Úhlutun Kópavogsbæjar á lóðum ólögmæt 22. nóvember 2006 16:20 Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að úthlutun Kópavogsbæjar á byggingarrétti á tveimur lóðum á Kópavogstúni í lok árs í fyrra hafi verið ólögmæt. Hins vegar er kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu bæjarins vegna málsins vísað frá dómi. Ung hjón stefndu bænum þar sem þau töldu að brotið hefði verið á sér í úthlutun byggingarréttar einbýlishúsalóðum við Kópavogsbakka á Kópavogstúni, en aðrir fengu tvær lóðir sem þau sóttu um. Bentu þau á að við mat á umsóknum hefði átt að líta til fjölskyldustærðar, núverandi húsnæðisaðstöðu, þess hvort viðkomandi hefði áður sótt um lóð í bæjarfélaginu og ekki fengið og hverjir möguleikar umsækjanda væru á því að ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma. Töldu þau sig standa framar þeim sem fengu lóðirnar í öllum þessum atriðum, meðal annars vegna þess að þau ættu tvö ung börn, þar af annað fatlað. Kópavogsbær hélt því hins vegar fram að fólkið hefði ekki farið að úthlutunarreglum með því meðal annars að tilgreina fleiri en tvær varalóðir á umsókn sinni. Þá hefði ekki verið getið í umsókn fólksins um sérstakar fjölskylduaðstæður þess og bréf frá lögmanni þeirra þar að lútandi hefði komið of seint til þess að hægt væri að taka tillit til þess. Héraðsdómur komst hins vegar að því að reglur um lóðir til vara í umsóknum væru óskýrar og því yrði bæjarráð Kópavogs að bera hallan af því. Engin vinnugögn lægju fyrir um það hjá bæjarráði og bæjarstjórn Kópavogs um hvernig mat á úthlutun lóðanna var háttað og þá hefðu bæjaryfirvöld neitað að láta af hendi umsóknir lóðarhafa og gögn þeim tengd. Óumdeilt væri einnig að stefnendur hefðu komið upplýsingum um fjölskylduaðstæður sínar í tæka tíð. Því hefði ákvörðun bæjarstjórnar verið ólögmæt og ekki í samræmi við góða og gagnsæja stjórnsýsluhætti. Þótt ekki væri hægt að slá því föstu að stefnendur hefðu átt að fá lóðirnar hefði Kópavogsbær átt að láta draga um þær. Héraðsdómur Reykjaness sagði hins vegar að stefnendum hefði ekki tekist að sýna fram á að þeir hefðu orðið fyrir tjóni og því var skaðabótakröfu vísað frá en stefnendum voru hins vegar dæmdar 450 þúsund krónur í málskostnað. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að úthlutun Kópavogsbæjar á byggingarrétti á tveimur lóðum á Kópavogstúni í lok árs í fyrra hafi verið ólögmæt. Hins vegar er kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu bæjarins vegna málsins vísað frá dómi. Ung hjón stefndu bænum þar sem þau töldu að brotið hefði verið á sér í úthlutun byggingarréttar einbýlishúsalóðum við Kópavogsbakka á Kópavogstúni, en aðrir fengu tvær lóðir sem þau sóttu um. Bentu þau á að við mat á umsóknum hefði átt að líta til fjölskyldustærðar, núverandi húsnæðisaðstöðu, þess hvort viðkomandi hefði áður sótt um lóð í bæjarfélaginu og ekki fengið og hverjir möguleikar umsækjanda væru á því að ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma. Töldu þau sig standa framar þeim sem fengu lóðirnar í öllum þessum atriðum, meðal annars vegna þess að þau ættu tvö ung börn, þar af annað fatlað. Kópavogsbær hélt því hins vegar fram að fólkið hefði ekki farið að úthlutunarreglum með því meðal annars að tilgreina fleiri en tvær varalóðir á umsókn sinni. Þá hefði ekki verið getið í umsókn fólksins um sérstakar fjölskylduaðstæður þess og bréf frá lögmanni þeirra þar að lútandi hefði komið of seint til þess að hægt væri að taka tillit til þess. Héraðsdómur komst hins vegar að því að reglur um lóðir til vara í umsóknum væru óskýrar og því yrði bæjarráð Kópavogs að bera hallan af því. Engin vinnugögn lægju fyrir um það hjá bæjarráði og bæjarstjórn Kópavogs um hvernig mat á úthlutun lóðanna var háttað og þá hefðu bæjaryfirvöld neitað að láta af hendi umsóknir lóðarhafa og gögn þeim tengd. Óumdeilt væri einnig að stefnendur hefðu komið upplýsingum um fjölskylduaðstæður sínar í tæka tíð. Því hefði ákvörðun bæjarstjórnar verið ólögmæt og ekki í samræmi við góða og gagnsæja stjórnsýsluhætti. Þótt ekki væri hægt að slá því föstu að stefnendur hefðu átt að fá lóðirnar hefði Kópavogsbær átt að láta draga um þær. Héraðsdómur Reykjaness sagði hins vegar að stefnendum hefði ekki tekist að sýna fram á að þeir hefðu orðið fyrir tjóni og því var skaðabótakröfu vísað frá en stefnendum voru hins vegar dæmdar 450 þúsund krónur í málskostnað.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent