Skugginn leikur laus 16. nóvember 2006 14:45 Skuggaleikur Sýningin er afar litrík í búningum eins og jafnan er með höfundarverk Messíönu Tómasdóttur. Frá vinstri Sverrir Guðjónsson, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson og Ásgerður Júníusdóttir. Ljósmynd Salbjörg Jónsdóttir/Íslenska óperan Stjórn Íslensku óperunnar varð á síðasta ári fyrir nokkurri gagnrýni vegna þess að hún sinnti ekki frumsköpun í óperusmíði. Þá hafði Óperan stofnað Óperustúdíó til að þróa ný verk. Nú svarar hún kallinu betur: í lok vikunnar verður frumsýnt nýtt íslenskt óperuverk í samstarfi við leikfyrirtæki Messíönu Tómasdóttur, leikmynda- og búningahöfund. Óperan heitir Skuggaleikur, tónlistin eftir Karólínu Eiríksdóttur og textinn eftir Sjón. Hún byggist á sögunni Skugganum eftir H. C. Andersen sem er dæmisaga: skáld felur skugga sínum að finna skáldgyðju sína. Honum til skelfingar hverfur skugginn. Löngu seinna vitjar skugginn skáldsins aftur og er þá orðinn að manni án skugga og það sem verra er án siðferðiskenndar. Skugginn nær valdi yfir skáldinu og þeir skipta um hlutverk, skugginn verður maðurinn og skáldið verður skugginn. Þegar blekkingarnar loks ganga fram af skáldinu vill hann leiða sannleikann í ljós, en það er of seint og hann geldur fyrir með lífi sínu. Þessi dæmisaga er eitt af fáum ævintýrum sem H. C. Andersen skrifaði fyrir fullorðna. Sagan er margræð, vekur upp siðferðilegar spurningar og á ekki síður erindi í nútímanum en þegar hún var skrifuð. Óperan er bönnuð börnum yngri en 12 ára. Karólína lýsir aðkomu sinni að texta Sjóns og sögunni svo: „Skáldið er í rauninni eini maðurinn í verkinu, hinir karakterarnir eru eiginlega ekki af þessum heimi og frekar táknmyndir fyrir ýmsa eiginleika. Skáldið er breyskur maður, sem gerir sér leik að því að stríða skugganum og gera lítið úr honum, en það kemur honum í koll síðar. Hann er líka að leita að fegurðinni og sannleikanum, en er jafnframt hégómlegur og þráir frægð og frama. Skáldgyðjan er tákn fegurðarinnar og sannleikans sem skáldið er að leita að, en hann kemst aldrei til hennar, brestur kjark þegar á reynir og sendir skuggann sinn í staðinn. Skugginn er skuggi skáldsins, eins konar tákn fyrir skuggahliðar hans, en Skugginn nær yfirhöndinni og tortímir skáldinu og skáldgyðjunni með hjálp prinsessunnar, en hún er slóttug og hefur komist áfram í heiminum með svikum eins og Skugginn. Hún er því eins konar skuggapersóna líka. Þessar ólíku persónur eru túlkaðar með ólíkri tónlist, hver þeirra hefur sín sérkenni.“ Einsöngvarar í sýningunni eru Eyjólfur Eyjólfsson, tenór, sem syngur hlutverk Skáldsins, Sverrir Guðjónsson, kontratenór, sem syngur hlutverk Skuggans. Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, syngur hlutverk Skáldgyðjunnar, og Ásgerður Júníusdóttir, mezzósópran, syngur hlutverk Prinsessunnar. Hljómsveitin samanstendur af sex hljóðfæraleikurum og hljómsveitarstjóri er Guðni Franzson. Leikstjóri sýningarinnar er Messíana Tómasdóttir, en hún hannar einnig búninga, sviðsmynd og brúður sem spila stórt hlutverk í sýningunni. Danshöfundur er Ástrós Gunnarsdóttir og ljósahönnuður er gamall samverkamaður Messíönu, David Walters. Aðeins eru þrjár sýningar fyrirhugaðar á verkinu næstu laugardaga en frumsýningin er núna á laugardaginn 18. Menning Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Stjórn Íslensku óperunnar varð á síðasta ári fyrir nokkurri gagnrýni vegna þess að hún sinnti ekki frumsköpun í óperusmíði. Þá hafði Óperan stofnað Óperustúdíó til að þróa ný verk. Nú svarar hún kallinu betur: í lok vikunnar verður frumsýnt nýtt íslenskt óperuverk í samstarfi við leikfyrirtæki Messíönu Tómasdóttur, leikmynda- og búningahöfund. Óperan heitir Skuggaleikur, tónlistin eftir Karólínu Eiríksdóttur og textinn eftir Sjón. Hún byggist á sögunni Skugganum eftir H. C. Andersen sem er dæmisaga: skáld felur skugga sínum að finna skáldgyðju sína. Honum til skelfingar hverfur skugginn. Löngu seinna vitjar skugginn skáldsins aftur og er þá orðinn að manni án skugga og það sem verra er án siðferðiskenndar. Skugginn nær valdi yfir skáldinu og þeir skipta um hlutverk, skugginn verður maðurinn og skáldið verður skugginn. Þegar blekkingarnar loks ganga fram af skáldinu vill hann leiða sannleikann í ljós, en það er of seint og hann geldur fyrir með lífi sínu. Þessi dæmisaga er eitt af fáum ævintýrum sem H. C. Andersen skrifaði fyrir fullorðna. Sagan er margræð, vekur upp siðferðilegar spurningar og á ekki síður erindi í nútímanum en þegar hún var skrifuð. Óperan er bönnuð börnum yngri en 12 ára. Karólína lýsir aðkomu sinni að texta Sjóns og sögunni svo: „Skáldið er í rauninni eini maðurinn í verkinu, hinir karakterarnir eru eiginlega ekki af þessum heimi og frekar táknmyndir fyrir ýmsa eiginleika. Skáldið er breyskur maður, sem gerir sér leik að því að stríða skugganum og gera lítið úr honum, en það kemur honum í koll síðar. Hann er líka að leita að fegurðinni og sannleikanum, en er jafnframt hégómlegur og þráir frægð og frama. Skáldgyðjan er tákn fegurðarinnar og sannleikans sem skáldið er að leita að, en hann kemst aldrei til hennar, brestur kjark þegar á reynir og sendir skuggann sinn í staðinn. Skugginn er skuggi skáldsins, eins konar tákn fyrir skuggahliðar hans, en Skugginn nær yfirhöndinni og tortímir skáldinu og skáldgyðjunni með hjálp prinsessunnar, en hún er slóttug og hefur komist áfram í heiminum með svikum eins og Skugginn. Hún er því eins konar skuggapersóna líka. Þessar ólíku persónur eru túlkaðar með ólíkri tónlist, hver þeirra hefur sín sérkenni.“ Einsöngvarar í sýningunni eru Eyjólfur Eyjólfsson, tenór, sem syngur hlutverk Skáldsins, Sverrir Guðjónsson, kontratenór, sem syngur hlutverk Skuggans. Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, syngur hlutverk Skáldgyðjunnar, og Ásgerður Júníusdóttir, mezzósópran, syngur hlutverk Prinsessunnar. Hljómsveitin samanstendur af sex hljóðfæraleikurum og hljómsveitarstjóri er Guðni Franzson. Leikstjóri sýningarinnar er Messíana Tómasdóttir, en hún hannar einnig búninga, sviðsmynd og brúður sem spila stórt hlutverk í sýningunni. Danshöfundur er Ástrós Gunnarsdóttir og ljósahönnuður er gamall samverkamaður Messíönu, David Walters. Aðeins eru þrjár sýningar fyrirhugaðar á verkinu næstu laugardaga en frumsýningin er núna á laugardaginn 18.
Menning Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira