Landsbjörg aflar fjár með neyðarkalli 3. nóvember 2006 06:45 Jón Ingi Sigvaldason Slysavarnir Slysavarnafélagið Landsbjörg mun um komandi helgi standa að fjáröflun um allt land til styrktar uppbyggingarstarfi félagsins. Jón Ingi Sigvaldason, markaðs- og sölustjóri Landsbjargar, segir að farin verði ný leið í fjáröfluninni í ár. „Við erum að fara að selja lítinn neyðarkall á 1.000 krónur stykkið. Hugmyndin er fengin frá systursamtökum okkar í Bretlandi, bresku sjóbjörgunarsamtökunum. Þeir hafa verið með svona fígúrur sem þeir hafa verið að selja í gegnum árin. Við höfum verið að selja merki í gegnum tíðina og vorum að velta því fyrir okkur að gera slíkt aftur. En okkur fannst þetta alveg stórsniðug hugmynd hjá þeim í Bretlandi og fengum hana því að láni.“ Hann segir að svona söfnun hafi mikla þýðingu fyrir Landsbjörg og vera mjög mikilvægt fyrir rekstur björgunarsveita félagsins sem sé afar dýr. „Nánast allt okkar fé er fengið með frjálsum fjárframlögum. Við lifum á flugeldasölu og svona söfnunum. Allir sem eru í björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru sjálfboðaliðar. Þeir eru tilbúnir til að fara út og bjarga hverjum sem er hvenær sem er. Það er aldrei spurt um hver sé týndur. Við þurfum einfaldlega á þessu fé að halda til að starfrækja sveitirnar okkar og halda þeim gangandi.“ Meðal þess sem peningarnir sem safnast renna til er Björgunarskóli Slysavarnafélagsins. „Björgunarskólinn er farandsskóli og heldur yfir 250 námskeið á ári víðs vegar um landið. Það skiptir engu máli hvort sveitin er lítil eða stór, það er farið með þessi námskeið út um allt. Það er mjög mikilvægt enda eru skólarnir okkar að mennta menn sem síðar geta bjargað mörgum.“ Sala neyðarkallanna mun hefjast í dag klukkan 17 og standa yfir helgina og mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, af því tilefni selja fyrsta neyðarkallinn í Smáralindinni. Gengið verður í hús úti á landi en að sögn Jóns Inga verður sá háttur ekki hafður á höfuðborgarsvæðinu. „Þar mun sölufólk standa við verslunarmiðstöðvar og í raun alls staðar þar sem fólk kemur saman. Undirtektirnar hafa líka verið mjög góðar þótt við séum ekki byrjuð að selja. Fólk er farið að hringja og spyrja hvar það geti fengið kallana. Það er líka mjög gott að vera með neyðarkall í vasanum. Maður veit aldrei hvenær maður þarf á honum að halda. Ég reikna með því að neyðarkallinn sé kominn til að vera.“ Innlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Slysavarnir Slysavarnafélagið Landsbjörg mun um komandi helgi standa að fjáröflun um allt land til styrktar uppbyggingarstarfi félagsins. Jón Ingi Sigvaldason, markaðs- og sölustjóri Landsbjargar, segir að farin verði ný leið í fjáröfluninni í ár. „Við erum að fara að selja lítinn neyðarkall á 1.000 krónur stykkið. Hugmyndin er fengin frá systursamtökum okkar í Bretlandi, bresku sjóbjörgunarsamtökunum. Þeir hafa verið með svona fígúrur sem þeir hafa verið að selja í gegnum árin. Við höfum verið að selja merki í gegnum tíðina og vorum að velta því fyrir okkur að gera slíkt aftur. En okkur fannst þetta alveg stórsniðug hugmynd hjá þeim í Bretlandi og fengum hana því að láni.“ Hann segir að svona söfnun hafi mikla þýðingu fyrir Landsbjörg og vera mjög mikilvægt fyrir rekstur björgunarsveita félagsins sem sé afar dýr. „Nánast allt okkar fé er fengið með frjálsum fjárframlögum. Við lifum á flugeldasölu og svona söfnunum. Allir sem eru í björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru sjálfboðaliðar. Þeir eru tilbúnir til að fara út og bjarga hverjum sem er hvenær sem er. Það er aldrei spurt um hver sé týndur. Við þurfum einfaldlega á þessu fé að halda til að starfrækja sveitirnar okkar og halda þeim gangandi.“ Meðal þess sem peningarnir sem safnast renna til er Björgunarskóli Slysavarnafélagsins. „Björgunarskólinn er farandsskóli og heldur yfir 250 námskeið á ári víðs vegar um landið. Það skiptir engu máli hvort sveitin er lítil eða stór, það er farið með þessi námskeið út um allt. Það er mjög mikilvægt enda eru skólarnir okkar að mennta menn sem síðar geta bjargað mörgum.“ Sala neyðarkallanna mun hefjast í dag klukkan 17 og standa yfir helgina og mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, af því tilefni selja fyrsta neyðarkallinn í Smáralindinni. Gengið verður í hús úti á landi en að sögn Jóns Inga verður sá háttur ekki hafður á höfuðborgarsvæðinu. „Þar mun sölufólk standa við verslunarmiðstöðvar og í raun alls staðar þar sem fólk kemur saman. Undirtektirnar hafa líka verið mjög góðar þótt við séum ekki byrjuð að selja. Fólk er farið að hringja og spyrja hvar það geti fengið kallana. Það er líka mjög gott að vera með neyðarkall í vasanum. Maður veit aldrei hvenær maður þarf á honum að halda. Ég reikna með því að neyðarkallinn sé kominn til að vera.“
Innlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira