Sveitarfélögin íhuga aðild sína að Strætó 21. júlí 2006 07:15 „Ég hef heyrt að sveitarstjórnarmenn séu að skoða að sveitarfélögin sjái sjálf um sinn innanbæjarakstur en reki stofnleiðirnar í sameiningu,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. „Þá eru innanbæjarmálin okkar og við tökum þá sjálf ákvörðun um hvert þjónustustigið og gjaldið eigi að vera.“ Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, segir sparnaðaraðgerðir Strætó undanfarið tilkomnar vegna þess að nágrannasveitarfélögin hafi neitað að leiðrétta fjárframlög sín til fyrirtækisins, sem hafi hækkað vegna kjarasamninga. „Þegar launin hækkuðu á leikskólum borgarinnar á sínum tíma bættum við þeim það upp svo þjónustan myndi ekki skerðast,“ segir Dagur. Í yfirlýsingu frá Ásgeiri Eiríkssyni, framkvæmdastjóra Strætó bs., kemur fram að öll aðildarsveitarfélög hafi staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun. Birni Inga Hrafnssyni, borgarfulltrúa og oddvita Framsóknarflokksins, finnst ámælisvert að fyrrverandi fulltrúi borgarinnar í stjórn Strætó, Björk Vilhelmsdóttir, þáverandi borgarfulltrúi R-listans, hafi ekki gert borginni kunnugt um taprekstur Strætó bs. um leið og ljóst var í hvað stefndi. „Strætó tapaði rúmri milljón á dag og það hefur legið fyrir frá því í apríl. Strætó hefur því tapað rúmum áttatíu milljónum króna síðan. Því urðum við að taka óvinsælar ákvarðanir til að bregðast við taprekstrinum,“ segir Björn Ingi og vísar til sparnaðaraðgerða Strætó bs. Björn Ingi fagnar nýlegum ummælum Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra um að ríkið komi með einhverjum hætti að rekstri Strætó. „Ég fagna því að ríkisvaldið sé tilbúið að vinna með sveitarstjórnum að því að efla almenningssamgöngur,“ sagði Björn Ingi. Hvorki Björn Ingi né Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, útilokuðu að borgin kæmi með frekara fjármagn inn í reksturinn. „Eftir stjórnsýsluúttektina kemur í ljós hvort sveitarfélögin hafi staðið við sitt og um leið hvort Reykjavíkurborg þurfi að borga meira,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson. Innlent Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Ég hef heyrt að sveitarstjórnarmenn séu að skoða að sveitarfélögin sjái sjálf um sinn innanbæjarakstur en reki stofnleiðirnar í sameiningu,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. „Þá eru innanbæjarmálin okkar og við tökum þá sjálf ákvörðun um hvert þjónustustigið og gjaldið eigi að vera.“ Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, segir sparnaðaraðgerðir Strætó undanfarið tilkomnar vegna þess að nágrannasveitarfélögin hafi neitað að leiðrétta fjárframlög sín til fyrirtækisins, sem hafi hækkað vegna kjarasamninga. „Þegar launin hækkuðu á leikskólum borgarinnar á sínum tíma bættum við þeim það upp svo þjónustan myndi ekki skerðast,“ segir Dagur. Í yfirlýsingu frá Ásgeiri Eiríkssyni, framkvæmdastjóra Strætó bs., kemur fram að öll aðildarsveitarfélög hafi staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun. Birni Inga Hrafnssyni, borgarfulltrúa og oddvita Framsóknarflokksins, finnst ámælisvert að fyrrverandi fulltrúi borgarinnar í stjórn Strætó, Björk Vilhelmsdóttir, þáverandi borgarfulltrúi R-listans, hafi ekki gert borginni kunnugt um taprekstur Strætó bs. um leið og ljóst var í hvað stefndi. „Strætó tapaði rúmri milljón á dag og það hefur legið fyrir frá því í apríl. Strætó hefur því tapað rúmum áttatíu milljónum króna síðan. Því urðum við að taka óvinsælar ákvarðanir til að bregðast við taprekstrinum,“ segir Björn Ingi og vísar til sparnaðaraðgerða Strætó bs. Björn Ingi fagnar nýlegum ummælum Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra um að ríkið komi með einhverjum hætti að rekstri Strætó. „Ég fagna því að ríkisvaldið sé tilbúið að vinna með sveitarstjórnum að því að efla almenningssamgöngur,“ sagði Björn Ingi. Hvorki Björn Ingi né Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, útilokuðu að borgin kæmi með frekara fjármagn inn í reksturinn. „Eftir stjórnsýsluúttektina kemur í ljós hvort sveitarfélögin hafi staðið við sitt og um leið hvort Reykjavíkurborg þurfi að borga meira,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson.
Innlent Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira