Hindrar heimabankaþjófnað 21. júlí 2006 07:00 Hafnar eru tilraunir með notkun svokallaðra einskiptis lykilorða til að auka öryggi þeirra viðskiptavina bankanna sem nota heimabanka. Búnaður til þessara nota er kominn til landsins og er nú nokkur fjöldi viðskiptavina bankanna að prufukeyra hann. Þetta segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Ástæða þessa er þjófnaðir óprúttinna einstaklinga af reikningum fólks, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Hefur 10 til 15 milljónum verið stolið með þeim hætti að þjófarnir hafa farið inn í heimabanka viðkomandi og millifært fjármuni af reikningum þeirra. Sú aðferð sem þessir óprúttnu aðilar hafa beitt er að safna lykilorðum fólks með aðstoð tölvuvírusa eða annarra njósnaforrita. Nokkur tími hefur því getað liðið frá því að þjófarnir komust yfir lykilorðin og þar til þeir notuðu þau, segir Guðjón. Hann bætir við að hin síbreytilegu lykilorð verði tekin í almenna notkun í byrjun hausts og muni það gjörbreyta öllu varðandi öryggi heimabanka. Eftir sem áður þurfi fólk að huga vel að vörnum, svo sem vegna verslunar á netinu. Þessi síðustu tilvik, sem nefnd eru í samantekt Fréttablaðsins og eru nýlega komin upp, þar sem notuð voru SMS-skilaboð til að nálgast upplýsingar um aðgangsorð að reikningum fólks, sýna enn og aftur hversu mikilvægt er að vera á varðbergi gagnvart öllum gylliboðum. Við vöruðum strax í fyrrahaust sterklega við boðum til fólks um að framkvæma einhverjar ákveðnar aðgerðir í tölvum sínum, segir Guðjón. Spurður hvort tilraunir hefðu verið gerðar til að brjótast inn í tölvukerfi bankanna hér staðfesti hann að það hefði gerst, en aldrei tekist. Það væri alþekkt vandamál erlendis en varnarveggir þessara tölvukerfa væru svo öflugir að ógerlegt ætti að vera að komast inn í þau. Innlent Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Hafnar eru tilraunir með notkun svokallaðra einskiptis lykilorða til að auka öryggi þeirra viðskiptavina bankanna sem nota heimabanka. Búnaður til þessara nota er kominn til landsins og er nú nokkur fjöldi viðskiptavina bankanna að prufukeyra hann. Þetta segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Ástæða þessa er þjófnaðir óprúttinna einstaklinga af reikningum fólks, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Hefur 10 til 15 milljónum verið stolið með þeim hætti að þjófarnir hafa farið inn í heimabanka viðkomandi og millifært fjármuni af reikningum þeirra. Sú aðferð sem þessir óprúttnu aðilar hafa beitt er að safna lykilorðum fólks með aðstoð tölvuvírusa eða annarra njósnaforrita. Nokkur tími hefur því getað liðið frá því að þjófarnir komust yfir lykilorðin og þar til þeir notuðu þau, segir Guðjón. Hann bætir við að hin síbreytilegu lykilorð verði tekin í almenna notkun í byrjun hausts og muni það gjörbreyta öllu varðandi öryggi heimabanka. Eftir sem áður þurfi fólk að huga vel að vörnum, svo sem vegna verslunar á netinu. Þessi síðustu tilvik, sem nefnd eru í samantekt Fréttablaðsins og eru nýlega komin upp, þar sem notuð voru SMS-skilaboð til að nálgast upplýsingar um aðgangsorð að reikningum fólks, sýna enn og aftur hversu mikilvægt er að vera á varðbergi gagnvart öllum gylliboðum. Við vöruðum strax í fyrrahaust sterklega við boðum til fólks um að framkvæma einhverjar ákveðnar aðgerðir í tölvum sínum, segir Guðjón. Spurður hvort tilraunir hefðu verið gerðar til að brjótast inn í tölvukerfi bankanna hér staðfesti hann að það hefði gerst, en aldrei tekist. Það væri alþekkt vandamál erlendis en varnarveggir þessara tölvukerfa væru svo öflugir að ógerlegt ætti að vera að komast inn í þau.
Innlent Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira