Sjúkdómsvæðing meðgöngunnar 22. nóvember 2006 18:06 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði heilbrigðisyfirvöld um stefnuleysi í mæðravernd á Alþingi í dag. Hætta væri á að peningar og þjálfun starfsfólks færu í súginn við flutning áhættumeðgönguverndar á Landspítalann. Þingmaður vinstri grænna segir að verið sé að sjúkdómsvæða meðgönguna. Ráðherra og þingmenn tókust á um niðurlagningu Miðstöðvar mæðraverndar í núverandi mynd í utandagskrárumræðum á alþingi í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar var málshefjandi og sagði rökin fyrir flutningi áhættumeðgöngueftirlits á Landspítalann húsnæðislegs eðlis en ekki heilsufarslegs. Kolbrún Halldórsdóttir sagði verðandi mæður uggandi um sinn hag. "Þetta eru ömurleg eftirmæli áhugalausrar ríkisstjórnar. Þarna er framsóknarflokknum rétt lýst. Hann gerir ekkert með reynslu og þekkingu ljósmæðra, lækna og annars starfsfólks Miðstöðvar mæðraverndar, leggur niður þjónustuna sem hefur átt sér stað í nútímalegu heilsuverndarumhverfi og sjúkdómavæðir meðgönguna." Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði skipulagsbreytingar sem hafa orðið í meðgöngueftirliti til bóta - hins vegar gagnrýndi hún hve hratt þessi breyting hefði orðið. "Og þá hlýt ég einnig að gagnrýna ákveðið stefnuleysi í þessum málum því á stuttum tíma hefur verið lagt í miklar fjárfestingar í breytingar á húsnæði og þjálfun starfsfólks til ákveðinna verkefna sem nú er hætta á að fari í súginn." Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra mótmælti harðlega. "Ég vísa því algerlega á bug að við séum að stíga skref afturábak. Það er kolrangt að halda því fram. Við ætlum að veita þunguðum konum á Íslandi þá fullkomnustu þjónustu sem völ er á." Fréttir Innlent Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði heilbrigðisyfirvöld um stefnuleysi í mæðravernd á Alþingi í dag. Hætta væri á að peningar og þjálfun starfsfólks færu í súginn við flutning áhættumeðgönguverndar á Landspítalann. Þingmaður vinstri grænna segir að verið sé að sjúkdómsvæða meðgönguna. Ráðherra og þingmenn tókust á um niðurlagningu Miðstöðvar mæðraverndar í núverandi mynd í utandagskrárumræðum á alþingi í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar var málshefjandi og sagði rökin fyrir flutningi áhættumeðgöngueftirlits á Landspítalann húsnæðislegs eðlis en ekki heilsufarslegs. Kolbrún Halldórsdóttir sagði verðandi mæður uggandi um sinn hag. "Þetta eru ömurleg eftirmæli áhugalausrar ríkisstjórnar. Þarna er framsóknarflokknum rétt lýst. Hann gerir ekkert með reynslu og þekkingu ljósmæðra, lækna og annars starfsfólks Miðstöðvar mæðraverndar, leggur niður þjónustuna sem hefur átt sér stað í nútímalegu heilsuverndarumhverfi og sjúkdómavæðir meðgönguna." Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði skipulagsbreytingar sem hafa orðið í meðgöngueftirliti til bóta - hins vegar gagnrýndi hún hve hratt þessi breyting hefði orðið. "Og þá hlýt ég einnig að gagnrýna ákveðið stefnuleysi í þessum málum því á stuttum tíma hefur verið lagt í miklar fjárfestingar í breytingar á húsnæði og þjálfun starfsfólks til ákveðinna verkefna sem nú er hætta á að fari í súginn." Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra mótmælti harðlega. "Ég vísa því algerlega á bug að við séum að stíga skref afturábak. Það er kolrangt að halda því fram. Við ætlum að veita þunguðum konum á Íslandi þá fullkomnustu þjónustu sem völ er á."
Fréttir Innlent Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira