Listaháskólinn vill þagga niður umdeilt atvik 1. nóvember 2006 13:15 Listaháskólinn Gjörningur þriggja nemenda í náminu Fræði og framkvæmd hefur vakið óskipta athygli en þar kastaði einn nemendi af sér vatni yfir samnemanda sinn. „Mér finnst þetta persónulega ógeðfellt miðað við það sem ég hef lesið og heyrt um atriðið og ég sé engan tilgang með þessu,“ segir Randver Þorláksson, formaður félags íslenskra leikara, um gjörning sem framkvæmdur var í Fræði og framkvæmd, námi sem er hluti af námi í leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Randver segir svona gjörning eiga ekkert skylt við leiklist en bætti því við að félagi íslenskra leikara hefðu ekki borist neinar fyrirspurnir vegna málsins. Frá því var greint í fréttum Ríkissjónvarpsins að verkefni nemenda við Listaháskóla Íslands hafi farið yfir öll mörk velsæmis. Var í gjörningi klippt hár af höfði og sköpum konu og pissað yfir hana. Misvísandi sögum fer af því sem gerðist í kennslustundinni en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst var um að ræða verkefni í 16 manna bekk sem snerist um að túlka sýn nemenda, sem skipt var upp í fjögurra manna hópa, á það hvernig karnival birtist í samtímanum. Eftir á að taka gróteskuna fyrir á námskeiðinu og verður fróðlegt að vita hvernig nemendur taka á henni. Skólayfirvöld sendu nemendum námskeiðsins smáskilaboð í farsíma þeirra þar sem þeim var sagt að tjá sig ekki við fjölmiðla um þennan tiltekna gjörning. Þegar blaðamaður Fréttablaðsins hafði samband við Listaháskólann var honum tjáð að einungis deildarforseti leiklistardeildar, Ragnheiður Skúladóttir, myndi tjá sig um þetta tiltekna atvik en ekki náðist í hana þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Seinni part dags barst fjölmiðlum síðan fréttatilkynning þar sem áréttað var að það sem færi fram innan veggja leiklistardeildarinnar væri trúnaðarmál milli kennara og nemenda. Þá kom einnig fram að námskeiðið hefði verið um ljótleika í samtímanum. Álfrún Guðrúnardóttir, kynningarstjóri skólans, sagði í samtali við blaðið að ekki yrðu gefnar út neinar yfirlýsingar um það hvort kennurum eða deildarforseta hefði fundist þetta of langt gengið. „Vettvangur fyrir umræðu um einstök verkefni leiklistardeildarinnar er innan veggja skólans en ekki í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingu. Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Mér finnst þetta persónulega ógeðfellt miðað við það sem ég hef lesið og heyrt um atriðið og ég sé engan tilgang með þessu,“ segir Randver Þorláksson, formaður félags íslenskra leikara, um gjörning sem framkvæmdur var í Fræði og framkvæmd, námi sem er hluti af námi í leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Randver segir svona gjörning eiga ekkert skylt við leiklist en bætti því við að félagi íslenskra leikara hefðu ekki borist neinar fyrirspurnir vegna málsins. Frá því var greint í fréttum Ríkissjónvarpsins að verkefni nemenda við Listaháskóla Íslands hafi farið yfir öll mörk velsæmis. Var í gjörningi klippt hár af höfði og sköpum konu og pissað yfir hana. Misvísandi sögum fer af því sem gerðist í kennslustundinni en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst var um að ræða verkefni í 16 manna bekk sem snerist um að túlka sýn nemenda, sem skipt var upp í fjögurra manna hópa, á það hvernig karnival birtist í samtímanum. Eftir á að taka gróteskuna fyrir á námskeiðinu og verður fróðlegt að vita hvernig nemendur taka á henni. Skólayfirvöld sendu nemendum námskeiðsins smáskilaboð í farsíma þeirra þar sem þeim var sagt að tjá sig ekki við fjölmiðla um þennan tiltekna gjörning. Þegar blaðamaður Fréttablaðsins hafði samband við Listaháskólann var honum tjáð að einungis deildarforseti leiklistardeildar, Ragnheiður Skúladóttir, myndi tjá sig um þetta tiltekna atvik en ekki náðist í hana þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Seinni part dags barst fjölmiðlum síðan fréttatilkynning þar sem áréttað var að það sem færi fram innan veggja leiklistardeildarinnar væri trúnaðarmál milli kennara og nemenda. Þá kom einnig fram að námskeiðið hefði verið um ljótleika í samtímanum. Álfrún Guðrúnardóttir, kynningarstjóri skólans, sagði í samtali við blaðið að ekki yrðu gefnar út neinar yfirlýsingar um það hvort kennurum eða deildarforseta hefði fundist þetta of langt gengið. „Vettvangur fyrir umræðu um einstök verkefni leiklistardeildarinnar er innan veggja skólans en ekki í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingu.
Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira