Gunnar leiðir lista Samfylkingarinnar 6. nóvember 2006 03:00 Gunnar Svavarsson MYND/Valli Gunnar Svavarsson, verkfræðingur og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hann hlaut 1.376 atkvæði í 1. sæti en 4.996 kusu í opnu prófkjöri flokksins. Gunnar segist líta á fimmta sætið á listanum sem baráttusæti í kosningunum næsta vor. „Prófkjörið heppnaðist vel og var flokknum til sóma. Ég er ánægður með þann mikla stuðning sem ég fékk en fyrst og fremst er það heillavænlegt fyrir flokkinn að hafa stillt upp afburða hæfu fólki til þess að undirbúa flokkinn fyrir mikilvægar kosningar í vor. Ég hef þá trú að fimmta sætið verði baráttusætið og ég er viss um að við getum náð því markmiði.“ Katrín Júlíusdóttir stefndi að 2. sætinu í prófkjörinu og náði því örugglega. Hún hlaut 2.268 atkvæði í 1. til 2. sætið en Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem bauð sig fram í 1. sætið, hlaut 2.353 atkvæði í 1. til 3. sætið. Hún segist sátt við niðurstöðuna. „Ég fagna þessari niðurstöðu og lít á hana sem ákveðinn móralskan sigur fyrir mig. Ég fékk góða kosningu í fyrsta sætið og er þakklát fyrir stuðninginn sem ég fékk í kjördæminu. Ég hef fulla trú á því að Samfylkingin geti náð góðum árangri í kosningunum næsta vor með þennan vel mannaða lista.“ Mikil spenna var á kjörstað en kosingavaka Samfylkingarinnar fór fram á Fjörukránni í Hafnarfirði. Samtals munaði 46 atkvæðum á Gunnari og Þórunni í efsta sætið en vegna sterkrar stöðu Katrínar í 2. sæti féll Þórunn niður í þriðja sætið. Eftir fyrstu tölur, sem tilkynntar voru eftir talningu 1.500 atkvæða, hafði Gunnar forystuna, Katrín var í öðru sæti og Þórunn því þriðja. Þegar næstu tölur voru tilkynntar, er 2.200 atkvæði höfðu verið talin, höfðu Þórunn og Gunnar sætaskipti en það snerist við þegar tilkynnt var um niðurstöðuna eftir talningu allra atkvæða. uðmundur Steingrímsson, sem bauð sig fram í fjórða sætið, var afar ánægður með niðurstöðuna. „Þessi niðurstaða er stór sigur fyrir mig og mínar pólitísku hugsjónir. Það kom mér á óvart hversu mikinn hljómgrunn mínar hugmyndir fengu hjá félagshyggjufólki alls staðar í kjördæminu. Ég er sannfærður um að Samfylkingin getur náð góðum árangri í kosningunum næsta vor og ég er þegar farinn að Valdimar Leó Friðriksson alþingismaður var ekki á meðal átta efstu frambjóðendanna í prófkjörinu. Hann var ekki tilbúinn til þess að tjá sig um niðurstöðuna þegar Fréttablaðið leitaði til hans en sagðist ætla að halda áfram pólitísku starfi. „Ég er ekki hættur í pólitík,“ var það eina sem Valdimar sagði. Innlent Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Gunnar Svavarsson, verkfræðingur og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hann hlaut 1.376 atkvæði í 1. sæti en 4.996 kusu í opnu prófkjöri flokksins. Gunnar segist líta á fimmta sætið á listanum sem baráttusæti í kosningunum næsta vor. „Prófkjörið heppnaðist vel og var flokknum til sóma. Ég er ánægður með þann mikla stuðning sem ég fékk en fyrst og fremst er það heillavænlegt fyrir flokkinn að hafa stillt upp afburða hæfu fólki til þess að undirbúa flokkinn fyrir mikilvægar kosningar í vor. Ég hef þá trú að fimmta sætið verði baráttusætið og ég er viss um að við getum náð því markmiði.“ Katrín Júlíusdóttir stefndi að 2. sætinu í prófkjörinu og náði því örugglega. Hún hlaut 2.268 atkvæði í 1. til 2. sætið en Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem bauð sig fram í 1. sætið, hlaut 2.353 atkvæði í 1. til 3. sætið. Hún segist sátt við niðurstöðuna. „Ég fagna þessari niðurstöðu og lít á hana sem ákveðinn móralskan sigur fyrir mig. Ég fékk góða kosningu í fyrsta sætið og er þakklát fyrir stuðninginn sem ég fékk í kjördæminu. Ég hef fulla trú á því að Samfylkingin geti náð góðum árangri í kosningunum næsta vor með þennan vel mannaða lista.“ Mikil spenna var á kjörstað en kosingavaka Samfylkingarinnar fór fram á Fjörukránni í Hafnarfirði. Samtals munaði 46 atkvæðum á Gunnari og Þórunni í efsta sætið en vegna sterkrar stöðu Katrínar í 2. sæti féll Þórunn niður í þriðja sætið. Eftir fyrstu tölur, sem tilkynntar voru eftir talningu 1.500 atkvæða, hafði Gunnar forystuna, Katrín var í öðru sæti og Þórunn því þriðja. Þegar næstu tölur voru tilkynntar, er 2.200 atkvæði höfðu verið talin, höfðu Þórunn og Gunnar sætaskipti en það snerist við þegar tilkynnt var um niðurstöðuna eftir talningu allra atkvæða. uðmundur Steingrímsson, sem bauð sig fram í fjórða sætið, var afar ánægður með niðurstöðuna. „Þessi niðurstaða er stór sigur fyrir mig og mínar pólitísku hugsjónir. Það kom mér á óvart hversu mikinn hljómgrunn mínar hugmyndir fengu hjá félagshyggjufólki alls staðar í kjördæminu. Ég er sannfærður um að Samfylkingin getur náð góðum árangri í kosningunum næsta vor og ég er þegar farinn að Valdimar Leó Friðriksson alþingismaður var ekki á meðal átta efstu frambjóðendanna í prófkjörinu. Hann var ekki tilbúinn til þess að tjá sig um niðurstöðuna þegar Fréttablaðið leitaði til hans en sagðist ætla að halda áfram pólitísku starfi. „Ég er ekki hættur í pólitík,“ var það eina sem Valdimar sagði.
Innlent Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira