Innlent

Eykur sjálfstraust og félagshæfni

Ólympíuleikar andlega fatlaðra, eða Special Olympics, eru íþróttahátíð sem haldin er á fjögurra ára fresti, líkt og Ólympíuleikarnir og Ólympíuleikar fatlaðra, Paralympic Games.

Keppnin var stofnuð af Eunice Kennedy Shriver á sjöunda áratugnum en systir hennar, Rose­mary Kennedy, sem var andlega fötluð, varð henni innblástur til að koma keppninni á fót. Slagorð keppninnar er „Gefðu mér færi á að sigra. En ef ég get ekki sigrað, leyfðu mér að gera hugrakka tilraun til þess.“

Hvert er markmið keppninnar?Keppnin snýst um að hjálpa andlega fötluðum að öðlast sjálfstraust og félagshæfni með íþróttaiðkun og keppnisanda. Keppendurnir fá einnig mikilvæga líkamlega þjálfun og bæta þannig heilsu sína. Það er trú skipuleggjenda að líðan andlega fatlaðra einstaklinga sé hægt að stórbæta með íþróttaiðkun og félagslegum samskiptum við þjálfara sína og mótherja. Takmark hefur verið sett um að fjölga þátttakendum í leikunum til muna. Hvernig er skipulag keppninnar?Yfir tvær milljónir keppenda, frá börnum til fullorðna, taka þátt í íþróttastarfinu í meira en 150 löndum. Samtökin bjóða upp á þjálfun fyrir keppendur allan ársins hring og keppni í 26 vetrar- og sumaríþróttum. Þátttaka kostar ekkert og keppt er í mörgum flokkum eftir getu og aðstæðum hvers og eins. Seinustu sumarleikar voru haldnir í Dyflinni á Írlandi árið 2003, en þeir voru þeir fyrstu sem haldnir voru utan Bandaríkjanna. Næstu sumarleikar verða í Shanghai á næsta ári. Árið 2005 var svo vetrarkeppni í Nagano, en næsta vetrarkeppni verður haldin í Idaho-ríki í Bandaríkjunum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×