Innflytjendur lýsa áhyggjum og kvíða 14. nóvember 2006 06:30 ALÞJÓÐAHÚS Hér á landi þarf fólk að leggja í langt ferli sé því mismunað á grundvelli uppruna og vilji það ekki una þeirri mismunun, að sögn framkvæmdastjóra Alþjóðahúss. Talsvert hefur verið um að innflytjendur sem búsettir eru hér á landi hafi hringt í Alþjóðahúsið til að lýsa áhyggjum sínum og kvíða vegna þeirrar umræðu um innflytjendamál sem á sér stað nú, að sögn Einars Skúlasonar, framkvæmdastjóra þess. „Fólk hefur áhyggjur af stöðu sinni í samfélaginu og það hefur áhyggjur af framtíðinni,“ segir Einar. „Þeir sem hafa hringt er fólk sem sest hefur hér að og horfir til búsetu hér til framtíðar. Það veltir fyrir sér hvert stefni með þessari umræðu.“ Einar segir að þeir sem hringt hafi vegna þessa séu frá ýmsum löndum. Þá hafi fólk sem komið hafi í Alþjóðahúsið annarra erinda einnig rætt um áhyggjur sínar vegna innflytjendaumræðunnar. „Þó svo að ekki skynji allir umræðuna, þar sem ekki allir fylgjast með íslenskum fjölmiðlum, þá held ég að langflestir viti um hana og að hún sé rædd í hópi innflytjenda. Þá tel ég að andrúmsloft sé erfiðara á ýmsum vinnustöðum nú en áður, því fólk er svo fljótt til. Ég get ímyndað mér að andúð sé nú sýnilegri inni á vinnustöðum. Þegar fólk sem er áberandi í samfélaginu, hvort sem það eru þingmenn eða aðrir, tjáir sig opinberlega um ákveðin málefni á einhvern ákveðinn hátt þá finna aðrir ef til vill réttlætingu fyrir ákveðnu viðhorfi sínu og réttlætingu fyrir að gera það ljósara inni á sínu svæði, vegna þess að viðhorfið hefur verið samþykkt í opinberri umræðu. En það er reynsla okkar að það þurfi mikið að ganga á hjá þessu fólki áður en það fer að kvarta.“ Einar bendir á að fólk eigi fárra kosta völ hér á landi, sé því mismunað á grundvelli uppruna. Það þurfi að kæra til lögreglu sem hegningarlagabrot og síðan sé tekin ákvörðun um framhald máls. Þetta sé því miklu lengra og flóknara ferli hér á landi heldur en í löndum Evrópusambandsins og í Noregi. Þar séu til staðar lög sem banni mismunun. Nóg sé að viðkomandi tilkynni mismunun og þá fari rannsókn af stað. „En það er alveg klárt að þessar áhyggjur og jafnvel kvíði hafa áhrif á líðan fólks,“ segir Einar. „Óvissan um framtíðina verður meiri.“ Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Talsvert hefur verið um að innflytjendur sem búsettir eru hér á landi hafi hringt í Alþjóðahúsið til að lýsa áhyggjum sínum og kvíða vegna þeirrar umræðu um innflytjendamál sem á sér stað nú, að sögn Einars Skúlasonar, framkvæmdastjóra þess. „Fólk hefur áhyggjur af stöðu sinni í samfélaginu og það hefur áhyggjur af framtíðinni,“ segir Einar. „Þeir sem hafa hringt er fólk sem sest hefur hér að og horfir til búsetu hér til framtíðar. Það veltir fyrir sér hvert stefni með þessari umræðu.“ Einar segir að þeir sem hringt hafi vegna þessa séu frá ýmsum löndum. Þá hafi fólk sem komið hafi í Alþjóðahúsið annarra erinda einnig rætt um áhyggjur sínar vegna innflytjendaumræðunnar. „Þó svo að ekki skynji allir umræðuna, þar sem ekki allir fylgjast með íslenskum fjölmiðlum, þá held ég að langflestir viti um hana og að hún sé rædd í hópi innflytjenda. Þá tel ég að andrúmsloft sé erfiðara á ýmsum vinnustöðum nú en áður, því fólk er svo fljótt til. Ég get ímyndað mér að andúð sé nú sýnilegri inni á vinnustöðum. Þegar fólk sem er áberandi í samfélaginu, hvort sem það eru þingmenn eða aðrir, tjáir sig opinberlega um ákveðin málefni á einhvern ákveðinn hátt þá finna aðrir ef til vill réttlætingu fyrir ákveðnu viðhorfi sínu og réttlætingu fyrir að gera það ljósara inni á sínu svæði, vegna þess að viðhorfið hefur verið samþykkt í opinberri umræðu. En það er reynsla okkar að það þurfi mikið að ganga á hjá þessu fólki áður en það fer að kvarta.“ Einar bendir á að fólk eigi fárra kosta völ hér á landi, sé því mismunað á grundvelli uppruna. Það þurfi að kæra til lögreglu sem hegningarlagabrot og síðan sé tekin ákvörðun um framhald máls. Þetta sé því miklu lengra og flóknara ferli hér á landi heldur en í löndum Evrópusambandsins og í Noregi. Þar séu til staðar lög sem banni mismunun. Nóg sé að viðkomandi tilkynni mismunun og þá fari rannsókn af stað. „En það er alveg klárt að þessar áhyggjur og jafnvel kvíði hafa áhrif á líðan fólks,“ segir Einar. „Óvissan um framtíðina verður meiri.“
Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira