Greiðsla óheppileg fyrir lífeyrissjóðinn 4. nóvember 2006 09:30 Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar, segir óheppilegt að ekki hafi verið greitt fyrir hlut borgarinnar í Landsvirkjun með bréfum sem hægt væri að selja á markaði. „Ég neita því ekki að það hefði verið heppilegra að fá einhvern hluta greiddan með bréfum sem hægt væri að selja á markaði. En það var ekki stjórn lífeyrissjóðsins sem kom að því að ákveða það heldur borgarstjórn.“ Gengið var frá kaupum íslenska ríkisins á helmingshlut í Landsvirkjun 1. nóvember síðastliðinn, en hluturinn var áður 45 prósent í eigu Reykjavíkurborgar og fimm prósent í eigu Akureyrarbæjar. Ríkið greiðir fyrir hlutinn með skuldabréfi til 28 ára en þrír milljarðar eru greiddir beint út. Samningarnir, sem undirritaðir voru 1. nóvember, taka gildi 1. janúar á næsta ári. Samtals greiddi ríkið rúma 30 milljarða fyrir. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir vandlega hafa verið farið yfir þessi mál áður en fallist var á það greiðsluform sem varð ofan á. „Sigurður Snævarr borgarhagfræðingur og Birgir Finnbogason fjármálastjóri áttu viðræður við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna áður en fallist var á þetta greiðsluform. Það var farið vandlega yfir þessa þætti og ákvarðanir teknar að vel athuguðu máli.“ Alfreð segist sáttur við söluna á hlut Reykjavíkurborgar nú en segir einkavæðingarhugmyndir ráðherra í ríkisstjórn hafa gert út um frekari viðræður. „Salan á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun var tímabær af ýmsum ástæðum. Ekki síst vegna þess að það er ekki skynsamlegt að Reykjavíkurborg liggi með fjármuni bundna í tveimur stórum orkufyrirtækjum. Ég kom að viðræðum um þessa sölu í tíð Reykjavíkurlistans og það var ágætis samstaða um málið þangað til tveir ráðherrar, Geir H. Haarde sem þá var fjármálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, viðruðu hugmyndir um að einkavæða fyrirtækið. Þá sigldu viðræðurnar í strand.“ Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar, segir óheppilegt að ekki hafi verið greitt fyrir hlut borgarinnar í Landsvirkjun með bréfum sem hægt væri að selja á markaði. „Ég neita því ekki að það hefði verið heppilegra að fá einhvern hluta greiddan með bréfum sem hægt væri að selja á markaði. En það var ekki stjórn lífeyrissjóðsins sem kom að því að ákveða það heldur borgarstjórn.“ Gengið var frá kaupum íslenska ríkisins á helmingshlut í Landsvirkjun 1. nóvember síðastliðinn, en hluturinn var áður 45 prósent í eigu Reykjavíkurborgar og fimm prósent í eigu Akureyrarbæjar. Ríkið greiðir fyrir hlutinn með skuldabréfi til 28 ára en þrír milljarðar eru greiddir beint út. Samningarnir, sem undirritaðir voru 1. nóvember, taka gildi 1. janúar á næsta ári. Samtals greiddi ríkið rúma 30 milljarða fyrir. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir vandlega hafa verið farið yfir þessi mál áður en fallist var á það greiðsluform sem varð ofan á. „Sigurður Snævarr borgarhagfræðingur og Birgir Finnbogason fjármálastjóri áttu viðræður við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna áður en fallist var á þetta greiðsluform. Það var farið vandlega yfir þessa þætti og ákvarðanir teknar að vel athuguðu máli.“ Alfreð segist sáttur við söluna á hlut Reykjavíkurborgar nú en segir einkavæðingarhugmyndir ráðherra í ríkisstjórn hafa gert út um frekari viðræður. „Salan á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun var tímabær af ýmsum ástæðum. Ekki síst vegna þess að það er ekki skynsamlegt að Reykjavíkurborg liggi með fjármuni bundna í tveimur stórum orkufyrirtækjum. Ég kom að viðræðum um þessa sölu í tíð Reykjavíkurlistans og það var ágætis samstaða um málið þangað til tveir ráðherrar, Geir H. Haarde sem þá var fjármálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, viðruðu hugmyndir um að einkavæða fyrirtækið. Þá sigldu viðræðurnar í strand.“
Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira