Rokkfjölskyldan á kafi í heyskap fyrir austan 26. júlí 2006 12:00 Ásgeir faðir Magna er á kafi í heyskap þessa dagana ásamt bróður Magna, Arngrími Viðari og syni hans Ásgeiri Boga. MYND/Heiða Lífið gengur sinn vanagang á Brekkubæ á Borgarfirði Eystra sem er æskuheimili Rokkstjörnunnar Magna Ásgeirssonar. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins litu þar við um helgina var Ásgeir Arngrímsson, faðir Magna, á kafi í heyskap ásamt syninum Arngrími Viðari og barnabarninu Ásgeiri Boga Arngrímssyni. Höfðu þeir meiri áhyggjur af slættinum en gengi Magna í Rock Star Supernova keppninni enda vita allir alvöru bændur að það þarf að nota veðurblíðuna þegar hún gefst til að koma heyi í hús. „Magni var ágætur í heyskapnum og mjög góður á vélunum," minnist faðir Magna sem er að vonum stoltur af gengi sonarins vestra. Fjölskyldan hefur ekkert heyrt í Magna síðan 20. júní enda fær hann einungis að hringja tvisvar í viku í heim í 15 mínútur í senn og þeim símtölum eyðir hann í sambýlilskonuna Eyrúnu Huld Haraldsdóttur. „Svo þarf Eyrún að hringja í alla og dreifa fréttunum," segir Arngrímu Viðar og hlær. Íbúar á Borgarfirði Eystra fylgjast með keppninni á breiðtjaldi í Félagsheimilinu Fjarðarborg og þar hefur oft myndast mikil stemning, enda hafa ekki bara íbúar staðarins mætt til að hvetja Magna heldur einnig stórir hópar ferðamanna á ferð um svæðið. „Magni hefur ekki þurft að hafa mikið fyrir þessu hingað til, hann kann alla texta enda vanur að syngja allt milli himins og jarðar á þorrablótum, böllum og allskonar uppákomum með Á móti sól," segir Arngrímur Viðar. Að þessu leyti er hann sterkari en aðrir keppendur sem virðast margir hverjir ekki kunna einn einasta texta. Magni sker sig líka út frá hinum keppendum á fleiri sviðum því Ásgeir Bogi bendir á að hann sé t.d. ekki með eitt einasta tattú en það ætti samt ekki að koma að sök. „Það er ókeypis að kjósa á Netinu og ég vona að einhverjar aðrar þjóðir séu að kjósa hann heldur en bara Íslendingar," segir Ásgeir Bogi sem er sjálfskipaður kosningastjóri fjölskyldunnar. Ef Magni helst áfram inni í keppninni fær hann leyfi fyrir heimsókn út til sín og er fjölskyldan að vonum spennt fyrir því. Reikna þau með því að fjórir til fimm fjölskyldumeðlimir fari þá út til hans - en heyskap þarf að sjálfsögðu að vera lokið áður. Borgarfjörður eystri Rock Star Supernova Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Lífið gengur sinn vanagang á Brekkubæ á Borgarfirði Eystra sem er æskuheimili Rokkstjörnunnar Magna Ásgeirssonar. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins litu þar við um helgina var Ásgeir Arngrímsson, faðir Magna, á kafi í heyskap ásamt syninum Arngrími Viðari og barnabarninu Ásgeiri Boga Arngrímssyni. Höfðu þeir meiri áhyggjur af slættinum en gengi Magna í Rock Star Supernova keppninni enda vita allir alvöru bændur að það þarf að nota veðurblíðuna þegar hún gefst til að koma heyi í hús. „Magni var ágætur í heyskapnum og mjög góður á vélunum," minnist faðir Magna sem er að vonum stoltur af gengi sonarins vestra. Fjölskyldan hefur ekkert heyrt í Magna síðan 20. júní enda fær hann einungis að hringja tvisvar í viku í heim í 15 mínútur í senn og þeim símtölum eyðir hann í sambýlilskonuna Eyrúnu Huld Haraldsdóttur. „Svo þarf Eyrún að hringja í alla og dreifa fréttunum," segir Arngrímu Viðar og hlær. Íbúar á Borgarfirði Eystra fylgjast með keppninni á breiðtjaldi í Félagsheimilinu Fjarðarborg og þar hefur oft myndast mikil stemning, enda hafa ekki bara íbúar staðarins mætt til að hvetja Magna heldur einnig stórir hópar ferðamanna á ferð um svæðið. „Magni hefur ekki þurft að hafa mikið fyrir þessu hingað til, hann kann alla texta enda vanur að syngja allt milli himins og jarðar á þorrablótum, böllum og allskonar uppákomum með Á móti sól," segir Arngrímur Viðar. Að þessu leyti er hann sterkari en aðrir keppendur sem virðast margir hverjir ekki kunna einn einasta texta. Magni sker sig líka út frá hinum keppendum á fleiri sviðum því Ásgeir Bogi bendir á að hann sé t.d. ekki með eitt einasta tattú en það ætti samt ekki að koma að sök. „Það er ókeypis að kjósa á Netinu og ég vona að einhverjar aðrar þjóðir séu að kjósa hann heldur en bara Íslendingar," segir Ásgeir Bogi sem er sjálfskipaður kosningastjóri fjölskyldunnar. Ef Magni helst áfram inni í keppninni fær hann leyfi fyrir heimsókn út til sín og er fjölskyldan að vonum spennt fyrir því. Reikna þau með því að fjórir til fimm fjölskyldumeðlimir fari þá út til hans - en heyskap þarf að sjálfsögðu að vera lokið áður.
Borgarfjörður eystri Rock Star Supernova Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira