Höfða mál gegn olíufélögunum 18. nóvember 2006 09:15 Vestmannaeyjabær hefur ákveðið að höfða mál á hendur olíufélögunum vegna ólöglegs verðsamráðs félaganna á árunum 1993 til og með 2001. Þetta staðfesti Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, við Fréttablaðið. Krafa bæjarins nemur tæplega 29 milljónum króna og byggist á því að olíufélögin hafi „staðið fyrir samstilltum aðgerðum við gerð tilboða vegna útboðs Vestmannaeyjabæjar hinn 14. apríl 1997 vegna eldsneytiskaupa Bæjarveitna, Áhaldahúss og Hafnarsjóðs bæjarins“, eins og orðrétt segir í kröfubréfinu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Elliði segir olíufélögin hafa hafnað kröfum Vestmannaeyjabæjar og því hafi verið ákveðið að fara með málið fyrir dóm. Er í kröfubréfinu meðal annars vitnað til fundargerðar framkvæmdastjórnar Olíufélagsins frá 22. apríl 1997. Þar segir að framkvæmdastjóri markaðssviðs, sem þá var Þórólfur Árnason, hafi rætt „þetta útboð við fulltrúa Olís og Skeljungs“. Í fundargerðinni segir einnig að Þórólfur hafi sagt „frá útboði Vestmannaeyjabæjar og að olíufélögin ættu erfitt með að gefa afslátt frá listaverðum vegna þess fordæmis sem því fylgdi“. Í tölvupósti sem Jón Halldórsson, þáverandi framkvæmdastjóri markaðssviðs stórnotenda hjá Olís, sendi til Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, 12. febrúar árið 2000, segir að í apríl 1997 hafi Vestmannaeyjabær sóst eftir „tilboðum í allan sinn rekstur. Tilboð komu á listaverði frá öllum aðilum þannig að ljóst var að hver héldi sínu“. Aðalmeðferð fór fram í máli Sigurðar Hreinssonar, trésmiðs frá Húsavík, gegn Keri, sem áður var Olíufélagið, á fimmtudag. Að sögn Steinars Guðgeirssonar hæstaréttarlögmanns, sem flytur mál Sigurðar og Vestmannaeyjabæjar, gæti niðurstaðan í málinu orðið fordæmisgefandi fyrir fleiri mál. Hátt í 200 einstaklingar hafa lýst yfir áhuga á því að fara í mál við olíufélögin í gegnum neytendasamtökin. „Þetta mál gæti orðið fordæmisgefandi fyrir önnur sambærileg mál sem hugsanlega kæmu í kjölfarið, verði olíufélögin dæmd til skaðabóta. Grunnurinn að málinu byggist á því að ólöglegt samráð leiði til yfirverðs og að ávinningurinn af átta ára verðsamráði sé ótvíræður. Þetta litla mál gæti því velt þungu hlassi verði niðurstaðan sú að olíufélögin verði dæmd til greiðslu skaðabóta,“ segir Steinar. Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Vestmannaeyjabær hefur ákveðið að höfða mál á hendur olíufélögunum vegna ólöglegs verðsamráðs félaganna á árunum 1993 til og með 2001. Þetta staðfesti Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, við Fréttablaðið. Krafa bæjarins nemur tæplega 29 milljónum króna og byggist á því að olíufélögin hafi „staðið fyrir samstilltum aðgerðum við gerð tilboða vegna útboðs Vestmannaeyjabæjar hinn 14. apríl 1997 vegna eldsneytiskaupa Bæjarveitna, Áhaldahúss og Hafnarsjóðs bæjarins“, eins og orðrétt segir í kröfubréfinu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Elliði segir olíufélögin hafa hafnað kröfum Vestmannaeyjabæjar og því hafi verið ákveðið að fara með málið fyrir dóm. Er í kröfubréfinu meðal annars vitnað til fundargerðar framkvæmdastjórnar Olíufélagsins frá 22. apríl 1997. Þar segir að framkvæmdastjóri markaðssviðs, sem þá var Þórólfur Árnason, hafi rætt „þetta útboð við fulltrúa Olís og Skeljungs“. Í fundargerðinni segir einnig að Þórólfur hafi sagt „frá útboði Vestmannaeyjabæjar og að olíufélögin ættu erfitt með að gefa afslátt frá listaverðum vegna þess fordæmis sem því fylgdi“. Í tölvupósti sem Jón Halldórsson, þáverandi framkvæmdastjóri markaðssviðs stórnotenda hjá Olís, sendi til Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, 12. febrúar árið 2000, segir að í apríl 1997 hafi Vestmannaeyjabær sóst eftir „tilboðum í allan sinn rekstur. Tilboð komu á listaverði frá öllum aðilum þannig að ljóst var að hver héldi sínu“. Aðalmeðferð fór fram í máli Sigurðar Hreinssonar, trésmiðs frá Húsavík, gegn Keri, sem áður var Olíufélagið, á fimmtudag. Að sögn Steinars Guðgeirssonar hæstaréttarlögmanns, sem flytur mál Sigurðar og Vestmannaeyjabæjar, gæti niðurstaðan í málinu orðið fordæmisgefandi fyrir fleiri mál. Hátt í 200 einstaklingar hafa lýst yfir áhuga á því að fara í mál við olíufélögin í gegnum neytendasamtökin. „Þetta mál gæti orðið fordæmisgefandi fyrir önnur sambærileg mál sem hugsanlega kæmu í kjölfarið, verði olíufélögin dæmd til skaðabóta. Grunnurinn að málinu byggist á því að ólöglegt samráð leiði til yfirverðs og að ávinningurinn af átta ára verðsamráði sé ótvíræður. Þetta litla mál gæti því velt þungu hlassi verði niðurstaðan sú að olíufélögin verði dæmd til greiðslu skaðabóta,“ segir Steinar.
Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira