Innlent

Forseti Íslands fundaði með fulltrúum Google

Á fundinum var meðal annars rætt um þróun íslensks viðskiptalífs í alþjóðlegu samhengi, einkum á sviði hugbúnaðar og tækni. Jafnframt var rætt um íslenskt viðskipta- og tæknisamfélag og þróunina hérlendis í hátækni- og rannsóknarstörfum.
Á fundinum var meðal annars rætt um þróun íslensks viðskiptalífs í alþjóðlegu samhengi, einkum á sviði hugbúnaðar og tækni. Jafnframt var rætt um íslenskt viðskipta- og tæknisamfélag og þróunina hérlendis í hátækni- og rannsóknarstörfum.
Fulltrúar alþjóðlega internetfyrirtækisins Google hafa áhuga á að nýjar starfsstöðvar fyrirtækisins verði knúnar með vistvænni orku. Þetta kom fram á fundi þeirra með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, hér á landi á dögunum.

Örnólfur Thorsson forsetaritari segir vistvæna orku meðal þess sem rætt var um á fundinum. Hann vill þó ekkert segja til um hvort fulltrúar Google hafi lýst áhuga á að setja upp starfsstöðvar á Íslandi en hér er orka framleidd með vistvænum hætti, öfugt við það sem gerist víða annars staðar.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti.
"Á fundinum var meðal annars rætt um þróun íslensks viðskiptalífs í alþjóðlegu samhengi, einkum á sviði hugbúnaðar og tækni. Jafnframt var rætt um íslenskt viðskipta- og tæknisamfélag og þróunina hérlendis í hátækni- og rannsóknarstörfum," segir Örnólfur.

Þá ræddu forsetinn og fulltrúar Google um áhuga Íslendinga á að sækja sér alþjóðlega menntun. Google er öflugasta og mest notaða leitarvélin á netinu. Fyrirtækið var stofnað 1998 og hefur vaxið og dafnað síðan og eru starfsmenn þess nú um fimm þúsund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×