Dramatík í Rock Star 29. ágúst 2006 00:01 Magni Segist ekki bera neinn kala til Dilönu eftir að hún blóðgaði hann í brjálæðiskasti. Magni stígur á svið í kvöld og syngur Live - slagarann I Alone og verður annar í röðinni. Magni Ásgeirsson er í úlfakreppu. Í síðustu tveimur þáttum hefur hann verið meðal þriggja neðstu í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova og hafa aðdáendur hans sent út fjöldapósta og hvatt almenning til að sýna honum stuðning sinn í verki og greiða söngvaranum atkvæði. Meira að segja Liverpool - klúbburinn á Íslandi hefur beint því til fylgismanna sinna að leggja sitt á vogarskálarnar enda Magni dyggur stuðningsmaður enska liðsins. Ganga Magna uppá topp hefur ekki verið sársaukalaus og margir supu hveljur yfir atviki sem átti sér stað eftir síðasta atkvæðagreiðslu - þátt þegar Dilana mölvar glas með þeim afleiðingum að glerbrot skýst í haus Magna og úr verður blóðugt sár. Ég hef meitt mig meira á því að opna kókdos, lýsir Magni yfir þegar hann er inntur eftir þessu slysi en mikið hefur verið gert úr því á netinu. Ég veit það manna best að það kemur mikið blóð þegar það kemur sár á höfuðið enda raka ég mig sjálfur á hausnum, heldur Magni áfram og vill sem minnst úr þessu gera. Það sem sést ekki í sjónvarpinu er að þegar ég sýnist mjög reiður og skelli baðherbergishurðinni á sjónvarpsvélarnar sitja Dilana og Storm inni með mér og við Storm tökum okkur góðan tíma í að hugga hana, segir Magni og tekur skýrt fram að ekki sjái á honum eftir þetta atvik. Við sex erum mjög góðir vinir og styðjum hvort við annað, segir Magni. Ég hef sjálfur brotnað niður og verið óstarfhæfur í sex tíma en þá komu hinir til að standa þétt við bakið á mér, viðurkennir söngvarinn sem ber engan kala til Dilönu eftir þetta atvik enda veit hann sem er að dramatíkin selur í sjónvarpi. Magni tekur í kvöld rokkslagarann I Alone með hljómsveitinni Live en að þessu sinni voru það áhorfendurnir sem völdu lögin fyrir keppendurna. Magni sagðist vera ánægður með sitt hlutskipti enda hefði þetta getað verið mun verra. Mér hefur líka gengið ágætlega með Live - lögin, segir söngvarinn en flutningur Magna á Dolphins Cry með sömu hljómsveit var sem kunnugt er valið uppklappslag fyrir ekki margt löngu. Æfingarnar hafa gengið vel og ég er bara nokkuð bjartsýnn, bætir hann við. Magni segist að sjálfsögðu sakna heimalandsins og þá ekki síst Eyrúnar, konunnar sinnar og sonar síns Marínó en ekki gefist tími til að velta sér upp úr slíku. Það er Eyrún sem er að gera eitthvað af viti, ég sit bara á sundlaugarbakkanum, segir Magni og hlær en vill að endingu skila góðri kveðju til allra heima á Íslandi. Rock Star Supernova Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Sjá meira
Magni Ásgeirsson er í úlfakreppu. Í síðustu tveimur þáttum hefur hann verið meðal þriggja neðstu í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova og hafa aðdáendur hans sent út fjöldapósta og hvatt almenning til að sýna honum stuðning sinn í verki og greiða söngvaranum atkvæði. Meira að segja Liverpool - klúbburinn á Íslandi hefur beint því til fylgismanna sinna að leggja sitt á vogarskálarnar enda Magni dyggur stuðningsmaður enska liðsins. Ganga Magna uppá topp hefur ekki verið sársaukalaus og margir supu hveljur yfir atviki sem átti sér stað eftir síðasta atkvæðagreiðslu - þátt þegar Dilana mölvar glas með þeim afleiðingum að glerbrot skýst í haus Magna og úr verður blóðugt sár. Ég hef meitt mig meira á því að opna kókdos, lýsir Magni yfir þegar hann er inntur eftir þessu slysi en mikið hefur verið gert úr því á netinu. Ég veit það manna best að það kemur mikið blóð þegar það kemur sár á höfuðið enda raka ég mig sjálfur á hausnum, heldur Magni áfram og vill sem minnst úr þessu gera. Það sem sést ekki í sjónvarpinu er að þegar ég sýnist mjög reiður og skelli baðherbergishurðinni á sjónvarpsvélarnar sitja Dilana og Storm inni með mér og við Storm tökum okkur góðan tíma í að hugga hana, segir Magni og tekur skýrt fram að ekki sjái á honum eftir þetta atvik. Við sex erum mjög góðir vinir og styðjum hvort við annað, segir Magni. Ég hef sjálfur brotnað niður og verið óstarfhæfur í sex tíma en þá komu hinir til að standa þétt við bakið á mér, viðurkennir söngvarinn sem ber engan kala til Dilönu eftir þetta atvik enda veit hann sem er að dramatíkin selur í sjónvarpi. Magni tekur í kvöld rokkslagarann I Alone með hljómsveitinni Live en að þessu sinni voru það áhorfendurnir sem völdu lögin fyrir keppendurna. Magni sagðist vera ánægður með sitt hlutskipti enda hefði þetta getað verið mun verra. Mér hefur líka gengið ágætlega með Live - lögin, segir söngvarinn en flutningur Magna á Dolphins Cry með sömu hljómsveit var sem kunnugt er valið uppklappslag fyrir ekki margt löngu. Æfingarnar hafa gengið vel og ég er bara nokkuð bjartsýnn, bætir hann við. Magni segist að sjálfsögðu sakna heimalandsins og þá ekki síst Eyrúnar, konunnar sinnar og sonar síns Marínó en ekki gefist tími til að velta sér upp úr slíku. Það er Eyrún sem er að gera eitthvað af viti, ég sit bara á sundlaugarbakkanum, segir Magni og hlær en vill að endingu skila góðri kveðju til allra heima á Íslandi.
Rock Star Supernova Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Sjá meira