Olíufélögin borga 1,5 milljarða 2. maí 2005 00:01 Stóru olíufélögin þrjú þurfa í dag að greiða ríkissjóði samanlagt einn og hálfan milljarð króna í sektir fyrir ólögmætt verðsamráð við sölu á bensíni og olíu hér á landi um árabil, þótt þau ætli að áfrýja málum sínum til dómstóla. Hjá Fjársýslu ríkisins fékkst það staðfest að greiðsluseðlar vegna sektanna hafi verið sendir félögunum og fjármálaráðuneytið hefur synjað hugmyndum a.m.k. Esso um að fá að láta bankatryggingar nægja þar til dómur er genginn í áfrýjunarmálum þeirra. Rök ráðuneytisins eru meðal annars þau að ef einstaklingur fær hækkun á sína skatta verður hann að greiða samkvæmt þeirri ákvörðun, þar til kæra hans ber ef til vill þann árangur að hann fær lækkun. Þá fær hann mismuninn endurgreiddan með vöxtum. Það sama skal ganga yfir olíufélögin, að mati fjármálaráðuneytisins. Kristján Loftsson, formaður stjórnar Kers sem á Esso, sagði nýlega í viðtali við Morgunblaðið að félögin ættu ekki þessar upphæðir undir koddanum og að Esso yrði að fá lán fyrir greiðslunni. Esso á að greiða 490 milljónir í sektir. Í viðskiptaheiminum er bent á hugsanlegt samhengi þess að Skeljungur sé nú að selja verðmæta lóð við Gullengi í Grafarvogi, sem félagið fékk undir bensínstöð, á almennum markaði undir fjölbýlishús en Skeljungur á að greiða 450 milljónir í sekt. Ekkert fréttist úr herbúðum Olís, enda hefur Einar Benediktsson forstjóri ekki tjáð sig við fjölmiðla um langt skeið. Olís ber hæstu sektina eða 560 milljónir. Fréttastofunni er ekki kunnugt um hvort félagið stendur í eignasölu. Það félag var hins vegar fyrst til að tilkynna að það myndi áfrýja þessari niðurstöðu áfrýjunarnefndar um samkeppnismál, sem þó lækkaði upphaflegar sektarupphæðir Samkeppnisstofnunar umtalsvert. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Stóru olíufélögin þrjú þurfa í dag að greiða ríkissjóði samanlagt einn og hálfan milljarð króna í sektir fyrir ólögmætt verðsamráð við sölu á bensíni og olíu hér á landi um árabil, þótt þau ætli að áfrýja málum sínum til dómstóla. Hjá Fjársýslu ríkisins fékkst það staðfest að greiðsluseðlar vegna sektanna hafi verið sendir félögunum og fjármálaráðuneytið hefur synjað hugmyndum a.m.k. Esso um að fá að láta bankatryggingar nægja þar til dómur er genginn í áfrýjunarmálum þeirra. Rök ráðuneytisins eru meðal annars þau að ef einstaklingur fær hækkun á sína skatta verður hann að greiða samkvæmt þeirri ákvörðun, þar til kæra hans ber ef til vill þann árangur að hann fær lækkun. Þá fær hann mismuninn endurgreiddan með vöxtum. Það sama skal ganga yfir olíufélögin, að mati fjármálaráðuneytisins. Kristján Loftsson, formaður stjórnar Kers sem á Esso, sagði nýlega í viðtali við Morgunblaðið að félögin ættu ekki þessar upphæðir undir koddanum og að Esso yrði að fá lán fyrir greiðslunni. Esso á að greiða 490 milljónir í sektir. Í viðskiptaheiminum er bent á hugsanlegt samhengi þess að Skeljungur sé nú að selja verðmæta lóð við Gullengi í Grafarvogi, sem félagið fékk undir bensínstöð, á almennum markaði undir fjölbýlishús en Skeljungur á að greiða 450 milljónir í sekt. Ekkert fréttist úr herbúðum Olís, enda hefur Einar Benediktsson forstjóri ekki tjáð sig við fjölmiðla um langt skeið. Olís ber hæstu sektina eða 560 milljónir. Fréttastofunni er ekki kunnugt um hvort félagið stendur í eignasölu. Það félag var hins vegar fyrst til að tilkynna að það myndi áfrýja þessari niðurstöðu áfrýjunarnefndar um samkeppnismál, sem þó lækkaði upphaflegar sektarupphæðir Samkeppnisstofnunar umtalsvert.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda