Ofbeldi Ísraelshers í Palestínu fordæmt 15. nóvember 2006 06:45 Frá mótmælunum Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland-Palestína, fór fremstur í stórum hópi mótmælenda í gær. Það var mál manna að slíta ætti stjórnmálasambandi við Ísrael ef framganga þeirra breyttist ekki í Palestínu.fréttablaðið/gva MYND/GVA Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra afhenti Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels, formleg mótmæli íslenskra stjórnvalda vegna árásar Ísraelshers á íbúðahverfi í Beit Hanoun á Gaza fyrir viku á fundi þeirra í utanríkisráðuneytinu í gær. Átján óbreyttir borgarar féllu í árásinni og þar af tíu börn. Félagið Ísland – Palestína stóð fyrir mótmælum vegna fundar Valgerðar og sendiherrans og tóku á annað hundrað manns þátt í mótmælastöðunni sem fór friðsamlega fram. Valgerður sagði eftir fundinn að hún hefði komið á framfæri við sendiherrann þeirri skoðun íslenskra stjórnvalda að þau virði rétt Ísraels til að verjast eins og annarra þjóða samkvæmt alþjóðalögum, en aðgerðir þeirra í Beit Hanoun hafi eingöngu verið til þess að hella olíu á eldinn og gera ástandið á svæðinu enn verra en verið hefur að undanförnu. Valgerður segir að sendiherrann ætli að koma bréfi stjórnvalda til Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, og ítrekaði afstöðu ísraelskra stjórnvalda um að atvikið í Beit Hanoun hafi ekki verið að yfirlögðu ráði heldur hafi verið gerð tæknileg mistök. Aðspurð um þessa skýringu sendiherrans á atvikinu sagði Valgerður. „Ég sagði henni að mér þætti erfitt að tala um svo alvarlega hluti sem tæknileg mistök en ég get ekki neitað því að hún fari þar með rétt mál. Mér finnst það ekki afsökun en þetta getur verið útskýring.“ Félagið Ísland – Palestína hugðist afhenda sendiherra Ísraels mótmælabréf en þar sem Shomrat kom til fundarins fyrr en áætlað var og yfirgaf utanríkisráðuneytið eftir fundinn bakdyramegin gafst Sveini Rúnari Haukssyni, formanni félagsins, ekki tækifæri til þess. Í stuttu ávarpi Sveins Rúnars, sem byggt var á bréfinu sem afhenda átti sendiherranum, kom fram að félagið fordæmir fjöldamorðin í Beit Hanoun og að „hópmorð á stórri fjölskyldu, þar sem 18 manns létu lífið, þar af flest konur og börn“, kalli ofbeldismennirnir „tæknileg mistök“. Í ávarpi sínu minnti Sveinn Rúnar á að atvikið komi í framhaldi af mörgum af svipuðum toga og að hernám Ísraels á Gaza birtist í aftökum fólks, eyðileggingu heimila og möguleika fólks til lífsbjargar. Innlent Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut Íslands“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra afhenti Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels, formleg mótmæli íslenskra stjórnvalda vegna árásar Ísraelshers á íbúðahverfi í Beit Hanoun á Gaza fyrir viku á fundi þeirra í utanríkisráðuneytinu í gær. Átján óbreyttir borgarar féllu í árásinni og þar af tíu börn. Félagið Ísland – Palestína stóð fyrir mótmælum vegna fundar Valgerðar og sendiherrans og tóku á annað hundrað manns þátt í mótmælastöðunni sem fór friðsamlega fram. Valgerður sagði eftir fundinn að hún hefði komið á framfæri við sendiherrann þeirri skoðun íslenskra stjórnvalda að þau virði rétt Ísraels til að verjast eins og annarra þjóða samkvæmt alþjóðalögum, en aðgerðir þeirra í Beit Hanoun hafi eingöngu verið til þess að hella olíu á eldinn og gera ástandið á svæðinu enn verra en verið hefur að undanförnu. Valgerður segir að sendiherrann ætli að koma bréfi stjórnvalda til Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, og ítrekaði afstöðu ísraelskra stjórnvalda um að atvikið í Beit Hanoun hafi ekki verið að yfirlögðu ráði heldur hafi verið gerð tæknileg mistök. Aðspurð um þessa skýringu sendiherrans á atvikinu sagði Valgerður. „Ég sagði henni að mér þætti erfitt að tala um svo alvarlega hluti sem tæknileg mistök en ég get ekki neitað því að hún fari þar með rétt mál. Mér finnst það ekki afsökun en þetta getur verið útskýring.“ Félagið Ísland – Palestína hugðist afhenda sendiherra Ísraels mótmælabréf en þar sem Shomrat kom til fundarins fyrr en áætlað var og yfirgaf utanríkisráðuneytið eftir fundinn bakdyramegin gafst Sveini Rúnari Haukssyni, formanni félagsins, ekki tækifæri til þess. Í stuttu ávarpi Sveins Rúnars, sem byggt var á bréfinu sem afhenda átti sendiherranum, kom fram að félagið fordæmir fjöldamorðin í Beit Hanoun og að „hópmorð á stórri fjölskyldu, þar sem 18 manns létu lífið, þar af flest konur og börn“, kalli ofbeldismennirnir „tæknileg mistök“. Í ávarpi sínu minnti Sveinn Rúnar á að atvikið komi í framhaldi af mörgum af svipuðum toga og að hernám Ísraels á Gaza birtist í aftökum fólks, eyðileggingu heimila og möguleika fólks til lífsbjargar.
Innlent Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut Íslands“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira