Innlent

Hóta annarri vinnustöðvun

Starfsmenn IGS, dótturfyrirtækis Icelandair sem sér um þjónustustörf í Leifsstöð, hafa hótað því að leggja aftur niður störf batni kjör þeirra ekki á næstunni. Ákvörðun verður líklega tekin á starfsmannafundi í kvöld, en starfsmenn hafa sagt að verði önnur vinnustöðvun muni IGS ekki fá jafn langan viðbragðsfrest og seinast.

Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri IGS, sagðist ekki kannast við þessar fullyrðingar starfsmanna og lítil hreyfing hafi verið á málinu síðan starfsfólkið neitaði tillögu stjórnenda IGS í seinustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×