Innlent

Undirbúa vímuefnaverkefni

Fangelsið á litla-hrauni Verkefnið verður meðal annars í samstarfi við fangelsisyfirvöld.
Fangelsið á litla-hrauni Verkefnið verður meðal annars í samstarfi við fangelsisyfirvöld.

Félag fanga á Litla-Hrauni, AFSTAÐA, ætlar að beita sér enn meira en áður í baráttunni við fíkniefnanotkun. Þeir hafa staðið að undirbúningi vímuefnaverkefnis sem áætlað er að hrinda í framkvæmd í haust. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Tímamóta, fréttablaði fanga á Litla-Hrauni.

Í greininni segir að þrátt fyrir innilokun og erfiðar aðstæður verði ekki hjá því litið að fangar bera sjálfir ábyrgð á neyslunni í fangelsinu. Félagið telur tímabært að fangar axli þá ábyrgð og hefjist sjálfir handa við að sporna gegn almennri neyslu. Samstarf verður hafið við ýmsa í tengslum við fíkniefnaverkefnið, meðal annars fangelsisyfirvöld og erlend samtök sem starfað hafa á þessum vettvangi með góðum árangri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×