Rektor kærður til siðanefndar skólans 16. nóvember 2006 03:00 Runólfur Ágústsson, rektor háskólans á Bifröst, er borinn þungum sökum og sakaður um síendurtekin embættisafglöp í kæru núverandi og fyrrverandi starfsmanna skólans sem lögð hefur verið fram til siðanefndar skólans og háskólastjórnar. Rektor boðaði til fundar nemenda og starfsmanna Háskólans á Bifröst í gærdag vegna kærunnar. Í skýrslu sem fylgdi kærunni er rektor gefið að sök að hafa átt í ástarsambandi við nemanda sem sat á sama tíma sem fulltrúi nemenda í háskólaráði, tekið þátt í veðmáli við nemanda upp á háar fjárhæðir og sagður hafa margsinnis sveigt reglur sem hann hafi sett öðrum nemendum og starfsfólki sér í vil. Fundurinn var boðaður með fjöldapóstsendingu frá Runólfi sjálfum. Sem viðhengi við þeirri sendingu fylgdu málsskjöl kærunnar auk skýrslunnar sem þó var merkt sem „trúnaðarmál“. Á fundinum svaraði Runólfur ásökunum á hendur sér án andmæla og undir lok hans var síðan boðað til atkvæðagreiðslu um það hvort fundarmenn vildu hafa rektor áfram í starfi eður ei. Niðurstaða þeirrar kosningar varð sú að 70 prósent þeirra sem greiddu atkvæði vildu hafa Runólf áfram í starfi. Þó ber að geta þess að einungis 218 af tæplega 600 nemendum og starfsmönnum greiddu atkvæði. Margir starfsmenn skólans höfðu þá gengið á dyr. Siðanefnd Háskólans á Bifröst hefur enn ekki fjallað um kærurnar á hendur Runólfi. Bryndís Ósk Jónsdóttir, formaður nemendafélags háskólans, segir stjórn skólafélagsins telja að siðanefndin hefði klárlega verið réttur vettvangur fyrir afgreiðslu málsins, ekki sá fundur sem haldinn var í gær. „Þarna var útdeilt ómerktum seðlum af handahófi og við vitum ekki neitt um það hversu margir tóku við þeim. Svo átti fólk bara að svara neitandi eða játandi. En málið er komið til siðanefndar sem mun koma saman og taka málið fyrir. Enda er þetta trúnaðarmál og átti aldrei að fara neitt lengra en þangað.“ Bryndís telur ekki að fundurinn eigi eftir að leysa nein af þeim vandamálum sem uppi eru á háskólasvæðinu. „Það er mjög lítið gagn í fundi eins og þessum. Þetta eru óviðunandi vinnubrögð og ekki hægt að byggja neitt á þessu.“ Runólfur Ágústsson vildi ekki tjá sig við fjölmiðla í gær. Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Runólfur Ágústsson, rektor háskólans á Bifröst, er borinn þungum sökum og sakaður um síendurtekin embættisafglöp í kæru núverandi og fyrrverandi starfsmanna skólans sem lögð hefur verið fram til siðanefndar skólans og háskólastjórnar. Rektor boðaði til fundar nemenda og starfsmanna Háskólans á Bifröst í gærdag vegna kærunnar. Í skýrslu sem fylgdi kærunni er rektor gefið að sök að hafa átt í ástarsambandi við nemanda sem sat á sama tíma sem fulltrúi nemenda í háskólaráði, tekið þátt í veðmáli við nemanda upp á háar fjárhæðir og sagður hafa margsinnis sveigt reglur sem hann hafi sett öðrum nemendum og starfsfólki sér í vil. Fundurinn var boðaður með fjöldapóstsendingu frá Runólfi sjálfum. Sem viðhengi við þeirri sendingu fylgdu málsskjöl kærunnar auk skýrslunnar sem þó var merkt sem „trúnaðarmál“. Á fundinum svaraði Runólfur ásökunum á hendur sér án andmæla og undir lok hans var síðan boðað til atkvæðagreiðslu um það hvort fundarmenn vildu hafa rektor áfram í starfi eður ei. Niðurstaða þeirrar kosningar varð sú að 70 prósent þeirra sem greiddu atkvæði vildu hafa Runólf áfram í starfi. Þó ber að geta þess að einungis 218 af tæplega 600 nemendum og starfsmönnum greiddu atkvæði. Margir starfsmenn skólans höfðu þá gengið á dyr. Siðanefnd Háskólans á Bifröst hefur enn ekki fjallað um kærurnar á hendur Runólfi. Bryndís Ósk Jónsdóttir, formaður nemendafélags háskólans, segir stjórn skólafélagsins telja að siðanefndin hefði klárlega verið réttur vettvangur fyrir afgreiðslu málsins, ekki sá fundur sem haldinn var í gær. „Þarna var útdeilt ómerktum seðlum af handahófi og við vitum ekki neitt um það hversu margir tóku við þeim. Svo átti fólk bara að svara neitandi eða játandi. En málið er komið til siðanefndar sem mun koma saman og taka málið fyrir. Enda er þetta trúnaðarmál og átti aldrei að fara neitt lengra en þangað.“ Bryndís telur ekki að fundurinn eigi eftir að leysa nein af þeim vandamálum sem uppi eru á háskólasvæðinu. „Það er mjög lítið gagn í fundi eins og þessum. Þetta eru óviðunandi vinnubrögð og ekki hægt að byggja neitt á þessu.“ Runólfur Ágústsson vildi ekki tjá sig við fjölmiðla í gær.
Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira