Innlent

Einn tognaði í baki eftir veltu

Maður á þrítugsaldri tognaði í baki eftir að bifreið sem hann var farþegi í valt í Þrengslunum á leið til Þorlákshafnar aðfaranótt laugardags.

Ökumaðurinn, kona á svipuðum aldri, missti stjórn á bifreiðinni er einn hjólbarðanna hvellsprakk. Unga fólkið kallaði ekki eftir aðstoð lögreglu heldur eftir dráttarbifreið til að koma jeppanum aftur upp á veg. Jeppinn var illa ökufær og mikið skemmdur. Lögreglan á Selfossi segir óalgengt að hún fái ekki boð um bílveltur. Það sé mikilvægt að skrá atburðinn komi áverkar á fólki síðar í ljós, eins og í þessu tilviki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×