Milljónir yfirfærðar af bankareikningum 20. júlí 2006 07:00 Fjögur umfangsmikil fjársvikamál eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Í öllum tilvikum er um að ræða þjófnaði af bankareikningum fólks, þar sem þjófarnir hafa farið án heimildar inn í heimabanka viðkomandi og millifært fjármuni út af reikningum þeirra. Í þremur af þessum málum eru fleiri tilvik en eitt og um umtalsverðar fjárhæðir að ræða, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fyrsta málið af þessum fjórum er þannig vaxið að í október 2005 voru millifærðar fjárhæðir út af reikningum í bönkum hér. Það var gert frá erlendum IP-tölum, sem þýðir að tölvurnar erlendis voru notaðar. Fjárhæðirnar voru lagðar inn á reikninga tveggja einstaklinga hér á landi. Þeir tóku síðan peningana út og sendu þá með peningaflutningafyrirtækinu Western Union til eins af Eystrasaltslöndunum. Er talið að þeir erlendu einstaklingar sem fóru án heimildar inn í heimabankana hafi haft samband við mennina tvo hér til að geta notað reikninga þeirra, þannig að um eins konar peningaþvætti hafi verið að ræða. Öðrum mannanna hafði verið boðið starf við peningaflutninga gegn þóknun. Hinn maðurinn gaf þær skýringar að hafa ætlað að stofna netsölufyrirtæki og tjáðu erlendu aðilarnir honum að lagðar yrðu fjárhæðir inn á reikning hans, um lán fyrir vörukaupum væri að ræða. Um mánaðamótin nóvember-desember 2005 kom næsta þjófnaðarmál upp. Þá var millifært úr heimabönkum frá íslenskri IP-tölu yfir á reikninga manna sem komið höfðu við sögu lögreglu. Slíkar færslur voru gerðar í sex tilvikum og þar reyndist einnig vera um umtalsverðar fjárhæðir að ræða. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að í öllum tilvikunum áttu millifærslurnar sér stað í gegnum opna þráðlausa beina sem víða eru staðsettir. Þriðja málið kom upp í mars á þessu ári. Þá var færð frá íslenskri IP-tölu há fjárhæð úr heimabanka, einnig inn á reikning einstaklings sem hefur áður komið við sögu lögreglu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru tengsl milli tveggja síðustu málanna og leikur grunur á að sömu þjófar hafi verið að verki. Síðasta málið kom upp nýlega, en þá voru notuð SMS-skilaboð til fólks um að það hefði verið skráð á sérstaka stefnumótasíðu og yrði að skrá sig út af henni, ella yrði viðkomandi að borga tiltekna upphæð. Um leið og viðkomandi afskráði sig af umræddri stefnumótasíðu komst vírus í tölvuna sem safnaði saman nauðsynlegum upplýsingum um hvernig þjófarnir kæmust inn á heimabanka viðkomandi og síðan voru fjárhæðir millifærðar á bankareikninga erlendis. Tvö tilvik í þessu máli hafa verið kærð til lögreglu og mun henni kunnugt um tvö til víðbótar. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur aflað sér nema upphæðir í öllum þessum fjársvikamálum nær tuttugu milljónum króna. Lögreglan hvetur fólk enn sem fyrr til að láta yfirfara varnarbúnað í tölvum sínum og fylgjast með heimabankafærslum. Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Fjögur umfangsmikil fjársvikamál eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Í öllum tilvikum er um að ræða þjófnaði af bankareikningum fólks, þar sem þjófarnir hafa farið án heimildar inn í heimabanka viðkomandi og millifært fjármuni út af reikningum þeirra. Í þremur af þessum málum eru fleiri tilvik en eitt og um umtalsverðar fjárhæðir að ræða, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fyrsta málið af þessum fjórum er þannig vaxið að í október 2005 voru millifærðar fjárhæðir út af reikningum í bönkum hér. Það var gert frá erlendum IP-tölum, sem þýðir að tölvurnar erlendis voru notaðar. Fjárhæðirnar voru lagðar inn á reikninga tveggja einstaklinga hér á landi. Þeir tóku síðan peningana út og sendu þá með peningaflutningafyrirtækinu Western Union til eins af Eystrasaltslöndunum. Er talið að þeir erlendu einstaklingar sem fóru án heimildar inn í heimabankana hafi haft samband við mennina tvo hér til að geta notað reikninga þeirra, þannig að um eins konar peningaþvætti hafi verið að ræða. Öðrum mannanna hafði verið boðið starf við peningaflutninga gegn þóknun. Hinn maðurinn gaf þær skýringar að hafa ætlað að stofna netsölufyrirtæki og tjáðu erlendu aðilarnir honum að lagðar yrðu fjárhæðir inn á reikning hans, um lán fyrir vörukaupum væri að ræða. Um mánaðamótin nóvember-desember 2005 kom næsta þjófnaðarmál upp. Þá var millifært úr heimabönkum frá íslenskri IP-tölu yfir á reikninga manna sem komið höfðu við sögu lögreglu. Slíkar færslur voru gerðar í sex tilvikum og þar reyndist einnig vera um umtalsverðar fjárhæðir að ræða. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að í öllum tilvikunum áttu millifærslurnar sér stað í gegnum opna þráðlausa beina sem víða eru staðsettir. Þriðja málið kom upp í mars á þessu ári. Þá var færð frá íslenskri IP-tölu há fjárhæð úr heimabanka, einnig inn á reikning einstaklings sem hefur áður komið við sögu lögreglu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru tengsl milli tveggja síðustu málanna og leikur grunur á að sömu þjófar hafi verið að verki. Síðasta málið kom upp nýlega, en þá voru notuð SMS-skilaboð til fólks um að það hefði verið skráð á sérstaka stefnumótasíðu og yrði að skrá sig út af henni, ella yrði viðkomandi að borga tiltekna upphæð. Um leið og viðkomandi afskráði sig af umræddri stefnumótasíðu komst vírus í tölvuna sem safnaði saman nauðsynlegum upplýsingum um hvernig þjófarnir kæmust inn á heimabanka viðkomandi og síðan voru fjárhæðir millifærðar á bankareikninga erlendis. Tvö tilvik í þessu máli hafa verið kærð til lögreglu og mun henni kunnugt um tvö til víðbótar. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur aflað sér nema upphæðir í öllum þessum fjársvikamálum nær tuttugu milljónum króna. Lögreglan hvetur fólk enn sem fyrr til að láta yfirfara varnarbúnað í tölvum sínum og fylgjast með heimabankafærslum.
Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira