Innlent

Veitir íbúðalán aftur í ágúst

Eiríkur Óli Árnason, forstöðumaður hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum, segir að bankinn taki ekki við umsóknum um íbúðalán í júlí til að það náist að vinna úr þeim umsóknum sem þegar hafi borist. Strax eftir verslunarmannahelgi verði aftur farið að taka við umsóknum.

„Það hefur verið gríðarleg útlánaaukning hjá okkur og við höfum aldrei lánað eins mikið og í maí og júní. En við erum ekki hættir að lána, alls ekki. Við hreinlega ráðum ekki við þetta,“ segir hann.-



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×