Innlent

Taldi efnið vera hestastera

Annar Litháinn sem handtekinn var á fimmtudaginn við komuna til landsins með Norrænu, eftir að tólf kíló af óþynntu amfetamíni fundust í bifreið hans, hefur játað. Hann segist hafa talið að efnið væri hestasterar.

Mennirnir tveir voru dæmdir í fjögurra vikna gæsluvarðhald sem hinn Litháinn áfrýjaði. Sá úrskurður var staðfestur í Hæstarétti í gær.

Sá sem játaði hefur viðurkennt að hafa þegið greiðslu frá pari í Litháen fyrir að flytja efnið hingað til lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×