Innlent

Krefjast skaðabóta

365-miðlar RÚV hefur kært helsta keppinautinn.
365-miðlar RÚV hefur kært helsta keppinautinn.

Ríkisútvarpið og auglýsingahönnuðurinn Sigurður Guðjón Sigurðsson hafa stefnt 365-ljósvakamiðlum og auglýsingastofunni Góðu fólki fyrir að nota auglýsingu sem Sigurður hannaði fyrir Ríkisútvarpið inni í auglýsingu fyrir Stöð 2. Krafist er 960 þúsund króna í skaðabætur fyrir Ríkisútvarpið og tveggja milljóna fyrir Sigurð.

Í febrúar birti Ríkisútvarpið auglýsingu í Fréttablaðinu um tíu vinsælustu sjónvarpsþættina samkvæmt nýlegri könnun IMG. Yfirskriftin var „Fullt hús – Takk fyrir! 10 af 10 vinsælustu – allir í Sjónvarpinu.“

Degi síðar birtist auglýsing í Fréttablaðinu frá Stöð 2 þar sem auglýsing RÚV var notuð, hún skekkt og merkingar settar inn á hana þar sem sagði: „BÚIÐ. Það er ekki nóg að vera vinsæll í viku. 7 af 10 vinsælustu þáttum sjónvarpsins eru ekki lengur á dagskrá.“ Síðan var tekið fram í annarri auglýsingu að Stöð myndi sýna vinsælustu þætti sína áfram.

Notkun auglýsingarinnar í heimildarleysi er að mati stefnenda brot á höfundarrétti Ríkisútvarpsins og breytingar á henni brot á sæmdarrétti Sigurðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×