Fegurð í bland við stórbrotna sögu 24. janúar 2005 00:01 "Þar fer fegurðin saman við stórbrotna sögu og sál. Húsið var flutt inn frá Noregi upp úr aldamótum og reist yfir franska konsúlinn í Reykjavík, en skömmu fyrir fyrra stríð keypti Einar Benediktsson skáld húsið og kallaði það Héðinshöfða eftir æskuheimili sínu á Tjörnesi. Það er meðal annars tilhugsunin um þetta mikla skáld athafna og orða sem gæðir sögu þess ljóma í mínum huga, rétt eins og Einar varpar ljóma á önnur hús sín svo sem Þrúðvang við Laufásveg." Ingólfur bendir á að Bretar hafi notað húsið á stríðsárunum en kvartað yfir draugagangi. "Það er heitt vatn í jörðu þarna undir og eflaust hefur brakað enn meira í húsinu af þeim sökum. Seinna, eftir að Höfði varð opinber bústaður, komu svo auðvitað alls konar stórmenni þangað og gera enn. En það er eitthvað við þessi gömlu norsku kataloghús sem ég hrífst af. Þau eru út um allt í gamla bænum í Reykjavík og ekki síður í Hafnarfirði þar sem ég bý." Ingólfur telur að gömlu húsin séu skýringin á því að hann býr í Hafnarfirði. "Ég og konan mín gengum mikið um í gamla bænum þegar við vorum að leita okkur að íbúð og hrifumst svo af gömlu húsunum, ekki síst þeim norsku. Sem ber mig náttúrlega austur á Seyðisfjörð, þar sem ég er fæddur og uppalinn í einu slíku húsi. Þegar verið var að reisa barnaskólann, sem reyndar er eitt fallegasta norska húsið á landinu, reisti yfirsmiðurinn húsið Tungu yfir sig og sína. Lítið, gott hús úr norskum kjörviði, klætt bárujárni að íslenskum sið. Aðdáun mín á þessum húsum á efalaust rætur að rekja til æskunnar og þeirra tauga sem Tunga gamla á í mér." Ingólfi finnst mikið hafa verið byggt hin síðari ár og langt fram eftir 20. öld af ljótum húsum. "Kannski byrjaði það með funkisstílnum kringum 1930, þessum kassalaga, þaklausu húsum sem lengi virtust heilla íslenska arkitekta. Þetta voru yfirleitt stórir kassar en inn á milli voru litlir kassar, rauðir, gulir og röndóttir. Það skelfilegasta við þá var að þeir voru allir eins," segir gamli Þokkabótarmeðlimurinn Ingólfur að lokum og skellihlær. Hús og heimili Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
"Þar fer fegurðin saman við stórbrotna sögu og sál. Húsið var flutt inn frá Noregi upp úr aldamótum og reist yfir franska konsúlinn í Reykjavík, en skömmu fyrir fyrra stríð keypti Einar Benediktsson skáld húsið og kallaði það Héðinshöfða eftir æskuheimili sínu á Tjörnesi. Það er meðal annars tilhugsunin um þetta mikla skáld athafna og orða sem gæðir sögu þess ljóma í mínum huga, rétt eins og Einar varpar ljóma á önnur hús sín svo sem Þrúðvang við Laufásveg." Ingólfur bendir á að Bretar hafi notað húsið á stríðsárunum en kvartað yfir draugagangi. "Það er heitt vatn í jörðu þarna undir og eflaust hefur brakað enn meira í húsinu af þeim sökum. Seinna, eftir að Höfði varð opinber bústaður, komu svo auðvitað alls konar stórmenni þangað og gera enn. En það er eitthvað við þessi gömlu norsku kataloghús sem ég hrífst af. Þau eru út um allt í gamla bænum í Reykjavík og ekki síður í Hafnarfirði þar sem ég bý." Ingólfur telur að gömlu húsin séu skýringin á því að hann býr í Hafnarfirði. "Ég og konan mín gengum mikið um í gamla bænum þegar við vorum að leita okkur að íbúð og hrifumst svo af gömlu húsunum, ekki síst þeim norsku. Sem ber mig náttúrlega austur á Seyðisfjörð, þar sem ég er fæddur og uppalinn í einu slíku húsi. Þegar verið var að reisa barnaskólann, sem reyndar er eitt fallegasta norska húsið á landinu, reisti yfirsmiðurinn húsið Tungu yfir sig og sína. Lítið, gott hús úr norskum kjörviði, klætt bárujárni að íslenskum sið. Aðdáun mín á þessum húsum á efalaust rætur að rekja til æskunnar og þeirra tauga sem Tunga gamla á í mér." Ingólfi finnst mikið hafa verið byggt hin síðari ár og langt fram eftir 20. öld af ljótum húsum. "Kannski byrjaði það með funkisstílnum kringum 1930, þessum kassalaga, þaklausu húsum sem lengi virtust heilla íslenska arkitekta. Þetta voru yfirleitt stórir kassar en inn á milli voru litlir kassar, rauðir, gulir og röndóttir. Það skelfilegasta við þá var að þeir voru allir eins," segir gamli Þokkabótarmeðlimurinn Ingólfur að lokum og skellihlær.
Hús og heimili Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira