fyrir fótgangandi. „Ef það gengur eftir að það komi göngubrú til að tengja Laugarneshverfið við þetta svæði þá bætir það mjög mikið alla þjónustu í hverfinu," segir Sigrún Hlín Sigurðardóttir, formaður húsfélagsins á Kleppsvegi 2-6 og Laugarnesvegar 116-118. Sigrún segir að háhýsabyggðin hafi enn ekki verið rædd á vettvangi húsfélagsins. Sjálf sér hún ýmsa kosti. „Ég held að flestir séu sammála um að það verði gott að losna við allt þetta verksmiðjufargan og fá frekar blandaða íbúða- og þjónustubyggð. Við mundum til dæmis losna við Hringrás sem hefur verið alger þyrnir í okkar augum frá því kviknaði þar í og við þurftum öll að flytja burtu í sólarhring," segir Sigrún. Að sögn GP-arkitekta verður leitast við að skerða útsýni núverandi íbúa sem minnst. Og Sigrún telur að ekki muni mikið útsýni tapast: „Þeir sem eru vestanmegin í mínum stigagangi og á númer 4 og númer 2 missa í rauninni ekkert af þessu fallega vesturútsýni af því að Laugarnestanginn verður alltaf friðaður. Húsin blokkera Esjuna þegar litið er til austurs en eins og þetta er sett upp þá sér maður á milli þessara turna." Sigrún hefur þó áhyggjur af umferðarmálunum og áhrifum háhýsanna á vindafar. Magnús Jónsson veðurstofustjóri hafi bent á að hærri hús tækju niður sterkan vind í alls kyns hvirflum. „Það eru ofboðslegir vind-strengir sem koma með Esjunni. Við húsið hjá okkur er stundum ekki stætt í stífri norðanátt." Lóðirnar og fasteignirnar á þeim eru í eigu Faxaflóahafna og félags í eigu Bygg hf.
Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira