Kynna hefði átt yfirlýsingu í borgarráði 17. nóvember 2006 02:00 Ráðhús Reykjavíkur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að það hafi þótt nauðsynlegt að tengja saman uppbyggingu á þjónustu fyrir aldraða og byggingu menningarmiðstöðvar í Spönginni í Grafarvogi þegar viljayfirlýsing var gerð við hjúkrunarheimilið Eir. Samkvæmt samþykkt í borgarráði átti upphaflega að fela Eiri uppbyggingu 1.100 fermetra þjónustumiðstöðvar og þjónustuíbúða, en 4.000 fermetra menningarmiðstöð var bætt við í texta viljayfirlýsingarinnar í undirbúningi, án umfjöllunar í borgarráði. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, sagði í viðtali við Fréttablaðið 8. nóvember að mistök hefðu verið gerð í orðalagi þegar viljayfirlýsingin var undirbúin. Borgarstjóri skilur orð hans svo að kynna hefði átt viljayfirlýsinguna í borgarráði áður en hún var undirrituð. Vilhjálmur segir ljóst að framkvæmdin öll fari í útboð og lægsta tilboði verði tekið. „Ég skil ekki þessa umræðu og minnihlutinn ætti frekar að fagna því að loksins eftir tólf ár er verið að byggja öryggis- og þjónustuíbúðir fyrir aldraða, því að á tólf ára valdatíma byggðu þeir ekki eina einustu. Það er gífurleg þörf og margir á biðlista og ég fullvissa alla um að það verður farið eftir öllum gildandi lögum og reglum." Um skýringar Björns Inga segir Vilhjálmur að það sé sinn skilningur á orðum hans að gerð hafi verið mistök að kynna ekki innihald viljayfirlýsingarinnar í borgarráði hvað menningarmiðstöðina varðar, áður en hún var undirrituð. „Það kunna að hafa verið mistök að hafa ekki kynnt borgarráði að farið yrði í viðræður við Eir á þessum forsendum. En borgarráð hefur síðasta orðið í málinu og borgin er ekki búin að binda sig á neinn hátt og Eir ekki heldur." Borgarstjóri minnir einnig á að það sé álit allra sem komið hafa að málinu að mun hagkvæmara sé að einn aðili komi að verkinu og það sé öllum til hagsbóta. Björn Ingi Hrafnsson segir það óheppilegt að texti viljayfirlýsingarinnar var annar en í bókun borgarráðs. „Ég ítreka það sem ég hef sagt, að þetta eru ekki alvarlegri mistök en svo, að viðræður eru í gangi og engin ákvörðun hefur verið tekin. Allt hefur verið kannað í tilliti til laga og reglna og borgarráð mun eiga síðasta orðið. Borgin er aðili að Eiri og kýs í fulltrúaráð og stjórn svo þetta er allt gert fyrir opnum tjöldum." Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að það hafi þótt nauðsynlegt að tengja saman uppbyggingu á þjónustu fyrir aldraða og byggingu menningarmiðstöðvar í Spönginni í Grafarvogi þegar viljayfirlýsing var gerð við hjúkrunarheimilið Eir. Samkvæmt samþykkt í borgarráði átti upphaflega að fela Eiri uppbyggingu 1.100 fermetra þjónustumiðstöðvar og þjónustuíbúða, en 4.000 fermetra menningarmiðstöð var bætt við í texta viljayfirlýsingarinnar í undirbúningi, án umfjöllunar í borgarráði. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, sagði í viðtali við Fréttablaðið 8. nóvember að mistök hefðu verið gerð í orðalagi þegar viljayfirlýsingin var undirbúin. Borgarstjóri skilur orð hans svo að kynna hefði átt viljayfirlýsinguna í borgarráði áður en hún var undirrituð. Vilhjálmur segir ljóst að framkvæmdin öll fari í útboð og lægsta tilboði verði tekið. „Ég skil ekki þessa umræðu og minnihlutinn ætti frekar að fagna því að loksins eftir tólf ár er verið að byggja öryggis- og þjónustuíbúðir fyrir aldraða, því að á tólf ára valdatíma byggðu þeir ekki eina einustu. Það er gífurleg þörf og margir á biðlista og ég fullvissa alla um að það verður farið eftir öllum gildandi lögum og reglum." Um skýringar Björns Inga segir Vilhjálmur að það sé sinn skilningur á orðum hans að gerð hafi verið mistök að kynna ekki innihald viljayfirlýsingarinnar í borgarráði hvað menningarmiðstöðina varðar, áður en hún var undirrituð. „Það kunna að hafa verið mistök að hafa ekki kynnt borgarráði að farið yrði í viðræður við Eir á þessum forsendum. En borgarráð hefur síðasta orðið í málinu og borgin er ekki búin að binda sig á neinn hátt og Eir ekki heldur." Borgarstjóri minnir einnig á að það sé álit allra sem komið hafa að málinu að mun hagkvæmara sé að einn aðili komi að verkinu og það sé öllum til hagsbóta. Björn Ingi Hrafnsson segir það óheppilegt að texti viljayfirlýsingarinnar var annar en í bókun borgarráðs. „Ég ítreka það sem ég hef sagt, að þetta eru ekki alvarlegri mistök en svo, að viðræður eru í gangi og engin ákvörðun hefur verið tekin. Allt hefur verið kannað í tilliti til laga og reglna og borgarráð mun eiga síðasta orðið. Borgin er aðili að Eiri og kýs í fulltrúaráð og stjórn svo þetta er allt gert fyrir opnum tjöldum."
Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira