370 fötluð börn líða fyrir deilu ríkis og sveitarfélaga 20. september 2006 07:15 Kristín Steinarsdóttir og Sigurbjörn Magnússon Segja ólíðandi að fötluð börn séu látin líða fyrir seinagang ríkis og sveitarfélaga. Þegar um fötluð börn er að ræðavirðist það talið eðlilegt að málin fái að velkjast í kerfinu svo mánuðum og árum skiptir án þess að nokkuð sé að gert, segja Sigurbjörn Magnússon og Kristín Steinarsdóttir, foreldrar fatlaðrar stúlku. Þau vísa með því í umræðu um viðveru fatlaðra grunnskólabarna á aldrinum tíu til sextán ára. Þegar grunnskólum lýkur eftir hádegi fá fötluð börn á þessum aldri hvergi inni vegna deilna milli ríkis og sveitarfélaga um hvort þeirra eigi að greiða fyrir þjónustuna sem börnin þarfnast. Þetta veldur því að foreldrar, annað eða bæði, neyðast til að vinna skemur með tilheyrandi launaskerðingu. Kristín bendir einnig á að þessi staða einangri börnin. Í byrjun mars á síðasta ári skipaði Árni Magnússon, þáverandi félagsmálaráðherra, starfshóp til að fjalla um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna. Hópurinn skilaði áfangaskýrslu um miðjan síðasta mánuð. Í henni harmar starfshópurinn að heildstætt bráðabirgðasamkomulag hafi ekki náðst og leggur til að bráðabirgðasamkomulag verði gert milli ríkis og sveitarfélaga til tveggja ára, á meðan lög um málefni fatlaðra séu í endurskoðun. Samkomulag virðist þó ekki í sjónmáli og segir Óskar Páll Óskarsson, lögfræðingur í félagsmálaráðuneytinu, ástæðuna vera þá að ríki og sveitarfélög hafi ekki náð að semja um upphæð sem þyrfti fyrir þessa þjónustu. Þrátt fyrir að ríkið telji sér ekki lagalega skylt að greiða fyrir þjónustuna hafi það komið með tilboð um kostnaðarskiptingu á móti sveitarfélögum, vegna brýnnar þarfar á þjónustunni. Þetta hafi sveitarfélögin þó ekki samþykkt. Sigurður Óli Kolbeinsson, hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir að sveitarfélögum beri ekki skylda til að sjá um þessa þjónustu. Hann segir ástæðuna fyrir því að sveitarfélögin hafi ekki samið við ríkið vera þá að upphæðin sem ríkið hafi reiknað með að þurfi sé um 109 milljónir. Vitað sé að sú upphæð sé allt of lág. Sveitarfélögin hafi því ekki verið tilbúin að semja um að ríkið greiddi helming upphæðar sem vitað væri að ekki dygði til. Bráðabirgðaniðurstaða, hvað þá lausn, virðist hvergi í sjónmáli í þessu máli, segir Sigurbjörn Magnússon og bætir við að hann telji ekkert lengur því til fyrirstöðu að leysa málið. Börn eigi ekki að líða fyrir seinagang ríkis og sveitarfélaga, allra síst fötluð börn. Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Þegar um fötluð börn er að ræðavirðist það talið eðlilegt að málin fái að velkjast í kerfinu svo mánuðum og árum skiptir án þess að nokkuð sé að gert, segja Sigurbjörn Magnússon og Kristín Steinarsdóttir, foreldrar fatlaðrar stúlku. Þau vísa með því í umræðu um viðveru fatlaðra grunnskólabarna á aldrinum tíu til sextán ára. Þegar grunnskólum lýkur eftir hádegi fá fötluð börn á þessum aldri hvergi inni vegna deilna milli ríkis og sveitarfélaga um hvort þeirra eigi að greiða fyrir þjónustuna sem börnin þarfnast. Þetta veldur því að foreldrar, annað eða bæði, neyðast til að vinna skemur með tilheyrandi launaskerðingu. Kristín bendir einnig á að þessi staða einangri börnin. Í byrjun mars á síðasta ári skipaði Árni Magnússon, þáverandi félagsmálaráðherra, starfshóp til að fjalla um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna. Hópurinn skilaði áfangaskýrslu um miðjan síðasta mánuð. Í henni harmar starfshópurinn að heildstætt bráðabirgðasamkomulag hafi ekki náðst og leggur til að bráðabirgðasamkomulag verði gert milli ríkis og sveitarfélaga til tveggja ára, á meðan lög um málefni fatlaðra séu í endurskoðun. Samkomulag virðist þó ekki í sjónmáli og segir Óskar Páll Óskarsson, lögfræðingur í félagsmálaráðuneytinu, ástæðuna vera þá að ríki og sveitarfélög hafi ekki náð að semja um upphæð sem þyrfti fyrir þessa þjónustu. Þrátt fyrir að ríkið telji sér ekki lagalega skylt að greiða fyrir þjónustuna hafi það komið með tilboð um kostnaðarskiptingu á móti sveitarfélögum, vegna brýnnar þarfar á þjónustunni. Þetta hafi sveitarfélögin þó ekki samþykkt. Sigurður Óli Kolbeinsson, hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir að sveitarfélögum beri ekki skylda til að sjá um þessa þjónustu. Hann segir ástæðuna fyrir því að sveitarfélögin hafi ekki samið við ríkið vera þá að upphæðin sem ríkið hafi reiknað með að þurfi sé um 109 milljónir. Vitað sé að sú upphæð sé allt of lág. Sveitarfélögin hafi því ekki verið tilbúin að semja um að ríkið greiddi helming upphæðar sem vitað væri að ekki dygði til. Bráðabirgðaniðurstaða, hvað þá lausn, virðist hvergi í sjónmáli í þessu máli, segir Sigurbjörn Magnússon og bætir við að hann telji ekkert lengur því til fyrirstöðu að leysa málið. Börn eigi ekki að líða fyrir seinagang ríkis og sveitarfélaga, allra síst fötluð börn.
Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira