Góð reynsla af einkarekinni öryggisleit 16. nóvember 2006 06:30 LEIFSSTÖÐ Lögð er áhersla á að gæði öryggisleitarinnar verði sem mest og jafnframt að orðið sé við kröfum sem gerðar eru um hana á sem hagkvæmastan hátt. Góð reynsla er af einkarekinni öryggisleit í Leifsstöð, að sögn Stefáns Thordersen, yfirmanns öryggissviðs Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. Um áramót rennur út sex mánaða reynslutímabil einkarekinnar öryggisleitar í flugstöðinni. Framkvæmdin er unnin undir eftirliti og stjórn öryggissviðs Flugmálastjórnar, en er á ábyrgð flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli. Flugmálastjórn ákvað í júlí að ganga til samstarfs við Securitas og Öryggismiðstöð Íslands við útvegun starfsmanna í skimun á komu- og skiptifarþegum þegar ljóst var að ekki tækist að ráða í allar stöður eftir hefðbundnum leiðum. Um 40 manns vinna nú við öryggisleit á vegum fyrirtækjanna í Leifsstöð. „Þetta fyrirkomulag hefur reynst afskaplega vel,“ segir Stefán. „Innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir hafa ítrekað tekið þetta út og það hefur verið algjörlega án athugasemda. Auk þess hefur þetta reynst mjög hagkvæmt fjárhagslega.“ Stefán segir að þetta fyrirkomulag hafi verið við lýði í nágrannalöndunum, þannig að það sé ekki nýtt af nálinni. Hins vegar hafi tilkoma þess 4. júlí haft talsverðar breytingar í för með sér í Leifsstöð. Fyrir þann tíma hafi upprunaleit verið á hendi öryggisvarða frá sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli og þá hafi hún verið einskorðuð við flugstöðvarbygginguna. „Vegna kröfu frá Evrópubandalaginu þurfa allir farþegar utan þess, til að mynda farþegar frá Bandaríkjunum, Tyrklandi, Kúbu, Búlgaríu og fleiri löndum nú að sæta leit við komuna til landsins. Flugvöllurinn fékk á sig áminningu frá Eftirlitsstofnun EFTA meðan ekki var farið að þeim kröfum, sem hafði í för með sér að farþegar frá Leifsstöð til Evrópubandalagslanda urðu að sæta leit áður en þeir fóru inn og blönduðust öðrum farþegum. Þessu var aflétt eftir að núverandi framkvæmd öryggisleitar var tekin út af Eftirlitsstofnun EFTA. Í þessu tilliti er horft til þess að gæðin verði sem mest og jafnframt að orðið sé við kröfum um öyggisleitina á sem hagkvæmastan hátt,“ bætir Stefán við. „Eigi flugvöllurinn að vera samkeppnisfær og álögur sem minnstar á farþega þarf ávallt að leita leiða til þess að framkvæmdin sé af sem mestri ráðdeildarsemi.“ Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Góð reynsla er af einkarekinni öryggisleit í Leifsstöð, að sögn Stefáns Thordersen, yfirmanns öryggissviðs Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. Um áramót rennur út sex mánaða reynslutímabil einkarekinnar öryggisleitar í flugstöðinni. Framkvæmdin er unnin undir eftirliti og stjórn öryggissviðs Flugmálastjórnar, en er á ábyrgð flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli. Flugmálastjórn ákvað í júlí að ganga til samstarfs við Securitas og Öryggismiðstöð Íslands við útvegun starfsmanna í skimun á komu- og skiptifarþegum þegar ljóst var að ekki tækist að ráða í allar stöður eftir hefðbundnum leiðum. Um 40 manns vinna nú við öryggisleit á vegum fyrirtækjanna í Leifsstöð. „Þetta fyrirkomulag hefur reynst afskaplega vel,“ segir Stefán. „Innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir hafa ítrekað tekið þetta út og það hefur verið algjörlega án athugasemda. Auk þess hefur þetta reynst mjög hagkvæmt fjárhagslega.“ Stefán segir að þetta fyrirkomulag hafi verið við lýði í nágrannalöndunum, þannig að það sé ekki nýtt af nálinni. Hins vegar hafi tilkoma þess 4. júlí haft talsverðar breytingar í för með sér í Leifsstöð. Fyrir þann tíma hafi upprunaleit verið á hendi öryggisvarða frá sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli og þá hafi hún verið einskorðuð við flugstöðvarbygginguna. „Vegna kröfu frá Evrópubandalaginu þurfa allir farþegar utan þess, til að mynda farþegar frá Bandaríkjunum, Tyrklandi, Kúbu, Búlgaríu og fleiri löndum nú að sæta leit við komuna til landsins. Flugvöllurinn fékk á sig áminningu frá Eftirlitsstofnun EFTA meðan ekki var farið að þeim kröfum, sem hafði í för með sér að farþegar frá Leifsstöð til Evrópubandalagslanda urðu að sæta leit áður en þeir fóru inn og blönduðust öðrum farþegum. Þessu var aflétt eftir að núverandi framkvæmd öryggisleitar var tekin út af Eftirlitsstofnun EFTA. Í þessu tilliti er horft til þess að gæðin verði sem mest og jafnframt að orðið sé við kröfum um öyggisleitina á sem hagkvæmastan hátt,“ bætir Stefán við. „Eigi flugvöllurinn að vera samkeppnisfær og álögur sem minnstar á farþega þarf ávallt að leita leiða til þess að framkvæmdin sé af sem mestri ráðdeildarsemi.“
Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira