Horfir upp á dauðagöngu 21 árs gamals sonar síns 25. september 2006 05:30 Fanney Edda á heimili sínu. Frá þrettán ára aldri hefur sonur Fanneyjar glímt við fíkniefnavanda. Stutt er síðan hann hóf að neyta fíkniefna að nýju eftir að hafa verið vímuefnalaus í tvö ár. Ég hef þurft að fylgjast með því úr nálægð hvernig fíkniefnaneysla hefur dregið sjálfsvirðingu og lífsgleði úr syni mínum, sem að öllu jöfnu er hjartahlýr og skarpgreindur, segir Fanney Edda Pétursdóttir, móðir 21 árs gamals morfínfíkils sem bíður þess að komast í meðferð vegna veikinda sinna. Sonur hennar hefur þurft að bíða eftir því vikum saman að komast í meðferð en Fanney vonast til þess að hann komist inn á Landspítalann til afvötnunar í næstu viku og að henni lokinni í meðferð í Krísuvík, eftir mánaðartíma. Sem betur fer losna margar fjölskyldur þessa lands undan því fargi sem það er að horfa upp á fjölskyldumeðlim veslast upp vegna fíkniefnaneyslu. En hinir, sem neyðast til þess að ganga í gegnum neyslulífernið, finna of sterklega fyrir viljalausum tilraunum stjórnvalda til þess að bregðast við vandanum. Sonur Fanneyjar hefur glímt við fíkniefnavanda um sjö ára skeið. Hann hefur í nokkur skipti leitað sér hjálpar á meðferðarstofnunum. Eftir að hafa haldið sér utan við fíkniefnaneyslu í tvö ár hóf hann að nýju að neyta fíkniefna fyrir ári síðan. Fanney gagnrýnir viljalausar aðgerðir stjórnvalda til þess að taka á vandanum. Það er fullkomlega óviðunandi staða að fólk sem er við dauðans dyr þurfi að bíða eftir því vikum og mánuðum saman, í stöðugri lífshættu, að fá að finna fyrir vilja hjá heilbrigðisstarfsfólki til þess að taka á sjúkdómi sínum. Kannski hafa þingmenn og opinberir starfsmenn ekki upplifað það að fylgjast með börnum sínum morkna niður vegna fíkniefnaneyslu. Allir starfsmenn meðferðarstofnana, færustu sérfræðingar landsins, hafa um áratuga skeið haldið því fram að framlag hins opinbera til heilbrigðisstofnana sem taka á vímuefnavanda sé allt of lítið. Á þetta fólk hefur ekki verið hlustað. Meðal annars með þeim afleiðingum, þó að margt annað komi til, að efnilegir þjóðfélagsþegnar falla frá vegna úrræðaleysis svo tugum skiptir árlega. Sonur minn, sem nú er á endastöð í neyslu og bíður þess að reyna að fá bót meina sinna, er einn af þeim sem geta fallið frá. Hann er núna á sinni dauðagöngu. Ekki náðist í Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins. Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira
Ég hef þurft að fylgjast með því úr nálægð hvernig fíkniefnaneysla hefur dregið sjálfsvirðingu og lífsgleði úr syni mínum, sem að öllu jöfnu er hjartahlýr og skarpgreindur, segir Fanney Edda Pétursdóttir, móðir 21 árs gamals morfínfíkils sem bíður þess að komast í meðferð vegna veikinda sinna. Sonur hennar hefur þurft að bíða eftir því vikum saman að komast í meðferð en Fanney vonast til þess að hann komist inn á Landspítalann til afvötnunar í næstu viku og að henni lokinni í meðferð í Krísuvík, eftir mánaðartíma. Sem betur fer losna margar fjölskyldur þessa lands undan því fargi sem það er að horfa upp á fjölskyldumeðlim veslast upp vegna fíkniefnaneyslu. En hinir, sem neyðast til þess að ganga í gegnum neyslulífernið, finna of sterklega fyrir viljalausum tilraunum stjórnvalda til þess að bregðast við vandanum. Sonur Fanneyjar hefur glímt við fíkniefnavanda um sjö ára skeið. Hann hefur í nokkur skipti leitað sér hjálpar á meðferðarstofnunum. Eftir að hafa haldið sér utan við fíkniefnaneyslu í tvö ár hóf hann að nýju að neyta fíkniefna fyrir ári síðan. Fanney gagnrýnir viljalausar aðgerðir stjórnvalda til þess að taka á vandanum. Það er fullkomlega óviðunandi staða að fólk sem er við dauðans dyr þurfi að bíða eftir því vikum og mánuðum saman, í stöðugri lífshættu, að fá að finna fyrir vilja hjá heilbrigðisstarfsfólki til þess að taka á sjúkdómi sínum. Kannski hafa þingmenn og opinberir starfsmenn ekki upplifað það að fylgjast með börnum sínum morkna niður vegna fíkniefnaneyslu. Allir starfsmenn meðferðarstofnana, færustu sérfræðingar landsins, hafa um áratuga skeið haldið því fram að framlag hins opinbera til heilbrigðisstofnana sem taka á vímuefnavanda sé allt of lítið. Á þetta fólk hefur ekki verið hlustað. Meðal annars með þeim afleiðingum, þó að margt annað komi til, að efnilegir þjóðfélagsþegnar falla frá vegna úrræðaleysis svo tugum skiptir árlega. Sonur minn, sem nú er á endastöð í neyslu og bíður þess að reyna að fá bót meina sinna, er einn af þeim sem geta fallið frá. Hann er núna á sinni dauðagöngu. Ekki náðist í Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins.
Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira