Klofningi spáð í Framsókn 19. nóvember 2006 08:00 „Ég tel ekki sjálfgefið að Kristinn taki sæti á listanum“, segir Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um úrslit prófkjörs Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Birgi þykir einnig sýnt að klofningur sé hjá flokknum í kjördæminu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er sigurvegari prófkjörsins en Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu, hafnaði í þriðja sætið. Herdís Sæmundardóttir varaþingmaður hlaut annað sætið eins og hún stefndi að. „Þó að Kristinn H. Gunnarsson detti út þá fær hann samt það stóran hluta atkvæða að ekki er hægt að túlka úrslitin öðruvísi en að flokkurinn sé klofinn. Kristinn stendur fyrir gagnrýnin sjónarmið á stefnu flokksins og komið er upp ákveðið vandamál hjá flokknum í kjördæminu“, segir Birgir. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir Kristin hafa verið fulltrúa hins almenna flokksmanns sem hefur ekki verið hrifinn af stefnu flokksforystunnar og það komi á óvart að hann njóti ekki meira fylgis. „Ég er líka sannfærður um að flokksforystunni er létt, því Kristinn hefur verið þingflokknum mjög erfiður. Það þarf heldur ekki að koma á óvart að tekist sé á í prófkjörinu.“ Um þýðingu úrslitana fyrir alþingiskosningarnar í vor segir Baldur: „Vestfirðingar eru þekktir fyrir að fara í sérframboð ef þeim líkar ekki val á lista. Það er óvíst hvort Kristinn kæmist inn á þing en það gæti stórskaðað flokkinn í kjördæminu ef hann færi í sérframboð.“ Birgir Guðmundsson segir kunna að vera að aðrir frambjóðendur í prófkjörinu hafi sammælst gegn Kristni. „Flokkurinn þarf að finna leið til að friða þennan arm sem stendur með Kristni, það er nauðsynlegt til að halda fylginu í kjördæminu.“ Birgir segir blikur á lofti. „Ég held að þetta eigi eftir að spilla fyrir flokknum og þetta kemur á erfiðum tíma.“ Innlent Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
„Ég tel ekki sjálfgefið að Kristinn taki sæti á listanum“, segir Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um úrslit prófkjörs Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Birgi þykir einnig sýnt að klofningur sé hjá flokknum í kjördæminu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er sigurvegari prófkjörsins en Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu, hafnaði í þriðja sætið. Herdís Sæmundardóttir varaþingmaður hlaut annað sætið eins og hún stefndi að. „Þó að Kristinn H. Gunnarsson detti út þá fær hann samt það stóran hluta atkvæða að ekki er hægt að túlka úrslitin öðruvísi en að flokkurinn sé klofinn. Kristinn stendur fyrir gagnrýnin sjónarmið á stefnu flokksins og komið er upp ákveðið vandamál hjá flokknum í kjördæminu“, segir Birgir. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir Kristin hafa verið fulltrúa hins almenna flokksmanns sem hefur ekki verið hrifinn af stefnu flokksforystunnar og það komi á óvart að hann njóti ekki meira fylgis. „Ég er líka sannfærður um að flokksforystunni er létt, því Kristinn hefur verið þingflokknum mjög erfiður. Það þarf heldur ekki að koma á óvart að tekist sé á í prófkjörinu.“ Um þýðingu úrslitana fyrir alþingiskosningarnar í vor segir Baldur: „Vestfirðingar eru þekktir fyrir að fara í sérframboð ef þeim líkar ekki val á lista. Það er óvíst hvort Kristinn kæmist inn á þing en það gæti stórskaðað flokkinn í kjördæminu ef hann færi í sérframboð.“ Birgir Guðmundsson segir kunna að vera að aðrir frambjóðendur í prófkjörinu hafi sammælst gegn Kristni. „Flokkurinn þarf að finna leið til að friða þennan arm sem stendur með Kristni, það er nauðsynlegt til að halda fylginu í kjördæminu.“ Birgir segir blikur á lofti. „Ég held að þetta eigi eftir að spilla fyrir flokknum og þetta kemur á erfiðum tíma.“
Innlent Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira