Ráðstöfun Símapeninga óbreytt að sinni 14. júlí 2006 07:15 Guðni Ágústsson Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, hefur áhyggjur af þróun gengismála og telur að Seðlabankinn þurfi að selja dollara til að halda gengisvísitölunni í 125 til 130 stigum. Hann segir að það sé til umræðu hjá stjórnarflokkunum að breyta lögum um ráðstöfun Símapeninganna og setja peningana alla í gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Það myndi styrkja Seðlabankann verulega og gera honum kleift að hafa leiðsögn um það að missa ekki gengið of neðarlega, segir Einar Oddur. Geir H. Haarde forsætisráðherra kannast ekki við þessa umræðu. Hann segir að það sé sjálfstætt mál í tengslum við fjárlagagerðina hvort eitthvað verði hróflað við ráðstöfun Símapeninganna. Það hefur ekki verið tekin nein slík ákvörðun, segir hann. Samkvæmt lögum um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf. eiga 3,9 milljarðar að fara í ýmsar framkvæmdir á næsta ári. Stærsti hlutinn fer í lagningu Sundabrautar og breikkun Reykjanesbrautar. Ef hugmyndin er sú að fresta því sem ákveðið var um ráðstöfun Símapeninganna árið 2007 þá kallar það á sjálfstæða ákvörðun og hún er ekki tímabær núna. Það getur vel verið að staðan verði sú að það verði frekar bætt við framkvæmdum en dregið úr á næsta ári þótt við séum að draga úr núna. Þetta er fljótt að breytast, segir Geir. Hvorki Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, né Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra taka vel í þá hugmynd að breyta ráðstöfun Símapeninganna. Þegar ríkisstjórnin ákvað sínar aðgerðir var ákveðið að láta það duga að sinni sem telja mætti nægilegt og nauðsynlegt núna. Það var sérstaklega tekið fram að við þyrftum að sjá hvernig framvindan verður, þannig að þessi mál hafa ekki verið á dagskrá. Hinsvegar vitum við að fólk úti í þjóðfélaginu er að spá og spekúlera en það er ekki á verksviði ríkisstjórnarinnar, segir Jón. Hann telur hættur geta verið fólgnar í því að auka gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Vitund um sterkan sjóð geti slævt varúð manna í fjármálakerfinu. Þeir telji sig eiga stuðning vísan þó að þeir hafi alls ekki gengið rækilega frá sínum málum, segir hann. Innlent Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, hefur áhyggjur af þróun gengismála og telur að Seðlabankinn þurfi að selja dollara til að halda gengisvísitölunni í 125 til 130 stigum. Hann segir að það sé til umræðu hjá stjórnarflokkunum að breyta lögum um ráðstöfun Símapeninganna og setja peningana alla í gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Það myndi styrkja Seðlabankann verulega og gera honum kleift að hafa leiðsögn um það að missa ekki gengið of neðarlega, segir Einar Oddur. Geir H. Haarde forsætisráðherra kannast ekki við þessa umræðu. Hann segir að það sé sjálfstætt mál í tengslum við fjárlagagerðina hvort eitthvað verði hróflað við ráðstöfun Símapeninganna. Það hefur ekki verið tekin nein slík ákvörðun, segir hann. Samkvæmt lögum um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf. eiga 3,9 milljarðar að fara í ýmsar framkvæmdir á næsta ári. Stærsti hlutinn fer í lagningu Sundabrautar og breikkun Reykjanesbrautar. Ef hugmyndin er sú að fresta því sem ákveðið var um ráðstöfun Símapeninganna árið 2007 þá kallar það á sjálfstæða ákvörðun og hún er ekki tímabær núna. Það getur vel verið að staðan verði sú að það verði frekar bætt við framkvæmdum en dregið úr á næsta ári þótt við séum að draga úr núna. Þetta er fljótt að breytast, segir Geir. Hvorki Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, né Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra taka vel í þá hugmynd að breyta ráðstöfun Símapeninganna. Þegar ríkisstjórnin ákvað sínar aðgerðir var ákveðið að láta það duga að sinni sem telja mætti nægilegt og nauðsynlegt núna. Það var sérstaklega tekið fram að við þyrftum að sjá hvernig framvindan verður, þannig að þessi mál hafa ekki verið á dagskrá. Hinsvegar vitum við að fólk úti í þjóðfélaginu er að spá og spekúlera en það er ekki á verksviði ríkisstjórnarinnar, segir Jón. Hann telur hættur geta verið fólgnar í því að auka gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Vitund um sterkan sjóð geti slævt varúð manna í fjármálakerfinu. Þeir telji sig eiga stuðning vísan þó að þeir hafi alls ekki gengið rækilega frá sínum málum, segir hann.
Innlent Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira