Innlent

Enginn haft samband enn

ÞJófnaður "Það hefur enginn haft samband við mig ennþá," segir Nói Benediktsson, sem lenti í því á laugardaginn að hluta búslóðar hans var stolið á meðan hann stóð í flutningum úr íbúð sinni. Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í gær.

"Ég vona að það kvikni á perunni hjá einhverjum þegar hann les um þetta, en það hefur ekkert spurst til hlutanna ennþá." Meðal þeirra hluta sem hurfu voru tveir stólar, sófaborð, bókahilla og borðtölva. Þeir sem telja sig vita um málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna. -




Fleiri fréttir

Sjá meira


×