Innlent

Góð veiði í gær

Lundi í holu Vertíðin hefur farið vel af stað í sumar.
Lundi í holu Vertíðin hefur farið vel af stað í sumar.

Lundavertíðin hefur farið vel af stað í Vestmannaeyjum í sumar. Vertíðin hófst 1. júlí og stendur hún til 15. ágúst.

„Menn voru áhyggjufullir fyrir tímabilið en svo fór þetta bara vel af stað. Hins vegar hefur veiðin ekki verið góð undanfarna fjóra daga en er nú að glæðast að nýju,“ sagði Magnús Bragason lundasölumaður þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær.

„Ég var að tala við veiðimenn sem eru í Ystakletti og þeir voru komnir með átta kyppur í dag,“ sagði Magnús. Fyrir þá sem ekki vita eru 100 lundar í hverri kyppu. Aðspurður um varpið sagði Magnús að það hefði tekist vel en hins vegar kæmi ekki í ljós fyrr en um miðjan júlí hvernig pysjurnar kæmust af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×