Innlent

Yfirheyrslur standa enn yfir

Yfirheyrslur og rannsókn standa enn yfir hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjórans en gæsluvarðhald yfir tveimur, sem grunaðir eru um fjár- og bótasvik hjá Tryggingastofnun, rennur út síðdegis á morgun.

"Markmið rannsóknarinnar nú er að reyna að draga allt fram í málinu sem máli skiptir og þarf að liggja fyrir," segir Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar. Hann kveðst ekki geta sagt neitt um það hvort sótt verði um framlengingu á gæsluvarðhaldi á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×