Kæra rektor vegna skemmtanabanns 18. september 2006 06:00 Menntaskólinn við Sund. Rektor segist ekki hafa treyst sér til að hafa sjö unga menn á dansleik sem haldinn var við skólann. „Við teljum son okkar hafa verið beittan svo miklum órétti í þessu máli að við sjáum okkur ekki annað fært en að bregðast við,“ segir Viðar Garðarsson, sem nú er að undirbúa stjórnsýslukæru á hendur Más Vilhjálmssonar, rektors Menntaskólans við Sund. Ástæðu kærunnar segir Viðar vera þá að hann telji rektorinn hafa farið langt út fyrir valdsvið sitt þegar hann úrskurðaði nokkra pilta í skemmtanabann við skólann, þar sem hann taldi þá hafa átt aðild að átökum lögreglu og ungmenna í Skeifunni snemma í mánuðinum. Viðar segir son sinn ekki tengjast þessu máli á annan hátt en að hann er meðlimur á bloggsíðu þar sem skrifað var um atburðina. Þau skrif segir hann þó hafa verið undirrituð með fullu nafni höfundar og því telji hann undarlegt að þau séu látin bitna á öllum þeim sem tengjast síðunni. VIÐAR GARÐARSSON Telur son sinn hafa verið beittan órétti að hálfu rektors Menntaskólans við Sund og undirbýr stjórnsýslu kæru. „Það að banna ungmennum að taka þátt í félagslífi menntaskóla síns vegna atburða sem þau tengdust ekki neitt og hafa ekkert með skólann að gera þykir mér einkennilegt. Ég hef farið yfir málið ásamt lögfræðingi og við fáum ekki sé að ákvörðun rektors standist reglur nemendafélags, menntaskólans eða menntamálaráðuneytisins,“ segir Viðar. Hann kveðst hafa spurt rektorinn margoft í hverju hann teldi brot sonar síns vera fólgið og á hvaða reglum hann hefði byggt ákvörðun sína um skemmtanabann. Það eina sem hann hafi uppskorið var að væri hann ósáttur gæti hann kært málið eftir formlegum leiðum. Því segist Viðar ekki eiga annars úrkosta en að senda stjórnsýslukæru. Fleiri foreldrar sem haft var samband við vegna málsins töldu rektor ekki hafa gætt sanngirni og töldu afskipti hans af því sem nemendur hafa haft fyrir stafni í frítíma sínum óþörf. Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, segir ekki rétt að kalla aðgerðirnar bann. Hann telur eðlilegt að álitamál geti komið upp innan opinberra stofnana eins og menntaskóla og ekkert sé athugavert við að þau séu afgreidd eftir opinberum leiðum. „Það voru sjö einstaklingar við skólann sem ég treysti mér ekki til að hafa með á dansleik í skólanum,“ segir Már sem telur aðgerðirnar réttlætanlegar af sinni hálfu til að tryggja að öryggi annarra. Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Við teljum son okkar hafa verið beittan svo miklum órétti í þessu máli að við sjáum okkur ekki annað fært en að bregðast við,“ segir Viðar Garðarsson, sem nú er að undirbúa stjórnsýslukæru á hendur Más Vilhjálmssonar, rektors Menntaskólans við Sund. Ástæðu kærunnar segir Viðar vera þá að hann telji rektorinn hafa farið langt út fyrir valdsvið sitt þegar hann úrskurðaði nokkra pilta í skemmtanabann við skólann, þar sem hann taldi þá hafa átt aðild að átökum lögreglu og ungmenna í Skeifunni snemma í mánuðinum. Viðar segir son sinn ekki tengjast þessu máli á annan hátt en að hann er meðlimur á bloggsíðu þar sem skrifað var um atburðina. Þau skrif segir hann þó hafa verið undirrituð með fullu nafni höfundar og því telji hann undarlegt að þau séu látin bitna á öllum þeim sem tengjast síðunni. VIÐAR GARÐARSSON Telur son sinn hafa verið beittan órétti að hálfu rektors Menntaskólans við Sund og undirbýr stjórnsýslu kæru. „Það að banna ungmennum að taka þátt í félagslífi menntaskóla síns vegna atburða sem þau tengdust ekki neitt og hafa ekkert með skólann að gera þykir mér einkennilegt. Ég hef farið yfir málið ásamt lögfræðingi og við fáum ekki sé að ákvörðun rektors standist reglur nemendafélags, menntaskólans eða menntamálaráðuneytisins,“ segir Viðar. Hann kveðst hafa spurt rektorinn margoft í hverju hann teldi brot sonar síns vera fólgið og á hvaða reglum hann hefði byggt ákvörðun sína um skemmtanabann. Það eina sem hann hafi uppskorið var að væri hann ósáttur gæti hann kært málið eftir formlegum leiðum. Því segist Viðar ekki eiga annars úrkosta en að senda stjórnsýslukæru. Fleiri foreldrar sem haft var samband við vegna málsins töldu rektor ekki hafa gætt sanngirni og töldu afskipti hans af því sem nemendur hafa haft fyrir stafni í frítíma sínum óþörf. Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, segir ekki rétt að kalla aðgerðirnar bann. Hann telur eðlilegt að álitamál geti komið upp innan opinberra stofnana eins og menntaskóla og ekkert sé athugavert við að þau séu afgreidd eftir opinberum leiðum. „Það voru sjö einstaklingar við skólann sem ég treysti mér ekki til að hafa með á dansleik í skólanum,“ segir Már sem telur aðgerðirnar réttlætanlegar af sinni hálfu til að tryggja að öryggi annarra.
Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira