Sjóræningjaafli af Reykjaneshrygg í eigu Landsbankans 3. nóvember 2006 03:30 Landsbanki Íslands er skráður eigandi afla af ólöglega veiddum karfa sem landað var úr skipinu Thorgull í Hong Kong þann 17. október síðastliðinn samkvæmt skýrslu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Svipað tilvik kom upp í september þar sem Landsbankinn var skráður eigandi ólöglegs afla flutningaskipsins Polestar sem einnig var landað í Hong Kong. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir fréttir af þessu hafa komið þeim á óvart. "Við erum með þá þjónustu hjá Landsbankanum að við veitum afurðalán út á birgðir til þeirra sem kaupa og selja fiskinn, ekki til þeirra sem eru að veiða. Aflinn er á okkar nafni til að tryggja að við höfum hald í vörunni." Afli Thorgull var veiddur á Reykjaneshrygg af skipinu Pavlovsk, sem er undir eftirliti Norður-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar, NEAFC. Þegar Pavlovsk lagði að bryggju í Eistlandi 23. október síðastliðinn leiddi eftirlit í ljós að um 230 tonnum var umskipað yfir í Thorgull 27. ágúst. Að sögn Kjartans Höydal, framkvæmdastjóra NEAFC hefur fánaríkið, sem er Bahamaeyjar í tilviki Thorgull, og norskir eigendur skipsins brugðist skjótt við athugasemdum nefndarinnar. Höydal segir nefndina aðallega eiga samskipti við fánaríki og það sé stjórnvalda í hverju ríki að eiga við þá sem fjármagna ólöglegar veiðar. "En það er í sjálfu sér ekkert ólöglegt við það. Vandamálið er að þeir sem fjármagna veiðar vita yfirleitt ekki hvað þeir eru að fjármagna." Eftir að þetta kom upp í fyrra skiptið breytti Landsbankinn lánasamningum á þann hátt að yrðu menn uppvísir að kaupum á ólöglegum afla yrði samningnum rift, til þess að menn væru ekki að lenda í þessu grandalausir að sögn Sigurjóns. "Auðvitað viljum við ekki að það sé verið að stunda viðskipti með þessum hætti. Það eru hagsmunir þessa banka að allt sé heiðarlegt. Og það eru hagsmunir okkar sem Íslendinga að það sé rétt að þessum málum staðið." Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir afar sjaldgæft að íslensk fyrirtæki tengist sjóræningjaveiðum. Stefán segir allsherjarúttekt á þessum málum vera í gangi í sjávarútvegsráðuneytinu. Stefán útilokar ekki að frumvarp um þessi mál verði lagt fram á yfirstandandi þingi. Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Landsbanki Íslands er skráður eigandi afla af ólöglega veiddum karfa sem landað var úr skipinu Thorgull í Hong Kong þann 17. október síðastliðinn samkvæmt skýrslu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Svipað tilvik kom upp í september þar sem Landsbankinn var skráður eigandi ólöglegs afla flutningaskipsins Polestar sem einnig var landað í Hong Kong. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir fréttir af þessu hafa komið þeim á óvart. "Við erum með þá þjónustu hjá Landsbankanum að við veitum afurðalán út á birgðir til þeirra sem kaupa og selja fiskinn, ekki til þeirra sem eru að veiða. Aflinn er á okkar nafni til að tryggja að við höfum hald í vörunni." Afli Thorgull var veiddur á Reykjaneshrygg af skipinu Pavlovsk, sem er undir eftirliti Norður-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar, NEAFC. Þegar Pavlovsk lagði að bryggju í Eistlandi 23. október síðastliðinn leiddi eftirlit í ljós að um 230 tonnum var umskipað yfir í Thorgull 27. ágúst. Að sögn Kjartans Höydal, framkvæmdastjóra NEAFC hefur fánaríkið, sem er Bahamaeyjar í tilviki Thorgull, og norskir eigendur skipsins brugðist skjótt við athugasemdum nefndarinnar. Höydal segir nefndina aðallega eiga samskipti við fánaríki og það sé stjórnvalda í hverju ríki að eiga við þá sem fjármagna ólöglegar veiðar. "En það er í sjálfu sér ekkert ólöglegt við það. Vandamálið er að þeir sem fjármagna veiðar vita yfirleitt ekki hvað þeir eru að fjármagna." Eftir að þetta kom upp í fyrra skiptið breytti Landsbankinn lánasamningum á þann hátt að yrðu menn uppvísir að kaupum á ólöglegum afla yrði samningnum rift, til þess að menn væru ekki að lenda í þessu grandalausir að sögn Sigurjóns. "Auðvitað viljum við ekki að það sé verið að stunda viðskipti með þessum hætti. Það eru hagsmunir þessa banka að allt sé heiðarlegt. Og það eru hagsmunir okkar sem Íslendinga að það sé rétt að þessum málum staðið." Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir afar sjaldgæft að íslensk fyrirtæki tengist sjóræningjaveiðum. Stefán segir allsherjarúttekt á þessum málum vera í gangi í sjávarútvegsráðuneytinu. Stefán útilokar ekki að frumvarp um þessi mál verði lagt fram á yfirstandandi þingi.
Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira