Kennarar krafnir um endurgreiðslu launa 20. september 2006 07:30 Verkfall 2004 Kennarar eru nú krafðir um ofgreidd laun frá 2004 vegna mistaka starfsmanns Reykjavíkurborgar. MYND/E.ól Fimmtán grunnskólakennurum í Reykjavík er gert að endurgreiða ofgreidd laun frá árinu 2004. Mannlegum mistökum starfsmanns borgarinnar er um að kenna. Upphæðirnar nema frá tugum þúsunda en þeir sem verst verða úti þurfa að greiða á annað hundrað þúsund króna. Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri menntasviðs Reykjavíkurborgar, segir ofgreiðsluna tilkomna í kennaraverkfallinu haustið 2004. „Það var samið við kennara um fyrirframgreiðslu sem kæmi til frádráttar næstu mánaðamót á eftir. Um síðustu mánaðamót kom í ljós að þessi greiðsla var ekki tekin til baka.“ Ingunn segir að um mannleg mistök sé að ræða. „Ég geri mér fullkomlega grein fyrir að þetta er afskaplega óheppilegt.“ Spurð hvort ekki hafi komið til greina að borgin bæri kostnaðinn vegna þessara mistaka segir Ingunn að engar heimildir séu fyrir slíku. „Ábyrgðin er líka að hluta til hjá starfsmanninum sem tekur við greiðslunni.“ Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir kennara hafa leitað til félagsins vegna málsins og búið sé að koma mótmælum til borgaryfirvalda vegna þess. „Þeir kennarar sem tóku við þessum launum í góðri trú gátu ekki vitað að þeir hefðu fengið ofgreitt. Á þeim forsendum finnst okkur afar ósanngjarnt að krefjast endurgreiðslu á þennan hátt núna.“ Ólafur segir að leitað verði til borgarinnar um lausn málsins en ef það skili ekki árangri þá muni lögfræðingur félagsins fá málið til umfjöllunar. Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Fimmtán grunnskólakennurum í Reykjavík er gert að endurgreiða ofgreidd laun frá árinu 2004. Mannlegum mistökum starfsmanns borgarinnar er um að kenna. Upphæðirnar nema frá tugum þúsunda en þeir sem verst verða úti þurfa að greiða á annað hundrað þúsund króna. Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri menntasviðs Reykjavíkurborgar, segir ofgreiðsluna tilkomna í kennaraverkfallinu haustið 2004. „Það var samið við kennara um fyrirframgreiðslu sem kæmi til frádráttar næstu mánaðamót á eftir. Um síðustu mánaðamót kom í ljós að þessi greiðsla var ekki tekin til baka.“ Ingunn segir að um mannleg mistök sé að ræða. „Ég geri mér fullkomlega grein fyrir að þetta er afskaplega óheppilegt.“ Spurð hvort ekki hafi komið til greina að borgin bæri kostnaðinn vegna þessara mistaka segir Ingunn að engar heimildir séu fyrir slíku. „Ábyrgðin er líka að hluta til hjá starfsmanninum sem tekur við greiðslunni.“ Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir kennara hafa leitað til félagsins vegna málsins og búið sé að koma mótmælum til borgaryfirvalda vegna þess. „Þeir kennarar sem tóku við þessum launum í góðri trú gátu ekki vitað að þeir hefðu fengið ofgreitt. Á þeim forsendum finnst okkur afar ósanngjarnt að krefjast endurgreiðslu á þennan hátt núna.“ Ólafur segir að leitað verði til borgarinnar um lausn málsins en ef það skili ekki árangri þá muni lögfræðingur félagsins fá málið til umfjöllunar.
Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira