Sex af sjö í Sjálfstæðisflokki 18. nóvember 2006 07:15 Tveir af þremur bæjarfulltrúum Vestmannaeyjalistans eru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn, sem er einn í meirihluta í bæjarstjórninni með fjóra af sjö bæjarfulltrúum. Sex af sjö bæjarfulltrúum í Vestmannaeyjum eru því skráðir í Sjálfstæðisflokkinn þótt flokkurinn hafi ekki nema fjóra fulltrúa í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Vestmannaeyjalistinn buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor en að sögn bæjarfulltrúa Vestmannaeyjalistans er ekki um að ræða sameiginlegt framboð margra stjórnmálaflokka, þótt Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin - grænt framboð hafi ekki boðið sérstaklega fram í kosningunum. Hjörtur Kristjánsson og Páll Scheving Ingvarsson, sem sitja í bæjarstjórn Vestmannaeyja fyrir hönd Vestmannaeyjalistans, staðfestu við Fréttablaðið í gær að þeir væru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn. „Ég hef ekki enn þá verið skráður úr flokknum. Ég tók þátt í prófkjörinu fyrir skömmu til þess að veita góðum mönnum brautargengi,“ sagði Páll Scheving. Hjörtur sagðist sömuleiðis vera skráður í flokkinn. „Ég er búinn að vera skráður í flokkinn að ég held síðan ég var unglingur, eftir að ég kaus í einhverju prófkjöri. Það hefur gengið afar erfiðlega að fá sig lausan úr flokknum. En það hlýtur að koma að því.“ Í bæjarstjórn Vestmannaeyja sitja Elliði Vignisson, sem jafnframt er bæjarstjóri, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson og Gunnlaugur Grettisson fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Fyrir hönd Vestmannaeyjalistans situr, auk Hjartar og Páls, Kristín Jóhannsdóttir. Í 34. grein skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins kemur fram að „gegni maður trúnaðarstörfum fyrir annan stjórnmálaflokk geti maður ekki verið félagi í sjálfstæðisfélagi“. Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Tveir af þremur bæjarfulltrúum Vestmannaeyjalistans eru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn, sem er einn í meirihluta í bæjarstjórninni með fjóra af sjö bæjarfulltrúum. Sex af sjö bæjarfulltrúum í Vestmannaeyjum eru því skráðir í Sjálfstæðisflokkinn þótt flokkurinn hafi ekki nema fjóra fulltrúa í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Vestmannaeyjalistinn buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor en að sögn bæjarfulltrúa Vestmannaeyjalistans er ekki um að ræða sameiginlegt framboð margra stjórnmálaflokka, þótt Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin - grænt framboð hafi ekki boðið sérstaklega fram í kosningunum. Hjörtur Kristjánsson og Páll Scheving Ingvarsson, sem sitja í bæjarstjórn Vestmannaeyja fyrir hönd Vestmannaeyjalistans, staðfestu við Fréttablaðið í gær að þeir væru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn. „Ég hef ekki enn þá verið skráður úr flokknum. Ég tók þátt í prófkjörinu fyrir skömmu til þess að veita góðum mönnum brautargengi,“ sagði Páll Scheving. Hjörtur sagðist sömuleiðis vera skráður í flokkinn. „Ég er búinn að vera skráður í flokkinn að ég held síðan ég var unglingur, eftir að ég kaus í einhverju prófkjöri. Það hefur gengið afar erfiðlega að fá sig lausan úr flokknum. En það hlýtur að koma að því.“ Í bæjarstjórn Vestmannaeyja sitja Elliði Vignisson, sem jafnframt er bæjarstjóri, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson og Gunnlaugur Grettisson fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Fyrir hönd Vestmannaeyjalistans situr, auk Hjartar og Páls, Kristín Jóhannsdóttir. Í 34. grein skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins kemur fram að „gegni maður trúnaðarstörfum fyrir annan stjórnmálaflokk geti maður ekki verið félagi í sjálfstæðisfélagi“.
Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira