Nylon í efsta sætið í Bretlandi 22. september 2006 14:00 Nylon Stúlkurnar hafa góða ástæðu til að gleðjast þessa dagana en þær eru að spila á Wembley í kvöld. Nylon-flokkurinn hefur heldur betur fengið byr undir báða vængi en lagið Sweet Dreams er komið í efsta sætið á breska popp-danslistanum sem kynntur verður næstkomandi sunnudagskvöld. Þessu verða síðan gerð góð skil í tónlistartímaritinu Music Week, biblíu tónlistariðnaðarins í Bretlandi, sem kemur út á mánudaginn í næstu viku. Þetta eru frábærar fréttir enda eru stelpurnar og allt fólkið í kringum þær búnar að leggja mikið á sig, segir Einar Bárðarson, umboðsmaður sveitarinnar hér heima. Við vorum bara að fá þetta í hendurnar, bætir hann við. Sweet Dreams er b-hliðin á smáskífunni Closer sem kemur út 23.október. Um er að ræða svokallaða double a-side eða tvöfalda a-hliðar smáskífu og er þetta velþekkt herbragð innan tónlistarheimsins. Hljómsveitin Wham! gerði slíkt hið sama á níunda áratugnum með jólalagið vinsæla Last Christmas sem var b-hlið Everything She Wants en fyrstir til að bregða á þetta ráð voru hins vegar Bítlarnir sem gáfu árið 1967 út tvöfalda a-smáskífu með Strawberry Fields og Penny Lane. Að sögn Einars var þetta gert vegna þess að fólk var mjög hrifið af útgáfu stúlknanna af Sweet Dreams og ekki þótti ráðlegt að bíða með útgáfuna, auk þess sem lagið er hálfgert stílbrot við það sem stúlkurnar hafa verið gera. Laginu hefur verið dreift á alla helstu dansstaði í Bretlandi, við Miðjarðarhafið og á Ibiza, segir Einar, kampakátur með árangurinn. Closer er nú komið í spilun á helstu sjónvarpsstöðum þannig að við erum með öll sverð á lofti, bætir hann við og lætur þess getið að stúlkurnar hafi verið í fríi í gær en ráðist var í gerð myndbands við lagið og eru það sömu aðilar og gerðu myndbandið við lagið Losing a Friend. Síðan er það bara Wembley í kvöld, segir Einar en þar treður sveitin upp með strákabandinu McFly. Menning Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Nylon-flokkurinn hefur heldur betur fengið byr undir báða vængi en lagið Sweet Dreams er komið í efsta sætið á breska popp-danslistanum sem kynntur verður næstkomandi sunnudagskvöld. Þessu verða síðan gerð góð skil í tónlistartímaritinu Music Week, biblíu tónlistariðnaðarins í Bretlandi, sem kemur út á mánudaginn í næstu viku. Þetta eru frábærar fréttir enda eru stelpurnar og allt fólkið í kringum þær búnar að leggja mikið á sig, segir Einar Bárðarson, umboðsmaður sveitarinnar hér heima. Við vorum bara að fá þetta í hendurnar, bætir hann við. Sweet Dreams er b-hliðin á smáskífunni Closer sem kemur út 23.október. Um er að ræða svokallaða double a-side eða tvöfalda a-hliðar smáskífu og er þetta velþekkt herbragð innan tónlistarheimsins. Hljómsveitin Wham! gerði slíkt hið sama á níunda áratugnum með jólalagið vinsæla Last Christmas sem var b-hlið Everything She Wants en fyrstir til að bregða á þetta ráð voru hins vegar Bítlarnir sem gáfu árið 1967 út tvöfalda a-smáskífu með Strawberry Fields og Penny Lane. Að sögn Einars var þetta gert vegna þess að fólk var mjög hrifið af útgáfu stúlknanna af Sweet Dreams og ekki þótti ráðlegt að bíða með útgáfuna, auk þess sem lagið er hálfgert stílbrot við það sem stúlkurnar hafa verið gera. Laginu hefur verið dreift á alla helstu dansstaði í Bretlandi, við Miðjarðarhafið og á Ibiza, segir Einar, kampakátur með árangurinn. Closer er nú komið í spilun á helstu sjónvarpsstöðum þannig að við erum með öll sverð á lofti, bætir hann við og lætur þess getið að stúlkurnar hafi verið í fríi í gær en ráðist var í gerð myndbands við lagið og eru það sömu aðilar og gerðu myndbandið við lagið Losing a Friend. Síðan er það bara Wembley í kvöld, segir Einar en þar treður sveitin upp með strákabandinu McFly.
Menning Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“