Erfitt að kveðja fjölskylduna 24. júní 2006 00:01 Magni kveður fjölskylduna. Magni Ásgeirsson flaug af landi í brott í dag. Hér er hann með Eyrúnu konu sinni og Aroni syni þeirra. Vísir/Vilhelm Það reyndist ekki alls kostar auðveld ákvörðun fyrir Magna Ásgeirsson að taka þátt í Rockstar: Supernova. Magni er sem kunnugt er kominn í hóp fimmtán söngvara sem keppa um hylli aldinna rokkara í raunveruleikaþættinum. Þó að þarna hafi draumur Magna ræst þarf hann nú að horfa fram á viðskilnað við fjölskyldu sína, konu og níu mánaða gamlan son. „Ég er orðinn nógu gamall til að vita hvað skiptir máli í lífinu,“ segir Magni sem flaug af landi brott í morgun. „Fjölskyldan er mér það mikilvæg að ég var ekki alveg hoppandi af gleði þegar ég heyrði að ég væri kominn inn.“ Kona Magna heitir Eyrún Huld Haraldsdóttir og saman eiga þau soninn Marinó Bjarna sem er níu mánaða. Þegar Fréttablaðið ræddi við söngvarann var hann staddur á heimili þeirra í Skerjafirðinum en gærdeginum eyddu þau saman úti á landi. Meðan á upptökum á Rockstar stendur verður Magni næstum algjörlega lokaður frá umheiminum. Hann fær ekki að vera með farsíma en fær þó að hringja heim tvisvar í viku eða svo. „Það heldur manni á jörðinni,“ segir Magni bæði fullur kvíða og tilhlökkunar. Fari svo að Magni nái langt í Rockstar-þáttunum lengist aðskilnaðurinn frá fjölskyldunni. Hann er þó með báða fætur á jörðinni hvað það varðar: „Ef maður sigrar þá er ég fastur í eitt og hálft ár. En þá þurfum við auðvitað að setjast niður og ræða tölur,“ segir Magni og hlær. „Ég held þó að minnsta kosti að fjölskyldan mætti koma út til manns þá. Ég á reyndar eftir að ræða það allt saman við konuna.“ Rock Star Supernova Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira
Það reyndist ekki alls kostar auðveld ákvörðun fyrir Magna Ásgeirsson að taka þátt í Rockstar: Supernova. Magni er sem kunnugt er kominn í hóp fimmtán söngvara sem keppa um hylli aldinna rokkara í raunveruleikaþættinum. Þó að þarna hafi draumur Magna ræst þarf hann nú að horfa fram á viðskilnað við fjölskyldu sína, konu og níu mánaða gamlan son. „Ég er orðinn nógu gamall til að vita hvað skiptir máli í lífinu,“ segir Magni sem flaug af landi brott í morgun. „Fjölskyldan er mér það mikilvæg að ég var ekki alveg hoppandi af gleði þegar ég heyrði að ég væri kominn inn.“ Kona Magna heitir Eyrún Huld Haraldsdóttir og saman eiga þau soninn Marinó Bjarna sem er níu mánaða. Þegar Fréttablaðið ræddi við söngvarann var hann staddur á heimili þeirra í Skerjafirðinum en gærdeginum eyddu þau saman úti á landi. Meðan á upptökum á Rockstar stendur verður Magni næstum algjörlega lokaður frá umheiminum. Hann fær ekki að vera með farsíma en fær þó að hringja heim tvisvar í viku eða svo. „Það heldur manni á jörðinni,“ segir Magni bæði fullur kvíða og tilhlökkunar. Fari svo að Magni nái langt í Rockstar-þáttunum lengist aðskilnaðurinn frá fjölskyldunni. Hann er þó með báða fætur á jörðinni hvað það varðar: „Ef maður sigrar þá er ég fastur í eitt og hálft ár. En þá þurfum við auðvitað að setjast niður og ræða tölur,“ segir Magni og hlær. „Ég held þó að minnsta kosti að fjölskyldan mætti koma út til manns þá. Ég á reyndar eftir að ræða það allt saman við konuna.“
Rock Star Supernova Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira