Fáir sammála tillögu Samfylkingarinnar 25. september 2006 04:30 Steingrímur J. Sigfússon Viðbrögð stjórnmálaflokkanna við tillögum Samfylkingar um lækkun matvöruverðs eru neikvæð. Talsmenn flokkanna segja niðurfellingu innflutningstolla á einu og hálfu ári munu hafa slæm áhrif á íslenskan landbúnað. Einnig sé alls óvíst að breytingarnar skili sér í vasa neytenda. Tillögur Samfylkingar, sem birtar voru á laugardag, verða lagðar fram á Alþingi í haust. Í þeim felast meðal annars afnám vörugjalds og tolla í áföngum auk lækkunar virðisaukaskatts á mat. Að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanni Vinstri grænna, yrði íslenskum landbúnaði greitt þungt högg með því að opna fyrir óheftan og jafnvel niðurgreiddan innflutning á einu og hálfu ári. „Það er sýnd veiði en ekki gefin að það skili sér allt til neytenda þó að tollinum yrði létt af." Guðjón Arnar Kristjánsson „Eigi að fella innflutningstolla niður á einu og hálfu ári finnst mér það ansi bratt," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. „Það þarf að ræða þetta við bændur og innan bændasamtakanna hvernig svona breytingar eiga að eiga sér stað. Það er ekki hægt að gera þetta einhliða og taka ekki tillit til bænda." Arnbjörg Sveinsdóttir Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segist ekki sjá að það geti gengið upp að fella niður innflutningstolla á einu og hálfu ári. Það sé of stuttur aðlögunartími fyrir bændur. „Hins vegar er margt annað í matvöruverðinu sem má skoða, landbúnaðarframleiðslan sem slík er það lítill hluti af innkaupakörfu fjölskyldunnar." Hjálmar árnason „Mér finnst gæta mikillar einföldunar í málflutningi Samfylkingarinnar í þessu máli, staðreyndin er sú að í matarkörfunni eru íslenskar landbúnaðarvörur ekki nema fimm til sjö prósent," segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Ég veit ekki hvernig á að lækka verðið um tvö hundruð þúsund ef það á einungis að horfa á landbúnað." Hann segir meginatriðið hjá Framsókn vera að lækka matarverð en vera viss um að aðgerðir skili sér í vasa neytenda. Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Viðbrögð stjórnmálaflokkanna við tillögum Samfylkingar um lækkun matvöruverðs eru neikvæð. Talsmenn flokkanna segja niðurfellingu innflutningstolla á einu og hálfu ári munu hafa slæm áhrif á íslenskan landbúnað. Einnig sé alls óvíst að breytingarnar skili sér í vasa neytenda. Tillögur Samfylkingar, sem birtar voru á laugardag, verða lagðar fram á Alþingi í haust. Í þeim felast meðal annars afnám vörugjalds og tolla í áföngum auk lækkunar virðisaukaskatts á mat. Að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanni Vinstri grænna, yrði íslenskum landbúnaði greitt þungt högg með því að opna fyrir óheftan og jafnvel niðurgreiddan innflutning á einu og hálfu ári. „Það er sýnd veiði en ekki gefin að það skili sér allt til neytenda þó að tollinum yrði létt af." Guðjón Arnar Kristjánsson „Eigi að fella innflutningstolla niður á einu og hálfu ári finnst mér það ansi bratt," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. „Það þarf að ræða þetta við bændur og innan bændasamtakanna hvernig svona breytingar eiga að eiga sér stað. Það er ekki hægt að gera þetta einhliða og taka ekki tillit til bænda." Arnbjörg Sveinsdóttir Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segist ekki sjá að það geti gengið upp að fella niður innflutningstolla á einu og hálfu ári. Það sé of stuttur aðlögunartími fyrir bændur. „Hins vegar er margt annað í matvöruverðinu sem má skoða, landbúnaðarframleiðslan sem slík er það lítill hluti af innkaupakörfu fjölskyldunnar." Hjálmar árnason „Mér finnst gæta mikillar einföldunar í málflutningi Samfylkingarinnar í þessu máli, staðreyndin er sú að í matarkörfunni eru íslenskar landbúnaðarvörur ekki nema fimm til sjö prósent," segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Ég veit ekki hvernig á að lækka verðið um tvö hundruð þúsund ef það á einungis að horfa á landbúnað." Hann segir meginatriðið hjá Framsókn vera að lækka matarverð en vera viss um að aðgerðir skili sér í vasa neytenda.
Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira