Innlent

Hættulegri en síkópat með öxi

Logi Ólafsson opnar enska tippleikinn á dv.is
Logi Ólafsson opnar enska tippleikinn á dv.is

„Mér fannst leikurinn ágætis skemmtun á að horfa,“ segir Logi Ólafsson, fyrrum landsliðsþjálfari í knattspyrnu og núverandi þjálfari upprennandi knattspyrnunörda, í væntanlegum sjónvarpsþætti á Sýn. „Ítalirnir voru kannski með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en síðan fannst mér nú Frakkarnir vera betri í seinni hálfleik og hefðu kannski getað knúið fram sigur með því að vera svolítið ákafari í því að koma með fleiri menn inn í vítateiginn. Ég held að Ítalir séu vel að sigrinum komnir þótt maður hafi borið smá von í brjósti um að Zinedine Zidane myndi enda sinn feril sem besti maður keppninnar og heimsmeistari en það fór nú öðruvísi en á horfðist.“

Loga var ekki skemmt þegar Zidane stangaði Materazzi, varnarmann Ítala, í brjóstkassann. „Maður varð fyrir andlegu sjokki þegar maður sá hvað gerðist og þurfti nánast áfallahjálp á eftir. Ég hef nú samt tilhneigingu til að fyrirgefa Zidane þótt hann missi sig í nokkrar sekúndur á löngum og gifturíkum ferli því ég hef reynslu af Materazzi úr leik Íslands við Ítalíu á Laugardalsvelli. Ég get alveg fullyrt að hann er ekki hvers manns hugljúfi sá drengur. Materazzi í fótboltaskóm er hættulegri en síkópat með öxi. Honum líður örugglega illa eftir þetta og ég vona nú bara að Materazzi líði ekki vel heldur,“ segir Logi, sem þó er sammála því að Zidane hafi verið besti leikmaður mótsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×