Starfsmenn telja uppsagnir ólöglegar 19. nóvember 2006 08:45 Flugumferðarstjórar og aðrir starfsmenn Flugmálastjórnar telja að brotin hafi verið á sér lög. Stjórnvöld eru því ósammála. MYND/Heiða Margir starfsmenn Flugmálastjórnar telja að brotin hafi verið lög um réttindi starfsmanna við aðilaskipti fyrirtækja frá 2002 þegar þeim var sagt upp störfum vegna breytingar stofnunarinnar í opinbert hlutafélag. Flugmálastjóri segir að ákvörðun um uppsagnir hafi verið tekin sameiginlega af Flugmálastjórn og samgöngu- og fjármálaráðuneyti. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir að samkvæmt lögum um aðilaskipti sé einfaldlega bannað að segja starfsmönnum upp, þeir eigi að færast til nýja fyrirtækisins og við það séu starfsmenn mjög ósáttir. „Ástæðan fyrir uppsögninni er annaðhvort klúður hjá ríkinu eða verið er að rjúfa ráðningarsambandið til að Flugstoðir þurfi ekki að standa skil á þeim réttindum og skyldum sem eru skilgreind í ráðningarsamningum starfsmanna sem eru ekki lengur til staðar." Þorgeir Pálsson flugmálastjóri þekkir til þeirra efasemda að uppsagnirnar samrýmist lögum um aðilaskipti en segir það ekki túlkun stjórnvalda. „Yfir málið fóru nánast allir sem þekkja til þessara mála hjá okkur og ráðuneytunum og það var full samstaða um að rétt væri að standa að þessu með þessum hætti. Með uppsagnarbréfi var öllum boðið sama starf á sömu kjörum hjá Flugstoðum." Þorgeir segir einnig að ríkisstarfsmenn eigi biðlaunarétt og hann verði ekki virkur nema starf sé lagt niður eða starfsmanni sagt upp. „Þetta var því hugsað meðal annars til hagsbóta fyrir þá sem vildu nýta sér biðlaunarétt sinn." Loftur minnir á að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði þegar hann mælti fyrir frumvarpinu um stofnun Flugstoða ohf. að engum starfsmanni Flugmálastjórnar yrði sagt upp störfum og vitnaði þar í lögin um aðilaskipti. „Hann sagði líka í Sjónvarpinu í gær að eftir 1. janúar hafi flugumferðarstjórar ekki atvinnutækifæri hjá öðrum en Flugstoðum. Í Evrópu vantar á þriðja þúsund flugumferðarstjóra svo þeir sem vinna á Íslandi gætu fengið vinnu annars staðar á morgun. Ég þekki til flugumferðarstjóra sem fengið hafa störf í Noregi á næsta ári og að aðrir hyggjast nýta sér biðlaunarétt sinn og hætta um áramótin." Loftur segir marga kollega sína vilja vinna fyrir Flugstoðir en þeir muni ekki þiggja það eins og ölmusu. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson í gær vegna málsins. Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Margir starfsmenn Flugmálastjórnar telja að brotin hafi verið lög um réttindi starfsmanna við aðilaskipti fyrirtækja frá 2002 þegar þeim var sagt upp störfum vegna breytingar stofnunarinnar í opinbert hlutafélag. Flugmálastjóri segir að ákvörðun um uppsagnir hafi verið tekin sameiginlega af Flugmálastjórn og samgöngu- og fjármálaráðuneyti. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir að samkvæmt lögum um aðilaskipti sé einfaldlega bannað að segja starfsmönnum upp, þeir eigi að færast til nýja fyrirtækisins og við það séu starfsmenn mjög ósáttir. „Ástæðan fyrir uppsögninni er annaðhvort klúður hjá ríkinu eða verið er að rjúfa ráðningarsambandið til að Flugstoðir þurfi ekki að standa skil á þeim réttindum og skyldum sem eru skilgreind í ráðningarsamningum starfsmanna sem eru ekki lengur til staðar." Þorgeir Pálsson flugmálastjóri þekkir til þeirra efasemda að uppsagnirnar samrýmist lögum um aðilaskipti en segir það ekki túlkun stjórnvalda. „Yfir málið fóru nánast allir sem þekkja til þessara mála hjá okkur og ráðuneytunum og það var full samstaða um að rétt væri að standa að þessu með þessum hætti. Með uppsagnarbréfi var öllum boðið sama starf á sömu kjörum hjá Flugstoðum." Þorgeir segir einnig að ríkisstarfsmenn eigi biðlaunarétt og hann verði ekki virkur nema starf sé lagt niður eða starfsmanni sagt upp. „Þetta var því hugsað meðal annars til hagsbóta fyrir þá sem vildu nýta sér biðlaunarétt sinn." Loftur minnir á að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði þegar hann mælti fyrir frumvarpinu um stofnun Flugstoða ohf. að engum starfsmanni Flugmálastjórnar yrði sagt upp störfum og vitnaði þar í lögin um aðilaskipti. „Hann sagði líka í Sjónvarpinu í gær að eftir 1. janúar hafi flugumferðarstjórar ekki atvinnutækifæri hjá öðrum en Flugstoðum. Í Evrópu vantar á þriðja þúsund flugumferðarstjóra svo þeir sem vinna á Íslandi gætu fengið vinnu annars staðar á morgun. Ég þekki til flugumferðarstjóra sem fengið hafa störf í Noregi á næsta ári og að aðrir hyggjast nýta sér biðlaunarétt sinn og hætta um áramótin." Loftur segir marga kollega sína vilja vinna fyrir Flugstoðir en þeir muni ekki þiggja það eins og ölmusu. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson í gær vegna málsins.
Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira