Ellefu tegundir ánamaðka 28. júlí 2006 07:00 ÁNAMAÐKUR Ellefu tegundir ánamaðka lifa á Íslandi en til samanburðar má geta þess að nokkrir tugir finnast annars staðar á Norðurlöndunum. Um fimmtíu vísindamenn eru staddir á ráðstefnu um dýralíf í jarðvegi sem haldin er á Akureyri. Bjarni E. Guðleifsson náttúrufræðingur segir að hér kunni að finnast smádýrategundir sem ekki finnist annars staðar. Þetta er fyrsta skiptið sem ráðstefna af þessu tagi er haldin á Íslandi en þar koma saman vísindamenn frá hinum Norðurlöndunum, Eistlandi og Rússlandi og kynna rannsóknarniðurstöður sínar. "Einn vísindamannanna var á ferð á Íslandi í haust og komst þá að því að tegundir mordýra, sem eru smádýr í jarðvegi, eru fleiri en áður hafði verið talið á Íslandi." Þá verður á ráðstefnunni fjallað um hringrásina í jarðveginum, um tegundafjölbreytni jarðvegsdýra og áhrif mannlegra aðgerða á jarðvegsdýralífið. Bjarni segir jarðveg á Íslandi vera sérstakan því þetta sé eldfjallajörð og því kunni að finnast hér dýrategundir sem ekki finnist annars staðar. Bjarni segir að vegna legu landsins sé dýralíf í jarðvegi hér fábreyttara en í öðrum löndum. "Sem dæmi má nefna að hér finnast aðeins ellefu tegundir af ánamöðkum en annars staðar á Norðurlöndunum eru þær nokkrir tugir. Köngulóartegundir eru tæplega eitt hundrað hér á landi en flestar þeirra eru litlar." Bjarni segir ýmislegt geta haft áhrif á dýralíf í jarðvegi og nefnir sem dæmi túnrækt, sinubruna, virkjanaframkvæmdir, geislun og mengunarslys ýmiss konar. "Flest smádýr lifa í efstu fimm sentimetrum jarðvegs og því er margt sem getur haft áhrif á þau. Ég hef verið að rannsaka áhrif túnræktunar á smádýr og þar kemur í ljós að í túnrækt fækkar tegundum dýra í jarðvegi en hefur jafnframt þau áhrif að innan sumra dýrategunda verður veruleg fjölgun." Innlent Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Um fimmtíu vísindamenn eru staddir á ráðstefnu um dýralíf í jarðvegi sem haldin er á Akureyri. Bjarni E. Guðleifsson náttúrufræðingur segir að hér kunni að finnast smádýrategundir sem ekki finnist annars staðar. Þetta er fyrsta skiptið sem ráðstefna af þessu tagi er haldin á Íslandi en þar koma saman vísindamenn frá hinum Norðurlöndunum, Eistlandi og Rússlandi og kynna rannsóknarniðurstöður sínar. "Einn vísindamannanna var á ferð á Íslandi í haust og komst þá að því að tegundir mordýra, sem eru smádýr í jarðvegi, eru fleiri en áður hafði verið talið á Íslandi." Þá verður á ráðstefnunni fjallað um hringrásina í jarðveginum, um tegundafjölbreytni jarðvegsdýra og áhrif mannlegra aðgerða á jarðvegsdýralífið. Bjarni segir jarðveg á Íslandi vera sérstakan því þetta sé eldfjallajörð og því kunni að finnast hér dýrategundir sem ekki finnist annars staðar. Bjarni segir að vegna legu landsins sé dýralíf í jarðvegi hér fábreyttara en í öðrum löndum. "Sem dæmi má nefna að hér finnast aðeins ellefu tegundir af ánamöðkum en annars staðar á Norðurlöndunum eru þær nokkrir tugir. Köngulóartegundir eru tæplega eitt hundrað hér á landi en flestar þeirra eru litlar." Bjarni segir ýmislegt geta haft áhrif á dýralíf í jarðvegi og nefnir sem dæmi túnrækt, sinubruna, virkjanaframkvæmdir, geislun og mengunarslys ýmiss konar. "Flest smádýr lifa í efstu fimm sentimetrum jarðvegs og því er margt sem getur haft áhrif á þau. Ég hef verið að rannsaka áhrif túnræktunar á smádýr og þar kemur í ljós að í túnrækt fækkar tegundum dýra í jarðvegi en hefur jafnframt þau áhrif að innan sumra dýrategunda verður veruleg fjölgun."
Innlent Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira