Nylon í efsta sætið í Bretlandi 22. september 2006 14:00 Nylon Stúlkurnar hafa góða ástæðu til að gleðjast þessa dagana en þær eru að spila á Wembley í kvöld. Nylon-flokkurinn hefur heldur betur fengið byr undir báða vængi en lagið Sweet Dreams er komið í efsta sætið á breska popp-danslistanum sem kynntur verður næstkomandi sunnudagskvöld. Þessu verða síðan gerð góð skil í tónlistartímaritinu Music Week, biblíu tónlistariðnaðarins í Bretlandi, sem kemur út á mánudaginn í næstu viku. Þetta eru frábærar fréttir enda eru stelpurnar og allt fólkið í kringum þær búnar að leggja mikið á sig, segir Einar Bárðarson, umboðsmaður sveitarinnar hér heima. Við vorum bara að fá þetta í hendurnar, bætir hann við. Sweet Dreams er b-hliðin á smáskífunni Closer sem kemur út 23.október. Um er að ræða svokallaða double a-side eða tvöfalda a-hliðar smáskífu og er þetta velþekkt herbragð innan tónlistarheimsins. Hljómsveitin Wham! gerði slíkt hið sama á níunda áratugnum með jólalagið vinsæla Last Christmas sem var b-hlið Everything She Wants en fyrstir til að bregða á þetta ráð voru hins vegar Bítlarnir sem gáfu árið 1967 út tvöfalda a-smáskífu með Strawberry Fields og Penny Lane. Að sögn Einars var þetta gert vegna þess að fólk var mjög hrifið af útgáfu stúlknanna af Sweet Dreams og ekki þótti ráðlegt að bíða með útgáfuna, auk þess sem lagið er hálfgert stílbrot við það sem stúlkurnar hafa verið gera. Laginu hefur verið dreift á alla helstu dansstaði í Bretlandi, við Miðjarðarhafið og á Ibiza, segir Einar, kampakátur með árangurinn. Closer er nú komið í spilun á helstu sjónvarpsstöðum þannig að við erum með öll sverð á lofti, bætir hann við og lætur þess getið að stúlkurnar hafi verið í fríi í gær en ráðist var í gerð myndbands við lagið og eru það sömu aðilar og gerðu myndbandið við lagið Losing a Friend. Síðan er það bara Wembley í kvöld, segir Einar en þar treður sveitin upp með strákabandinu McFly. Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Sjá meira
Nylon-flokkurinn hefur heldur betur fengið byr undir báða vængi en lagið Sweet Dreams er komið í efsta sætið á breska popp-danslistanum sem kynntur verður næstkomandi sunnudagskvöld. Þessu verða síðan gerð góð skil í tónlistartímaritinu Music Week, biblíu tónlistariðnaðarins í Bretlandi, sem kemur út á mánudaginn í næstu viku. Þetta eru frábærar fréttir enda eru stelpurnar og allt fólkið í kringum þær búnar að leggja mikið á sig, segir Einar Bárðarson, umboðsmaður sveitarinnar hér heima. Við vorum bara að fá þetta í hendurnar, bætir hann við. Sweet Dreams er b-hliðin á smáskífunni Closer sem kemur út 23.október. Um er að ræða svokallaða double a-side eða tvöfalda a-hliðar smáskífu og er þetta velþekkt herbragð innan tónlistarheimsins. Hljómsveitin Wham! gerði slíkt hið sama á níunda áratugnum með jólalagið vinsæla Last Christmas sem var b-hlið Everything She Wants en fyrstir til að bregða á þetta ráð voru hins vegar Bítlarnir sem gáfu árið 1967 út tvöfalda a-smáskífu með Strawberry Fields og Penny Lane. Að sögn Einars var þetta gert vegna þess að fólk var mjög hrifið af útgáfu stúlknanna af Sweet Dreams og ekki þótti ráðlegt að bíða með útgáfuna, auk þess sem lagið er hálfgert stílbrot við það sem stúlkurnar hafa verið gera. Laginu hefur verið dreift á alla helstu dansstaði í Bretlandi, við Miðjarðarhafið og á Ibiza, segir Einar, kampakátur með árangurinn. Closer er nú komið í spilun á helstu sjónvarpsstöðum þannig að við erum með öll sverð á lofti, bætir hann við og lætur þess getið að stúlkurnar hafi verið í fríi í gær en ráðist var í gerð myndbands við lagið og eru það sömu aðilar og gerðu myndbandið við lagið Losing a Friend. Síðan er það bara Wembley í kvöld, segir Einar en þar treður sveitin upp með strákabandinu McFly.
Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Sjá meira