Innlent

Svindl algengara en ekki

Þorbjörn Guðmundsson
Þorbjörn Guðmundsson

Í nýlegum úrskurði félagsdóms kemur fram að fyrirtækjum sé skylt að tryggja erlendu starfsfólki sínu viðunandi laun. Félagsdómur tók fyrir mál nokkurra Litháa sem höfðu fengið tuttugu þúsund krónur í mánaðarlaun. Samiðn höfðaði málið fyrir þeirra hönd. Þorbjörn Guðmundsson er framkvæmdastjóri Samiðnar.

Hversu algeng eru brot sem þessi?

Ég held að þau séu miklu algengari heldur en að borguð séu rétt laun.

Komast menn í miklum mæli upp með svona brot?

Það hefur allavega verið í töluverðum mæli á nýbyggingamarkaðnum þótt ég hafi á tilfinningunni að það sé eitthvað að lagast.

Hvert á fólk sem heldur að brotið sé á sér að leita?

Fólk á að snúa sér til viðkomandi verkalýðsfélags, Alþýðusambandsins og til dæmis okkar í Samiðn, og menn eiga líka að leita til Vinnumálastofnunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×